Ferðamaður fótbrotnaði á blautum stíg við Kerið Bjarki Ármannsson skrifar 20. mars 2016 14:45 Myndir af vettvangi. Leiðsögumaður sem var á svæðinu þegar óhappið varð segir stíginn að Kerinu orðinn hálfgert drullusvað á kölfum. Myndir/Aðsendar Breskur ferðamaður á áttræðisaldri rann til og fótbrotnaði við Kerið í Grímsnesi í morgun. Leiðsögumaður sem varð vitni að slysinu gagnrýnir umhirðu á svæðinu en talsmaður eigenda segir lítið hægt að gera í því að setja möl á stíga svo stuttu eftir að snjóa leysir. Ferðamaðurinn hlaut að sögn sjónarvottar opin beinbrot og var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi. Leiðsögumaður sem var á svæðinu þegar óhappið varð, en vildi ekki láta nafns síns getið, segir stíginn að Kerinu orðinn hálfgert drullusvað á köflum og kennir því um að maðurinn rann til. Hann segir það ábyrgðarleysi af eigendunum að hafa ekki bætt möl á stíginn eftir að snjórinn bráðnaði. Óskar Magnússon, talsmaður eigenda Kersins, segir rauðamöl borna á stíginn reglulega en að lítið sé þó hægt að gera að svo stöddu. „Þegar snjóa leysir og frost fer að fara úr jörðu, þá eru stígarnir drullublautir og vatn í þeim og alveg tilgangslaust að setja nokkuð efni í þá. Það rennur bara í burtu,“ segir Óskar. „Það verður að láta vatnið fara fyrst. Jafnvel þótt við biðum með skóflurnar á lofti, þá hefði það ekkert upp á sig.“ Jafnframt bendir Óskar á aldrei sé hægt að koma í veg fyrir öll slys. Ferðamenn séu á svæðinu á eigin ábyrgð, líkt og segir á skilti við bílastæðið. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Leiðsögumaður við Gullfoss: „Vantar stórkostlega upp á alla gæslu“ Leiðsögumaður sem varð vitni að því þegar erlendir ferðamenn virtu lokanir við Gullfoss að vettugi segir að hið opinbera verði að grípa í taumana áður en af hljótist mikill skaði. 6. mars 2016 17:44 Erlendur ferðamaður alvarlega slasaður eftir bílveltu Ítölsk kona liggur með alvarlega áverka á gjörgæsludeild Landspítalans eftir bílveltu í gær. 29. febrúar 2016 13:34 Ferðafólki att á kaldan klaka við Gullfoss Gríðarlegt svell er yfir öllu við Gullfoss þar sem ferðamenn á öllum aldri fikra sig varfærnislega í átt að náttúruperlunni. Lítið er gert til að draga úr hálkunni og gera leiðina greiðfærari. 11. mars 2016 07:00 Leiðsögumaður í Reynisfjöru: „Maður fær bara skammir“ "Ég var að reka alla upp ofar í fjöruna hægra megin og þá voru allt í einu allir komnir vinstra megin,“ segir Hermann Valsson. 26. febrúar 2016 15:31 Loka veginum niður að flugvélaflaki á Sólheimasandi: "Þetta er allt að fara í drullusvað“ Landeigendur hafa brugðið á það ráð að loka leiðinni frá þjóðvegi niður á Sólheimasand vegna slæmrar umgengni. 14. mars 2016 15:58 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Breskur ferðamaður á áttræðisaldri rann til og fótbrotnaði við Kerið í Grímsnesi í morgun. Leiðsögumaður sem varð vitni að slysinu gagnrýnir umhirðu á svæðinu en talsmaður eigenda segir lítið hægt að gera í því að setja möl á stíga svo stuttu eftir að snjóa leysir. Ferðamaðurinn hlaut að sögn sjónarvottar opin beinbrot og var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi. Leiðsögumaður sem var á svæðinu þegar óhappið varð, en vildi ekki láta nafns síns getið, segir stíginn að Kerinu orðinn hálfgert drullusvað á köflum og kennir því um að maðurinn rann til. Hann segir það ábyrgðarleysi af eigendunum að hafa ekki bætt möl á stíginn eftir að snjórinn bráðnaði. Óskar Magnússon, talsmaður eigenda Kersins, segir rauðamöl borna á stíginn reglulega en að lítið sé þó hægt að gera að svo stöddu. „Þegar snjóa leysir og frost fer að fara úr jörðu, þá eru stígarnir drullublautir og vatn í þeim og alveg tilgangslaust að setja nokkuð efni í þá. Það rennur bara í burtu,“ segir Óskar. „Það verður að láta vatnið fara fyrst. Jafnvel þótt við biðum með skóflurnar á lofti, þá hefði það ekkert upp á sig.“ Jafnframt bendir Óskar á aldrei sé hægt að koma í veg fyrir öll slys. Ferðamenn séu á svæðinu á eigin ábyrgð, líkt og segir á skilti við bílastæðið.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Leiðsögumaður við Gullfoss: „Vantar stórkostlega upp á alla gæslu“ Leiðsögumaður sem varð vitni að því þegar erlendir ferðamenn virtu lokanir við Gullfoss að vettugi segir að hið opinbera verði að grípa í taumana áður en af hljótist mikill skaði. 6. mars 2016 17:44 Erlendur ferðamaður alvarlega slasaður eftir bílveltu Ítölsk kona liggur með alvarlega áverka á gjörgæsludeild Landspítalans eftir bílveltu í gær. 29. febrúar 2016 13:34 Ferðafólki att á kaldan klaka við Gullfoss Gríðarlegt svell er yfir öllu við Gullfoss þar sem ferðamenn á öllum aldri fikra sig varfærnislega í átt að náttúruperlunni. Lítið er gert til að draga úr hálkunni og gera leiðina greiðfærari. 11. mars 2016 07:00 Leiðsögumaður í Reynisfjöru: „Maður fær bara skammir“ "Ég var að reka alla upp ofar í fjöruna hægra megin og þá voru allt í einu allir komnir vinstra megin,“ segir Hermann Valsson. 26. febrúar 2016 15:31 Loka veginum niður að flugvélaflaki á Sólheimasandi: "Þetta er allt að fara í drullusvað“ Landeigendur hafa brugðið á það ráð að loka leiðinni frá þjóðvegi niður á Sólheimasand vegna slæmrar umgengni. 14. mars 2016 15:58 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Leiðsögumaður við Gullfoss: „Vantar stórkostlega upp á alla gæslu“ Leiðsögumaður sem varð vitni að því þegar erlendir ferðamenn virtu lokanir við Gullfoss að vettugi segir að hið opinbera verði að grípa í taumana áður en af hljótist mikill skaði. 6. mars 2016 17:44
Erlendur ferðamaður alvarlega slasaður eftir bílveltu Ítölsk kona liggur með alvarlega áverka á gjörgæsludeild Landspítalans eftir bílveltu í gær. 29. febrúar 2016 13:34
Ferðafólki att á kaldan klaka við Gullfoss Gríðarlegt svell er yfir öllu við Gullfoss þar sem ferðamenn á öllum aldri fikra sig varfærnislega í átt að náttúruperlunni. Lítið er gert til að draga úr hálkunni og gera leiðina greiðfærari. 11. mars 2016 07:00
Leiðsögumaður í Reynisfjöru: „Maður fær bara skammir“ "Ég var að reka alla upp ofar í fjöruna hægra megin og þá voru allt í einu allir komnir vinstra megin,“ segir Hermann Valsson. 26. febrúar 2016 15:31
Loka veginum niður að flugvélaflaki á Sólheimasandi: "Þetta er allt að fara í drullusvað“ Landeigendur hafa brugðið á það ráð að loka leiðinni frá þjóðvegi niður á Sólheimasand vegna slæmrar umgengni. 14. mars 2016 15:58