Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - KR 77-91 | KR komið í 2-0 Stefán Árni Pálsson í Mustad-Höllinni í Grindavík skrifar 20. mars 2016 21:30 Jóhann Árni Ólafsson í baráttunni við Helga Má Magnússon. vísir/ernir KR er komið í 2-0, í einvíginu gegn Grindavík í 8-liða úrslitum Dominos-deild karla en liðið bar sigur úr býtum gegn þeim gulu í Röstinni, 91-77, í kvöld. Grindvíkingar byrjuðu leikinn nokkuð vel og var allt annað sjá til liðsins alveg frá fyrstu mínútu. Þeir náðu hverju frákastinu á fætur öðru og fengu oft á tíðum nokkur tækifæri í hverri sókn. Þetta skilaði þeim ágætum árangri en KR-ingar leiddu samt með sex stigum, 19-13, eftir fyrsta leikhlutann. Það var samt annað að sjá til heimamanna en frá því á fimmtudagskvöldið. Í upphafi annars leikhluta hrukku KR-ingar í gírinn og keyrðu upp hraðan. Það leið ekki langur tíma þar til munurinn var kominn upp í tíu stig, 19-29, og var Helgi Már Magnússon, leikmaður KR, í miklu stuði í fjórðungnum. Grindvíkingar hleyptu KR-ingum ekki of langt í burtu frá sér í fyrri hálfleiknum og var staðan 43-33 eftir tuttugu mínútna leik. Grindvíkingar sýndu í það minnsta gríðarlega baráttu í fyrri hálfleiknum og var leikurinn alveg opinn fyrir þann síðari. KR-ingar byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti og náðu fljótlega 14 stig forskoti, 52-38. Sóknar leikur Grindvíkinga var vandræðalegur og það sama má segja um varnarleikinn. KR-ingar virtust geta skorað að vild og bara þegar þeim hentaði. KR-ingar juku bara við forskot sitt og var staðan 66-44 fyrir gestina þegar lítið var eftir af þriðja leikhlutanum. Þá var leikurinn í raun búinn. Í fjórða leikhlutanum náðu Grindvíkingar nokkuð fínu áhlaupi og þegar rúmlega fjórar mínútur voru eftir af leiknum var staðan 76-69 fyrir KR. Þorleifur Ólafsson skaut Grindavík aftur inn í leikinn og var hann að hitta virkilega vel á tíma. Leikmenn liðsins byrjuðu að berjast aftur eins og ljón og það skilaði sér. Þegar um tvær mínútur voru eftir var staðan 77-82 og leikurinn allt í einu orðinn æsispennandi. KR-ingar voru aftur á móti sterkari á parketinu undir lok leiksins og höfðu betri taugar. Liðið vann að lokum góðan sigur, 91-77, og er liðið komið í 2-0 í einvíginu.Grindavík-KR77-91 (13-19, 20-24, 20-26, 24-22)Grindavík: Þorleifur Ólafsson 20, Charles Wayne Garcia Jr. 19/7 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 11/7 fráköst/5 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 10/8 fráköst/7 stoðsendingar, Ingvi Þór Guðmundsson 8, Ómar Örn Sævarsson 6/10 fráköst, Kristófer Breki Gylfason 3.KR: Michael Craion 26/7 fráköst, Darri Hilmarsson 17/6 fráköst, Helgi Már Magnússon 16/7 fráköst/5 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 13, Pavel Ermolinskij 10/11 fráköst/10 stoðsendingar/3 varin skot, Snorri Hrafnkelsson 4, Björn Kristjánsson 4/5 stoðsendingar, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 1/4 fráköst. Pavel: Við klárum þetta í næsta leik„Við erum bara komnir í lykilstöðu í þessu einvígi, þetta er nokkuð einföld stærðfræði,“ segir Pavel Ermolinskij, eftir sigurinn í kvöld. „Það var rosalega mikilvægt að vinna þennan leik og þetta er bara spurning um að halda áfram fyrir okkur. Við erum búnir að vera mjög svipaðir í þessum fyrstu tveimur leikjum, hörku varnarleikur og skynsamir í sókninni.“ Pavel segir að Grindvíkingar hafi verið sterkari í kvöld en í síðasta leik. „Ef við höldum þessu áfram, og hittum ekki á einhvern skelfilegan dag, þá eigum við að klára þetta í næsta leik.“ Það kom Pavel ekki á óvart að þeir hafi minnkað muninn undir lokin. „Þetta lið er alltaf með stórskotaskyttur og það breytist aldrei. Það kom manni ekki á óvart að þeir komi til baka. Maður áttu alltaf von á því og urðum ekkert sérstaklega stressaðir.“ Finnur Freyr: Heilt yfir flott frammistaða„Heilt yfir var þetta bara flott frammistaða,“ segir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, eftir sigurinn. „Við náðum að byggja upp fínt forskot í fyrri hálfleiknum og juku við það í upphafi síðari hálfleiksins. Við gáfum þeim færi til að komast inn í leikinn undir lokin og Grindavík þáði það með þökum og gerðu það vel.“ Finnur segir það vera eðlilegt að menn detta stundum aðeins niður á hælana. „Það er samt fúlt að vera komnir með góða forystu og missa það niður í fimm stig. Það er eitthvað sem við þurfum aðeins að skoða saman.“ Hann segir að fyrri 35 mínúturnar í leiknum hafi skilað þessum sigri hjá KR. „Við förum í alla leiki til að vinna og við ætlum að klára þetta einvígi á miðvikudaginn.“ Jóhann: Get ekki verið annað en sáttur með mína menn „Við hittum bara ekki nægilega vel í kvöld. KR-ingar voru með yfir 50% nýtingu,“ segir Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir leikinn. „Við erum rétt að slefa í 30% nýtingu. Þarna liggur leikurinn. Þeir setja opin skot, við ekki. Ég get samt ekki verið neitt annað en sáttur með mína menn hérna í kvöld. Það var kraftur í okkur á báðum endum.“ Jóhann segir að einbeitingaskortur hafi orðið liðinu að falli. „Ef við hefðum haldið skipulagi og verið alltaf á tánum þá hefði þetta kannski farið öðruvísi. Ef maður er ekki einbeittur þá setja KR-ingar bara 12-15 stig í andlitið á þér.“ Þjálfarinn segir að nú taki liðið bara einn leik í einu og sjái síðan til hvað það skili þeim. Þorleifur: Þetta er ekkert búið„Skotin voru að detta hjá mér í kvöld,“ segir Þorleifur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, eftir leikinn, en hann gerði tuttugu stig í kvöld. Nokkuð umdeilt atvik átti sér stað þegar rúmlega ein mínúta var eftir af leiknum þegar Þorleifur fékk dæmda á sig villu en vildi fá dæmdan ruðning á leikmann KR. „Þetta var algjör ruðningur og við vorum þarna í miklum séns að komast inn í leikinn. Það munaði aðeins fimm stigum á liðunum og leikurinn galopinn. Við töpum samt ekkert leiknum á þessu atviki, en ég vona að dómararnir skoði þetta.“ Þorleifur segir að liðið hafi farið út úr sínum leikskipulagi og þess vegna hafi KR náð 22 stiga forskoti í leiknum. „Þetta einvígið er ekkert búið og við ætlum okkur að vinna KR í næsta leik. Það er enginn pressa á okkur og hefur ekki verið allt einvígið.“Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Sjá meira
KR er komið í 2-0, í einvíginu gegn Grindavík í 8-liða úrslitum Dominos-deild karla en liðið bar sigur úr býtum gegn þeim gulu í Röstinni, 91-77, í kvöld. Grindvíkingar byrjuðu leikinn nokkuð vel og var allt annað sjá til liðsins alveg frá fyrstu mínútu. Þeir náðu hverju frákastinu á fætur öðru og fengu oft á tíðum nokkur tækifæri í hverri sókn. Þetta skilaði þeim ágætum árangri en KR-ingar leiddu samt með sex stigum, 19-13, eftir fyrsta leikhlutann. Það var samt annað að sjá til heimamanna en frá því á fimmtudagskvöldið. Í upphafi annars leikhluta hrukku KR-ingar í gírinn og keyrðu upp hraðan. Það leið ekki langur tíma þar til munurinn var kominn upp í tíu stig, 19-29, og var Helgi Már Magnússon, leikmaður KR, í miklu stuði í fjórðungnum. Grindvíkingar hleyptu KR-ingum ekki of langt í burtu frá sér í fyrri hálfleiknum og var staðan 43-33 eftir tuttugu mínútna leik. Grindvíkingar sýndu í það minnsta gríðarlega baráttu í fyrri hálfleiknum og var leikurinn alveg opinn fyrir þann síðari. KR-ingar byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti og náðu fljótlega 14 stig forskoti, 52-38. Sóknar leikur Grindvíkinga var vandræðalegur og það sama má segja um varnarleikinn. KR-ingar virtust geta skorað að vild og bara þegar þeim hentaði. KR-ingar juku bara við forskot sitt og var staðan 66-44 fyrir gestina þegar lítið var eftir af þriðja leikhlutanum. Þá var leikurinn í raun búinn. Í fjórða leikhlutanum náðu Grindvíkingar nokkuð fínu áhlaupi og þegar rúmlega fjórar mínútur voru eftir af leiknum var staðan 76-69 fyrir KR. Þorleifur Ólafsson skaut Grindavík aftur inn í leikinn og var hann að hitta virkilega vel á tíma. Leikmenn liðsins byrjuðu að berjast aftur eins og ljón og það skilaði sér. Þegar um tvær mínútur voru eftir var staðan 77-82 og leikurinn allt í einu orðinn æsispennandi. KR-ingar voru aftur á móti sterkari á parketinu undir lok leiksins og höfðu betri taugar. Liðið vann að lokum góðan sigur, 91-77, og er liðið komið í 2-0 í einvíginu.Grindavík-KR77-91 (13-19, 20-24, 20-26, 24-22)Grindavík: Þorleifur Ólafsson 20, Charles Wayne Garcia Jr. 19/7 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 11/7 fráköst/5 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 10/8 fráköst/7 stoðsendingar, Ingvi Þór Guðmundsson 8, Ómar Örn Sævarsson 6/10 fráköst, Kristófer Breki Gylfason 3.KR: Michael Craion 26/7 fráköst, Darri Hilmarsson 17/6 fráköst, Helgi Már Magnússon 16/7 fráköst/5 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 13, Pavel Ermolinskij 10/11 fráköst/10 stoðsendingar/3 varin skot, Snorri Hrafnkelsson 4, Björn Kristjánsson 4/5 stoðsendingar, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 1/4 fráköst. Pavel: Við klárum þetta í næsta leik„Við erum bara komnir í lykilstöðu í þessu einvígi, þetta er nokkuð einföld stærðfræði,“ segir Pavel Ermolinskij, eftir sigurinn í kvöld. „Það var rosalega mikilvægt að vinna þennan leik og þetta er bara spurning um að halda áfram fyrir okkur. Við erum búnir að vera mjög svipaðir í þessum fyrstu tveimur leikjum, hörku varnarleikur og skynsamir í sókninni.“ Pavel segir að Grindvíkingar hafi verið sterkari í kvöld en í síðasta leik. „Ef við höldum þessu áfram, og hittum ekki á einhvern skelfilegan dag, þá eigum við að klára þetta í næsta leik.“ Það kom Pavel ekki á óvart að þeir hafi minnkað muninn undir lokin. „Þetta lið er alltaf með stórskotaskyttur og það breytist aldrei. Það kom manni ekki á óvart að þeir komi til baka. Maður áttu alltaf von á því og urðum ekkert sérstaklega stressaðir.“ Finnur Freyr: Heilt yfir flott frammistaða„Heilt yfir var þetta bara flott frammistaða,“ segir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, eftir sigurinn. „Við náðum að byggja upp fínt forskot í fyrri hálfleiknum og juku við það í upphafi síðari hálfleiksins. Við gáfum þeim færi til að komast inn í leikinn undir lokin og Grindavík þáði það með þökum og gerðu það vel.“ Finnur segir það vera eðlilegt að menn detta stundum aðeins niður á hælana. „Það er samt fúlt að vera komnir með góða forystu og missa það niður í fimm stig. Það er eitthvað sem við þurfum aðeins að skoða saman.“ Hann segir að fyrri 35 mínúturnar í leiknum hafi skilað þessum sigri hjá KR. „Við förum í alla leiki til að vinna og við ætlum að klára þetta einvígi á miðvikudaginn.“ Jóhann: Get ekki verið annað en sáttur með mína menn „Við hittum bara ekki nægilega vel í kvöld. KR-ingar voru með yfir 50% nýtingu,“ segir Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir leikinn. „Við erum rétt að slefa í 30% nýtingu. Þarna liggur leikurinn. Þeir setja opin skot, við ekki. Ég get samt ekki verið neitt annað en sáttur með mína menn hérna í kvöld. Það var kraftur í okkur á báðum endum.“ Jóhann segir að einbeitingaskortur hafi orðið liðinu að falli. „Ef við hefðum haldið skipulagi og verið alltaf á tánum þá hefði þetta kannski farið öðruvísi. Ef maður er ekki einbeittur þá setja KR-ingar bara 12-15 stig í andlitið á þér.“ Þjálfarinn segir að nú taki liðið bara einn leik í einu og sjái síðan til hvað það skili þeim. Þorleifur: Þetta er ekkert búið„Skotin voru að detta hjá mér í kvöld,“ segir Þorleifur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, eftir leikinn, en hann gerði tuttugu stig í kvöld. Nokkuð umdeilt atvik átti sér stað þegar rúmlega ein mínúta var eftir af leiknum þegar Þorleifur fékk dæmda á sig villu en vildi fá dæmdan ruðning á leikmann KR. „Þetta var algjör ruðningur og við vorum þarna í miklum séns að komast inn í leikinn. Það munaði aðeins fimm stigum á liðunum og leikurinn galopinn. Við töpum samt ekkert leiknum á þessu atviki, en ég vona að dómararnir skoði þetta.“ Þorleifur segir að liðið hafi farið út úr sínum leikskipulagi og þess vegna hafi KR náð 22 stiga forskoti í leiknum. „Þetta einvígið er ekkert búið og við ætlum okkur að vinna KR í næsta leik. Það er enginn pressa á okkur og hefur ekki verið allt einvígið.“Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Sjá meira