Vilja Hlíðarfjall í einkarekstur Sveinn Arnarsson skrifar 31. mars 2016 07:00 Hlíðarfjall er einn fjölsóttasti ferðamannastaður Akureyrar yfir vetrarmánuðina en nú vilja menn breytingar á rekstrarformi. Bæjarráð Akureyrarkaupstaðar hefur formlega samþykkt að íþróttafulltrúi hefji undirbúning að því að útvista rekstur skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli til einkaaðila. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrar, segir rekstur skíðasvæðisins háðan of mikilli óvissu vegna veðurfars. Á síðasta fundi bæjarráðs Akureyrar fyrir páska var tekið undir þá ósk íþróttaráðs bæjarins að fela forstöðumanni íþróttamála að hefja undirbúning þess að reksturinn verði útvistaður. Mikil vinna hefur verið í gangi undanfarið í aðgerðahópi um framtíðarrekstur Akureyrarbæjar. Rekstur bæjarfélagsins er þungur og er hverjum steini velt við til að reyna að ná hagræðingu í rekstrinum. Guðmundur Baldvin segir það ekki einsdæmi að rekstur skíðasvæðis sé falinn einkaaðilum og bendir á skíðasvæðin á Siglufirði og í Oddsskarði sem eru rekin af sjálfstæðum aðilum.Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrar.„Rekstur fjallsins er háður mikilli óvissu á hverju ári vegna veðurfars. Á síðasta ári var reksturinn erfiður vegna slæmra veðurskilyrða um helgar. Þetta er á umræðustigi ennþá,“ segir Guðmundur Baldvin. „Þó verðum við að hafa í huga að skíðaiðkun er fjölskylduíþrótt á Akureyri og skíðafélagið æfir í fjallinu svo það þarf að huga að mörgum þáttum. Við þurfum að tryggja það að skíðaiðkun verði áfram fær fjölskyldufólki.“ Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins, fagnar bókun bæjarráðs og segir það geta komið Akureyri vel að útvista svæðið til einkaaðila. „Ég hef verið talsmaður þess síðustu tíu ár og talað fyrir því að einkaaðilar komi að rekstri fjallsins,“ segir Guðmundur Karl. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar hefur um nokkurn tíma verið að skoða framtíð rekstrar Hlíðarfjalls fyrir Akureyri og hefur bæjarstjóri á Akureyri nefnt það að einkaaðilar séu áhugasamir um að taka að sér reksturinn. Fastir starfsmenn í Hlíðarfjalli eru sjö sem vinna allt árið en þegar mest er að gera á veturna fjölgar starfsmönnum upp í um 70 og felst starf þeirra að mestu í að þjónusta gesti fjallsins. Skíðasvæði Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Sjá meira
Bæjarráð Akureyrarkaupstaðar hefur formlega samþykkt að íþróttafulltrúi hefji undirbúning að því að útvista rekstur skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli til einkaaðila. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrar, segir rekstur skíðasvæðisins háðan of mikilli óvissu vegna veðurfars. Á síðasta fundi bæjarráðs Akureyrar fyrir páska var tekið undir þá ósk íþróttaráðs bæjarins að fela forstöðumanni íþróttamála að hefja undirbúning þess að reksturinn verði útvistaður. Mikil vinna hefur verið í gangi undanfarið í aðgerðahópi um framtíðarrekstur Akureyrarbæjar. Rekstur bæjarfélagsins er þungur og er hverjum steini velt við til að reyna að ná hagræðingu í rekstrinum. Guðmundur Baldvin segir það ekki einsdæmi að rekstur skíðasvæðis sé falinn einkaaðilum og bendir á skíðasvæðin á Siglufirði og í Oddsskarði sem eru rekin af sjálfstæðum aðilum.Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrar.„Rekstur fjallsins er háður mikilli óvissu á hverju ári vegna veðurfars. Á síðasta ári var reksturinn erfiður vegna slæmra veðurskilyrða um helgar. Þetta er á umræðustigi ennþá,“ segir Guðmundur Baldvin. „Þó verðum við að hafa í huga að skíðaiðkun er fjölskylduíþrótt á Akureyri og skíðafélagið æfir í fjallinu svo það þarf að huga að mörgum þáttum. Við þurfum að tryggja það að skíðaiðkun verði áfram fær fjölskyldufólki.“ Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins, fagnar bókun bæjarráðs og segir það geta komið Akureyri vel að útvista svæðið til einkaaðila. „Ég hef verið talsmaður þess síðustu tíu ár og talað fyrir því að einkaaðilar komi að rekstri fjallsins,“ segir Guðmundur Karl. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar hefur um nokkurn tíma verið að skoða framtíð rekstrar Hlíðarfjalls fyrir Akureyri og hefur bæjarstjóri á Akureyri nefnt það að einkaaðilar séu áhugasamir um að taka að sér reksturinn. Fastir starfsmenn í Hlíðarfjalli eru sjö sem vinna allt árið en þegar mest er að gera á veturna fjölgar starfsmönnum upp í um 70 og felst starf þeirra að mestu í að þjónusta gesti fjallsins.
Skíðasvæði Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Sjá meira