Játaði manndráp af gáleysi í Öræfaveit og gert að borga lögreglurannsóknina Garðar Örn Úlfarsson skrifar 17. mars 2016 07:00 Brúin yfir Hólá í Öræfasveit er einbreið eins og svo margar brýr á Íslandi. Mynd/Google Maps „Mál umbjóðanda míns er að mínu mati birtingarmynd af vaxtarverkjum íslenskrar ferðaþjónustu,“ segir Eva B. Helgadóttir, lögmaður kínversks manns sem dæmdur var í gær fyrir manndráp af gáleysi eftir árekstur á einbreiðri brú. Áreksturinn varð í Öræfasveit á annan dag jóla 2015. Japanskur ökumaður lést í slysinu. Kínverskur maður, 28 ára gamall, var fljótlega settur í farbann af Héraðsdómi Suðurlands að kröfu lögreglustjórans á Suðurlandi sem taldi hann hafa ekið of hratt. Tveimur dögum eftir að Hæstiréttur staðfesti farbannið sneri hann við blaðinu og játaði. „Það má segja að hann hafi verið í þvingaðri stöðu til þess að játa til þess að geta komist heim til sín,“ segir Eva B. Helgadóttir um þróun málsins. Maðurinn hafi átt töluverða hagsmuni undir því að geta farið heim til sín til London, eins og lögmaðurinn hefur áður rakið í Fréttablaðinu. „Búsetu og dvalarleyfi hans er háð lágmarksviðveru hans þar. Ef hann hefði ekki komist heim fyrir mánaðamót þá hefði hann verið að setja aflahæfi sitt, það er fyrirtæki sitt, og heimili í uppnám,“ segir Eva. Samkvæmt ákærunni sem maðurinn játaði ók hann of hratt í snjó og krapi og án nægjanlegrar aðgæslu þannig að hann hafði ekki fulla stjórn á bílnum er honum var ekið framan á bíl sem var nær kominn yfir einbreiða brú úr gagnstæðri átt. Var maðurinn dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og sviptur ökuréttindum í tíu mánuði. Þá var hann dæmdur til að borga lögreglunni á Suðurlandi tæpar 3,6 milljónir króna í kostnað við rannsóknina og lögmanni sínum 1,2 milljónir í málsvarnarlaun. Aðspurð um hinn háa kostnað vegna rannsóknarinnar kveðst Eva hafa við rekstur málsins vísað til hæstaréttardóms frá því í desember síðastliðnum. „Þar var líka um að ræða mjög umfangsmiklar rannsóknir á ökutækjum en sakarkostnaðurinn felldur niður vegna þess að málið hefði verið ákærða mjög þungbært,“ svarar Eva. Ökumaðurinn fór úr landi á laugardaginn var. Eins og segir í upphafi telur Eva að draga eigi lærdóm af máli hans varðandi ferðaþjónustuna í landi. Innviðir á borð við vegakerfið og merkingar á þjóðvegi 1 sem og regluverk hafi ekki verið aðlagað þeirri fjölgun ferðamanna sem hingað streyma. „Þetta mál er umhugsunarvert í því ljósi að samkvæmt fréttum síðast í gær [á þriðjudag] er mikil aukning í því að ferðamenn séu að slasast alvarlega eða látast hér í umferðinni. Réttarstaða þessara ferðamanna sem lenda í svona slysum er ekki endilega sæmandi,“ segir Eva B. Helgadóttir.Mynd/GoogleMaps Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
„Mál umbjóðanda míns er að mínu mati birtingarmynd af vaxtarverkjum íslenskrar ferðaþjónustu,“ segir Eva B. Helgadóttir, lögmaður kínversks manns sem dæmdur var í gær fyrir manndráp af gáleysi eftir árekstur á einbreiðri brú. Áreksturinn varð í Öræfasveit á annan dag jóla 2015. Japanskur ökumaður lést í slysinu. Kínverskur maður, 28 ára gamall, var fljótlega settur í farbann af Héraðsdómi Suðurlands að kröfu lögreglustjórans á Suðurlandi sem taldi hann hafa ekið of hratt. Tveimur dögum eftir að Hæstiréttur staðfesti farbannið sneri hann við blaðinu og játaði. „Það má segja að hann hafi verið í þvingaðri stöðu til þess að játa til þess að geta komist heim til sín,“ segir Eva B. Helgadóttir um þróun málsins. Maðurinn hafi átt töluverða hagsmuni undir því að geta farið heim til sín til London, eins og lögmaðurinn hefur áður rakið í Fréttablaðinu. „Búsetu og dvalarleyfi hans er háð lágmarksviðveru hans þar. Ef hann hefði ekki komist heim fyrir mánaðamót þá hefði hann verið að setja aflahæfi sitt, það er fyrirtæki sitt, og heimili í uppnám,“ segir Eva. Samkvæmt ákærunni sem maðurinn játaði ók hann of hratt í snjó og krapi og án nægjanlegrar aðgæslu þannig að hann hafði ekki fulla stjórn á bílnum er honum var ekið framan á bíl sem var nær kominn yfir einbreiða brú úr gagnstæðri átt. Var maðurinn dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og sviptur ökuréttindum í tíu mánuði. Þá var hann dæmdur til að borga lögreglunni á Suðurlandi tæpar 3,6 milljónir króna í kostnað við rannsóknina og lögmanni sínum 1,2 milljónir í málsvarnarlaun. Aðspurð um hinn háa kostnað vegna rannsóknarinnar kveðst Eva hafa við rekstur málsins vísað til hæstaréttardóms frá því í desember síðastliðnum. „Þar var líka um að ræða mjög umfangsmiklar rannsóknir á ökutækjum en sakarkostnaðurinn felldur niður vegna þess að málið hefði verið ákærða mjög þungbært,“ svarar Eva. Ökumaðurinn fór úr landi á laugardaginn var. Eins og segir í upphafi telur Eva að draga eigi lærdóm af máli hans varðandi ferðaþjónustuna í landi. Innviðir á borð við vegakerfið og merkingar á þjóðvegi 1 sem og regluverk hafi ekki verið aðlagað þeirri fjölgun ferðamanna sem hingað streyma. „Þetta mál er umhugsunarvert í því ljósi að samkvæmt fréttum síðast í gær [á þriðjudag] er mikil aukning í því að ferðamenn séu að slasast alvarlega eða látast hér í umferðinni. Réttarstaða þessara ferðamanna sem lenda í svona slysum er ekki endilega sæmandi,“ segir Eva B. Helgadóttir.Mynd/GoogleMaps
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira