Um brotthvarf Jóns Sigmundssonar af Laugavegi Björn Teitsson skrifar 10. mars 2016 19:50 Nokkrir punktar um brotthvarf Jóns Sigmundssonar af Laugavegi og frétt á RÚV - Fréttir þar sem verslunareigandi fékk óáreittur að segja að verslun hafi verið á undanhaldi vegna lokunar (sem ætti auðvitað að kallast „opnunar“) Laugavegs á sumrin. Það er nákvæmlega EKKERT sem styður þessa fullyrðingu. Þvert á móti: 1. Flest bendir til þess að verslun blómstri þessar vikur sem lokað er fyrir bílaumferð, nema einmitt frá Snorrabraut til Vatnsstígs, þar sem bílaumferð er enn, óskiljanlega, leyfð. Þetta kom vel fram í verkefni sem Borghildur vann um Laugaveginn. 2. Það virðist vera einkennandi fyrir þá fáu verslunareigendur sem kvarta undan lokun f bílaumferð, að líta aldrei í eigin barm. Þetta eru verslanir sem notast til að mynda ekkert, þá meina ég EKKERT, við nútímamarkaðsfræði, notast ekki við samfélagsmiðla, notast ekki einu sinni við internetið! Ekki í markaðssetningu, kynningu og ekki í verslun. Það gengur einfaldlega ekki í nútímaverslun og kemur bílum ekkert við. 3. Aðgengi fyrir akandi fólk í miðbænum breytist ekkert við lokun f bílaumferð á Laugavegi. Þar eru bílastæði teljandi á fingrum annarrar handar, hvort sem um er að ræða sumar eða vetur. Aðgangur að bílastæðahúsum er sá sami, allt árið um kring. Þar eru ALLTAF laus stæði, og hægt er að sjá hvar eru laus stæði í rauntíma á heimasíðu bílastæðasjóðs. 4. Það þarf engan stjarneðlisfræðing til að átta sig á því að fólk sem er inni í bíl, getur ekki komist inn í verslun. Það skemmir fyrir verslun, að fólk sé inni í bíl. Það greiðir hins vegar fyrir verslun, að fólk sé gangandi og fylli miðbæinn. 5. Fjöldi fólks, ég þar með talinn, hef kosið að versla ekki við verslunareigendur sem eru viljandi að standa í vegi fyrir betra borgarlífi. Ég myndi hiklaust mæla með því við aðra verslunareigendur að standa frekar með fólki, frekar en að standa með einkabílnum. Trúið mér, þið eigið eftir að græða á því. 6. Eigendur Jóns Sigmundssonar tóku að lokum ákvörðun um að selja sína fasteign og koma þar með út úr öllu saman með milljónir í hagnað ef allt er eðlilegt. Það er varla hægt að kvarta yfir því. Það er eflaust hægt að telja upp fleiri atriði en læt þetta duga í bili. Og í alvöru RÚV, hættið að láta Björn Jón Bragason pródúsera fréttir fyrir ykkur gagnrýnislaust. Það er mjöööög vandræðalegt.Greinin birtist fyrst á Facebook-síðu Björns sem gaf Vísi leyfi til að birta hana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Teitsson Tengdar fréttir „Þetta verður engin lundabúð” Skartgripaverslun Jóns Sigmundssonar flytur af Laugaveginum eftir rúmlega hundrað ára verslunarrekstur. 10. mars 2016 19:40 Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Nokkrir punktar um brotthvarf Jóns Sigmundssonar af Laugavegi og frétt á RÚV - Fréttir þar sem verslunareigandi fékk óáreittur að segja að verslun hafi verið á undanhaldi vegna lokunar (sem ætti auðvitað að kallast „opnunar“) Laugavegs á sumrin. Það er nákvæmlega EKKERT sem styður þessa fullyrðingu. Þvert á móti: 1. Flest bendir til þess að verslun blómstri þessar vikur sem lokað er fyrir bílaumferð, nema einmitt frá Snorrabraut til Vatnsstígs, þar sem bílaumferð er enn, óskiljanlega, leyfð. Þetta kom vel fram í verkefni sem Borghildur vann um Laugaveginn. 2. Það virðist vera einkennandi fyrir þá fáu verslunareigendur sem kvarta undan lokun f bílaumferð, að líta aldrei í eigin barm. Þetta eru verslanir sem notast til að mynda ekkert, þá meina ég EKKERT, við nútímamarkaðsfræði, notast ekki við samfélagsmiðla, notast ekki einu sinni við internetið! Ekki í markaðssetningu, kynningu og ekki í verslun. Það gengur einfaldlega ekki í nútímaverslun og kemur bílum ekkert við. 3. Aðgengi fyrir akandi fólk í miðbænum breytist ekkert við lokun f bílaumferð á Laugavegi. Þar eru bílastæði teljandi á fingrum annarrar handar, hvort sem um er að ræða sumar eða vetur. Aðgangur að bílastæðahúsum er sá sami, allt árið um kring. Þar eru ALLTAF laus stæði, og hægt er að sjá hvar eru laus stæði í rauntíma á heimasíðu bílastæðasjóðs. 4. Það þarf engan stjarneðlisfræðing til að átta sig á því að fólk sem er inni í bíl, getur ekki komist inn í verslun. Það skemmir fyrir verslun, að fólk sé inni í bíl. Það greiðir hins vegar fyrir verslun, að fólk sé gangandi og fylli miðbæinn. 5. Fjöldi fólks, ég þar með talinn, hef kosið að versla ekki við verslunareigendur sem eru viljandi að standa í vegi fyrir betra borgarlífi. Ég myndi hiklaust mæla með því við aðra verslunareigendur að standa frekar með fólki, frekar en að standa með einkabílnum. Trúið mér, þið eigið eftir að græða á því. 6. Eigendur Jóns Sigmundssonar tóku að lokum ákvörðun um að selja sína fasteign og koma þar með út úr öllu saman með milljónir í hagnað ef allt er eðlilegt. Það er varla hægt að kvarta yfir því. Það er eflaust hægt að telja upp fleiri atriði en læt þetta duga í bili. Og í alvöru RÚV, hættið að láta Björn Jón Bragason pródúsera fréttir fyrir ykkur gagnrýnislaust. Það er mjöööög vandræðalegt.Greinin birtist fyrst á Facebook-síðu Björns sem gaf Vísi leyfi til að birta hana.
„Þetta verður engin lundabúð” Skartgripaverslun Jóns Sigmundssonar flytur af Laugaveginum eftir rúmlega hundrað ára verslunarrekstur. 10. mars 2016 19:40
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar