Tíu FH-ingar ekki í vandræðum með Þróttara | Sjáðu mörkin Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. mars 2016 18:50 Íslandsmeistarar FH lögðu nýliða Þróttar, 2-0, í riðli fjögur í Lengjubikar karla í fótbolta í dag en bæði mörk FH-inga komu í fyrri hálfleik. Eftir að Trausti Sigurbjörnsson, markvörður Þróttara, var búinn að halda sínum mönnum á lífi framan af leik skoraði FH loks fyrsta markið. Það gerði besti leikmaður Pepsi-deildarinnar á síðustu leiktíð, Emil Pálsson, úr vítaspyrnu á 34. mínútu leiksins. Bergsveinn Ólafsson, miðvörðurinn öflugi sem kom til FH frá Fjölni í vetur, bætti svo öðru marki FH við á 45. mínútu þegar hann skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu, 2-0. Eftir sex mínútur í seinni hálfleik fékk Guðmann Þórisson sitt annað gula spjald og þar með rautt. Spjaldið var nokkuð umdeilt og tóku FH-ingar ekki vel í dóminn eins og sjá má hér. Þrátt fyrir að vera einum fleiri tókst Þrótturum ekki að skora en FH-ingar voru nær því að bæta við. Kristján Flóki Finnbogason átti skot í innanverða stöngina og Atli Guðnason skot í slána. Lokatölur 2-0 FH-ingar á toppi riðlis fjögur með tólf stig eða fullt hús eftir fjóra leiki. Þeir eru búnir að vinna rirðilinn því Leiknir Reykjavík getur aðeins náð ellefu stigum. Þrótturum hefur gengið afleitlega á undirbúningstímabilinu. Þeir hafa ekki unnið einn af ellefu leikjum liðsins í Fótbolti.net-mótinu, Reykjavíkurmótinu né Lengjubikarnum og aðeins gert eitt jafntefli. Þróttur er búinn að skora þrjú mörk í þessum ellefu leikjum og fá á sig 25. Lengst liðu 670 mínútur á milli marka hjá liðinu og þá er það búið að tapa fyrir þremur 1. deildar liðum. Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðmann fær rautt: „Er þetta ekki eitthvað djók?“ Guðmann Þórisson fékk umdeilt rautt spjald í Lengjubikarnum á móti Þrótti og FH-ingar létu dómarana heyra það. 20. mars 2016 18:26 Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Sjá meira
Íslandsmeistarar FH lögðu nýliða Þróttar, 2-0, í riðli fjögur í Lengjubikar karla í fótbolta í dag en bæði mörk FH-inga komu í fyrri hálfleik. Eftir að Trausti Sigurbjörnsson, markvörður Þróttara, var búinn að halda sínum mönnum á lífi framan af leik skoraði FH loks fyrsta markið. Það gerði besti leikmaður Pepsi-deildarinnar á síðustu leiktíð, Emil Pálsson, úr vítaspyrnu á 34. mínútu leiksins. Bergsveinn Ólafsson, miðvörðurinn öflugi sem kom til FH frá Fjölni í vetur, bætti svo öðru marki FH við á 45. mínútu þegar hann skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu, 2-0. Eftir sex mínútur í seinni hálfleik fékk Guðmann Þórisson sitt annað gula spjald og þar með rautt. Spjaldið var nokkuð umdeilt og tóku FH-ingar ekki vel í dóminn eins og sjá má hér. Þrátt fyrir að vera einum fleiri tókst Þrótturum ekki að skora en FH-ingar voru nær því að bæta við. Kristján Flóki Finnbogason átti skot í innanverða stöngina og Atli Guðnason skot í slána. Lokatölur 2-0 FH-ingar á toppi riðlis fjögur með tólf stig eða fullt hús eftir fjóra leiki. Þeir eru búnir að vinna rirðilinn því Leiknir Reykjavík getur aðeins náð ellefu stigum. Þrótturum hefur gengið afleitlega á undirbúningstímabilinu. Þeir hafa ekki unnið einn af ellefu leikjum liðsins í Fótbolti.net-mótinu, Reykjavíkurmótinu né Lengjubikarnum og aðeins gert eitt jafntefli. Þróttur er búinn að skora þrjú mörk í þessum ellefu leikjum og fá á sig 25. Lengst liðu 670 mínútur á milli marka hjá liðinu og þá er það búið að tapa fyrir þremur 1. deildar liðum. Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðmann fær rautt: „Er þetta ekki eitthvað djók?“ Guðmann Þórisson fékk umdeilt rautt spjald í Lengjubikarnum á móti Þrótti og FH-ingar létu dómarana heyra það. 20. mars 2016 18:26 Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Sjá meira
Guðmann fær rautt: „Er þetta ekki eitthvað djók?“ Guðmann Þórisson fékk umdeilt rautt spjald í Lengjubikarnum á móti Þrótti og FH-ingar létu dómarana heyra það. 20. mars 2016 18:26