Déjà vu í ríkisbanka Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 16. mars 2016 23:00 Það þarf ekki að fara mörgum orðum um sölu Landsbankans – ríkisbankans á Borgun. Bankinn ákvað að selja hlut sinn í lokuðu ferli í stað opins eins og eðlilegast hefði verið að gera. Rök stjórnenda ríkisbankans fyrir verklaginu eru ófullnægjandi að mati Bankasýslunnar – halda ekki vatni eins og einhver sagði. Framganga ríkisbankans hefur sannfært mig um nauðsyn þess að setja í lög eða reglur að öll fyrirtæki, allar eignir ríkisins, ríkisstofnana og ríkisfyrirtækja skuli selja fyrir opnum tjöldum þar sem allir standa jafnfætis. Vissulega geta komið upp aðstæður þar sem það er réttlætanlegt að beita öðrum aðferðum, en það er undantekning, ekki meginregla. Fyrir undirritaðan er Borgunar-salan því miður endurtekið efni – déjà vu. Árið 2010 fór ríkisbankinn fram með svipuðum hætti þegar hann seldi Vestia-fyrirtækin. Bankasýslan fer með eignarhlut ríkisins í ríkisbankanum og í lögum segir meðal annars: „Bankasýsla ríkisins fer með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum, í samræmi við lög, góða stjórnsýslu- og viðskiptahætti og eigendastefnu ríkisins á hverjum tíma?…“ Þar segir líka að tryggja beri gagnsæi í allri ákvarðanatöku varðandi þátttöku ríkisins í fjármálastarfsemi og að tryggja eigi virka upplýsingamiðlun til almennings. Bankasýslan á einnig að hafa eftirlit með eigendastefnu. Í eigendastefnu segir: „Fjármálafyrirtæki skulu koma sér upp innri verkferlum um lykilþætti í starfsemi sinni, svo sem endurskipulagningu skuldsettra fyrirtækja, úrlausn skuldavanda einstaklinga, sölu eigna o.fl. Mikilvægt er að slíkir ferlar séu skilvirkir og gagnsæir og birtir á heimasíðum fyrirtækjanna.“ Skýrara verður það ekki en hvernig er framkvæmdin á sölu fyrirtækja í eigu bankans? Í bréfi Landsbankans til Bankasýslunnar vegna Borgunarmálsins er upplýst að opið söluferli er ekki regla þegar fyrirtæki í eigu bankans eru seld. Spurningin sem kemur upp í huga flestra er hvernig getur þetta gerst? Hvar er eftirlitið? Svarið er að við erum með mikið eftirlit og í hlut á ríkisbanki. Við erum með eitt umfangsmesta fjármálaeftirlit á byggðu bóli, sérstaka stofnun um eignarhlut ríkisins og markaða eigendastefnu ríkisins. Strangar reglur um fjármálafyrirtæki, sérstök próf fyrir þá einstaklinga sem sitja í bankaráðum, sérstök valnefnd velur ráðsmenn þannig að stjórnmálamenn koma hvergi nærri. Og af hverju er þá svona erfitt að fara eftir lögum og eðlilegum verklagsreglum? Af hverju er ekki selt í opnu ferli og tryggt að allir sitji við sama borð? Mér hefur gengið illa að fá svör við þessum spurningum. Déjà vu! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Þór Þórðarson Mest lesið Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Skoðun Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Það þarf ekki að fara mörgum orðum um sölu Landsbankans – ríkisbankans á Borgun. Bankinn ákvað að selja hlut sinn í lokuðu ferli í stað opins eins og eðlilegast hefði verið að gera. Rök stjórnenda ríkisbankans fyrir verklaginu eru ófullnægjandi að mati Bankasýslunnar – halda ekki vatni eins og einhver sagði. Framganga ríkisbankans hefur sannfært mig um nauðsyn þess að setja í lög eða reglur að öll fyrirtæki, allar eignir ríkisins, ríkisstofnana og ríkisfyrirtækja skuli selja fyrir opnum tjöldum þar sem allir standa jafnfætis. Vissulega geta komið upp aðstæður þar sem það er réttlætanlegt að beita öðrum aðferðum, en það er undantekning, ekki meginregla. Fyrir undirritaðan er Borgunar-salan því miður endurtekið efni – déjà vu. Árið 2010 fór ríkisbankinn fram með svipuðum hætti þegar hann seldi Vestia-fyrirtækin. Bankasýslan fer með eignarhlut ríkisins í ríkisbankanum og í lögum segir meðal annars: „Bankasýsla ríkisins fer með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum, í samræmi við lög, góða stjórnsýslu- og viðskiptahætti og eigendastefnu ríkisins á hverjum tíma?…“ Þar segir líka að tryggja beri gagnsæi í allri ákvarðanatöku varðandi þátttöku ríkisins í fjármálastarfsemi og að tryggja eigi virka upplýsingamiðlun til almennings. Bankasýslan á einnig að hafa eftirlit með eigendastefnu. Í eigendastefnu segir: „Fjármálafyrirtæki skulu koma sér upp innri verkferlum um lykilþætti í starfsemi sinni, svo sem endurskipulagningu skuldsettra fyrirtækja, úrlausn skuldavanda einstaklinga, sölu eigna o.fl. Mikilvægt er að slíkir ferlar séu skilvirkir og gagnsæir og birtir á heimasíðum fyrirtækjanna.“ Skýrara verður það ekki en hvernig er framkvæmdin á sölu fyrirtækja í eigu bankans? Í bréfi Landsbankans til Bankasýslunnar vegna Borgunarmálsins er upplýst að opið söluferli er ekki regla þegar fyrirtæki í eigu bankans eru seld. Spurningin sem kemur upp í huga flestra er hvernig getur þetta gerst? Hvar er eftirlitið? Svarið er að við erum með mikið eftirlit og í hlut á ríkisbanki. Við erum með eitt umfangsmesta fjármálaeftirlit á byggðu bóli, sérstaka stofnun um eignarhlut ríkisins og markaða eigendastefnu ríkisins. Strangar reglur um fjármálafyrirtæki, sérstök próf fyrir þá einstaklinga sem sitja í bankaráðum, sérstök valnefnd velur ráðsmenn þannig að stjórnmálamenn koma hvergi nærri. Og af hverju er þá svona erfitt að fara eftir lögum og eðlilegum verklagsreglum? Af hverju er ekki selt í opnu ferli og tryggt að allir sitji við sama borð? Mér hefur gengið illa að fá svör við þessum spurningum. Déjà vu!
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun