Fjölskipaður héraðsdómur taldi ekki annað hægt en að sýkna Annþór og Börk vegna mikils vafa Birgir Olgeirsson skrifar 23. mars 2016 16:26 Börkur Birgisson sést hér yfirgefa Héraðsdóm Suðurlands fyrr í vetur. Vísir Það mikill vafi lék á sekt Annþórs Kristjáns Karlssonar og Barkar Birgissonar að fjölskipaður dómur Héraðsdóms Suðurlands taldi ekki annað hægt en að sýkna þá af ákæru um að hafa valdið áverkum sem leiddu til dauða fangans Sigurðar Hólm Sigurðssonar. Sigurður fannst látinn í fangaklefa sínum á Litla Hrauni í maí árið 2012 og var dómurinn kveðinn upp gegn Annþóri og Berki fyrr í dag. Báðir neituðu Annþór og Börkur sök og könnuðust hvorugur við að hafa veitt Sigurði áverka. Engin vitni voru leidd fram í málinu sem sögðu þá hafa átt hlut í máli. Upplýst var við aðalmeðferð málsins að eitt vitnanna hefði í fyrstu staðið í þeirri trú að lyf sem hann hafði gefið Sigurði hefði orðið honum að aldurtila. Sjá dóminn hér. 9 sekúndna gluggi Þá sögðu önnur vitni frá því að umrætt vitni hefði boðið mönnum samning eða varning gegn því að bera sakir á Annþór og Börk. Þá taldi dómurinn ekki útilokað að einhver annar en Annþór eða Börkur hefðu geta veitt Sigurði þá áverka sem leiddu til dauða hans. Er þar nefndur til sögunnar í dómnum ónefndur fangi sem dvaldi þrjár sekúndur einn í klefanum með Sigurði. Samtals var hann í níu sekúndur í klefanum með Sigurði og taldi dómurinn það nóg til að ekki væri hægt að útiloka að hann hefði veitt Sigurði þennan áverka. Eftir það var Sigurður einn í klefa með ákærðu í 12 mínútur. Þá útilokaði dómurinn ekki að fall í klefanum hafi orsakað áverkann. 30 milljónir í málsvarnarlaun Embætti ríkissaksóknara fór fram á 12 ára fangelsisdóm yfir þeim Annþór og Berki en það er í skoðun hvort embættið muni áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Ríkið var dæmt til að greiða málsvarnarkostnað tvímenninganna sem nemur rúmum 30 milljónum króna. Verjendur þeirra Annþórs og Barkar sögðu við Vísi að lokinni dómsuppsögu að aldrei hefði átt að ákæra í þessu máli. Mál Annþórs og Barkar Dómsmál Tengdar fréttir Hafið yfir skynsamlegan vafa að Annþór og Börkur hafi valdið dauða Sigurðar Hólm? Rúmar fjórar vikur eru nú síðan mál ákæruvaldsins gegn þeim Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni var dómtekið í Héraðsdómi Suðurlands. 3. mars 2016 09:00 Segist ekki geta breytt því sem pabbi hennar hefur gert Dóttir íslensks síbrotamanns segist hafa þurft að líða fyrir að vera dóttir föður síns frá unga aldri. Hún telur sig hafa orðið fyrir aðkasti og fordómum, meðal annars frá lögreglu. 22. mars 2016 19:30 Annþór og Börkur sýknaðir Voru sakaðir um líkamsárás sem olli dauða Sigurðar Hólm Sigurðssonar. 23. mars 2016 15:00 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Sjá meira
Það mikill vafi lék á sekt Annþórs Kristjáns Karlssonar og Barkar Birgissonar að fjölskipaður dómur Héraðsdóms Suðurlands taldi ekki annað hægt en að sýkna þá af ákæru um að hafa valdið áverkum sem leiddu til dauða fangans Sigurðar Hólm Sigurðssonar. Sigurður fannst látinn í fangaklefa sínum á Litla Hrauni í maí árið 2012 og var dómurinn kveðinn upp gegn Annþóri og Berki fyrr í dag. Báðir neituðu Annþór og Börkur sök og könnuðust hvorugur við að hafa veitt Sigurði áverka. Engin vitni voru leidd fram í málinu sem sögðu þá hafa átt hlut í máli. Upplýst var við aðalmeðferð málsins að eitt vitnanna hefði í fyrstu staðið í þeirri trú að lyf sem hann hafði gefið Sigurði hefði orðið honum að aldurtila. Sjá dóminn hér. 9 sekúndna gluggi Þá sögðu önnur vitni frá því að umrætt vitni hefði boðið mönnum samning eða varning gegn því að bera sakir á Annþór og Börk. Þá taldi dómurinn ekki útilokað að einhver annar en Annþór eða Börkur hefðu geta veitt Sigurði þá áverka sem leiddu til dauða hans. Er þar nefndur til sögunnar í dómnum ónefndur fangi sem dvaldi þrjár sekúndur einn í klefanum með Sigurði. Samtals var hann í níu sekúndur í klefanum með Sigurði og taldi dómurinn það nóg til að ekki væri hægt að útiloka að hann hefði veitt Sigurði þennan áverka. Eftir það var Sigurður einn í klefa með ákærðu í 12 mínútur. Þá útilokaði dómurinn ekki að fall í klefanum hafi orsakað áverkann. 30 milljónir í málsvarnarlaun Embætti ríkissaksóknara fór fram á 12 ára fangelsisdóm yfir þeim Annþór og Berki en það er í skoðun hvort embættið muni áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Ríkið var dæmt til að greiða málsvarnarkostnað tvímenninganna sem nemur rúmum 30 milljónum króna. Verjendur þeirra Annþórs og Barkar sögðu við Vísi að lokinni dómsuppsögu að aldrei hefði átt að ákæra í þessu máli.
Mál Annþórs og Barkar Dómsmál Tengdar fréttir Hafið yfir skynsamlegan vafa að Annþór og Börkur hafi valdið dauða Sigurðar Hólm? Rúmar fjórar vikur eru nú síðan mál ákæruvaldsins gegn þeim Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni var dómtekið í Héraðsdómi Suðurlands. 3. mars 2016 09:00 Segist ekki geta breytt því sem pabbi hennar hefur gert Dóttir íslensks síbrotamanns segist hafa þurft að líða fyrir að vera dóttir föður síns frá unga aldri. Hún telur sig hafa orðið fyrir aðkasti og fordómum, meðal annars frá lögreglu. 22. mars 2016 19:30 Annþór og Börkur sýknaðir Voru sakaðir um líkamsárás sem olli dauða Sigurðar Hólm Sigurðssonar. 23. mars 2016 15:00 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Sjá meira
Hafið yfir skynsamlegan vafa að Annþór og Börkur hafi valdið dauða Sigurðar Hólm? Rúmar fjórar vikur eru nú síðan mál ákæruvaldsins gegn þeim Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni var dómtekið í Héraðsdómi Suðurlands. 3. mars 2016 09:00
Segist ekki geta breytt því sem pabbi hennar hefur gert Dóttir íslensks síbrotamanns segist hafa þurft að líða fyrir að vera dóttir föður síns frá unga aldri. Hún telur sig hafa orðið fyrir aðkasti og fordómum, meðal annars frá lögreglu. 22. mars 2016 19:30
Annþór og Börkur sýknaðir Voru sakaðir um líkamsárás sem olli dauða Sigurðar Hólm Sigurðssonar. 23. mars 2016 15:00