Segir Bjarna hafa verið gangandi hagsmunaárekstur og hvetur til afsagnar Bjarki Ármannsson skrifar 7. apríl 2016 11:58 Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, ekki njóta trausts og að eðlilegt væri að hann segi af sér og hleypi öðrum að. vísir/daníel Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, ekki njóta trausts og að eðlilegt væri að hann segi af sér og hleypi öðrum að. Þetta kom fram í máli þingmanna í óundirbúnum fyrirspurnartíma sem nú stendur yfir á Alþingi. Svandís benti á að Bjarni var stórtækur í íslensku viðskiptalífi fyrstu ár hans á þingi og kallaði hann í vissum skilningi „gangandi hagsmunaárekstur.“ Þá hafi hann játað að hafa staðið í tugmilljóna króna viðskiptum í gegnum félög í skattaskjólum og spurði Svandís hvort hann ætli að fylgja fordæmi flokksbróðurs síns, Júlíus Vífils Ingvarssonar, og segja af sér vegna viðskiptatengsla sinna. „Það eru stór orð höfð hér uppi,“ sagði Bjarni. Hann sagði þátttöku hans í viðskiptalífinu fyrir hrun ekki hafa verið neitt leyndarmál og þingmenn hafi getað haft skoðun á því. „Ég ætla ekki að lúta gildismati háttvirts þingmanns, sem setur sig á háan stall og fellir dóma um annað fólk, heldur ætla ég að lúta gildismati kjósenda og stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins.“ „Illa er fyrir ráðherranum komið ef hann telur sig ekki þurfa að standa skil á sínum gjörðum gagnvart neinum nema Sjálfstæðismönnum,“ sagði Svandís þá. „Hann hefur talað hér áður um að það séu mikilvæg verkefni framundan. Sá sem stendur að þeim verkefnum þarf að njóta trausts. Það gerir ráðherra ekki, svo einfalt er það.“ „Það hefur einkennt þingmenn eins og þann sem nú tekur til máls, þeir þrífast best í upplausn og umróti,“ sagði Bjarni. „Ég skora á háttvirtan þingmann að leggja bara fram vantrauststillögu, þá getum við tekið hana bara hér samkvæmt lögum og reglum.“ Hann spurði hvort Svandís gæti ekki bara beðið til morguns og lagt fram slíka tillögu þá. Það væri rétti farvegurinn fyrir málið. Alþingi Panama-skjölin Tengdar fréttir Katrín baðst afsökunar á að hafa kallað Sigurð Inga forsætisráðherra Spurði hvort ráðherrann ætli að verja "heimsmet“ Íslendinga í skattaskjólum. 7. apríl 2016 11:41 Bjarni: Hægt að nýta kastljós umheimsins til að koma á framfæri réttum skilaboðum Fjármálaráðherra tók sem dæmi neikvæða athygli sem Ísland fékk þegar eldraskanir urðu í Eyjafjallajökli. 7. apríl 2016 11:45 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, ekki njóta trausts og að eðlilegt væri að hann segi af sér og hleypi öðrum að. Þetta kom fram í máli þingmanna í óundirbúnum fyrirspurnartíma sem nú stendur yfir á Alþingi. Svandís benti á að Bjarni var stórtækur í íslensku viðskiptalífi fyrstu ár hans á þingi og kallaði hann í vissum skilningi „gangandi hagsmunaárekstur.“ Þá hafi hann játað að hafa staðið í tugmilljóna króna viðskiptum í gegnum félög í skattaskjólum og spurði Svandís hvort hann ætli að fylgja fordæmi flokksbróðurs síns, Júlíus Vífils Ingvarssonar, og segja af sér vegna viðskiptatengsla sinna. „Það eru stór orð höfð hér uppi,“ sagði Bjarni. Hann sagði þátttöku hans í viðskiptalífinu fyrir hrun ekki hafa verið neitt leyndarmál og þingmenn hafi getað haft skoðun á því. „Ég ætla ekki að lúta gildismati háttvirts þingmanns, sem setur sig á háan stall og fellir dóma um annað fólk, heldur ætla ég að lúta gildismati kjósenda og stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins.“ „Illa er fyrir ráðherranum komið ef hann telur sig ekki þurfa að standa skil á sínum gjörðum gagnvart neinum nema Sjálfstæðismönnum,“ sagði Svandís þá. „Hann hefur talað hér áður um að það séu mikilvæg verkefni framundan. Sá sem stendur að þeim verkefnum þarf að njóta trausts. Það gerir ráðherra ekki, svo einfalt er það.“ „Það hefur einkennt þingmenn eins og þann sem nú tekur til máls, þeir þrífast best í upplausn og umróti,“ sagði Bjarni. „Ég skora á háttvirtan þingmann að leggja bara fram vantrauststillögu, þá getum við tekið hana bara hér samkvæmt lögum og reglum.“ Hann spurði hvort Svandís gæti ekki bara beðið til morguns og lagt fram slíka tillögu þá. Það væri rétti farvegurinn fyrir málið.
Alþingi Panama-skjölin Tengdar fréttir Katrín baðst afsökunar á að hafa kallað Sigurð Inga forsætisráðherra Spurði hvort ráðherrann ætli að verja "heimsmet“ Íslendinga í skattaskjólum. 7. apríl 2016 11:41 Bjarni: Hægt að nýta kastljós umheimsins til að koma á framfæri réttum skilaboðum Fjármálaráðherra tók sem dæmi neikvæða athygli sem Ísland fékk þegar eldraskanir urðu í Eyjafjallajökli. 7. apríl 2016 11:45 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Katrín baðst afsökunar á að hafa kallað Sigurð Inga forsætisráðherra Spurði hvort ráðherrann ætli að verja "heimsmet“ Íslendinga í skattaskjólum. 7. apríl 2016 11:41
Bjarni: Hægt að nýta kastljós umheimsins til að koma á framfæri réttum skilaboðum Fjármálaráðherra tók sem dæmi neikvæða athygli sem Ísland fékk þegar eldraskanir urðu í Eyjafjallajökli. 7. apríl 2016 11:45