Þjálfari Brasilíu vill frekar að Neymar spili á ÓL í Ríó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2016 14:30 Neymar er mikivægur brasilíska landsliðinu. Vísir/Getty Dunga, þjálfari brasilíska fótboltalandsliðsins, vill frekar að besti knattspyrnumaður brasilísku þjóðarinnar spili á Ólympíuleikunum en í Ameríkukeppninni í sumar. Þetta er stórt knattspyrnuár fyrir Brasilíumenn þrátt fyrir að Ameríkukeppnin hafi farið fram í fyrra og heimsmeistarakeppnin fari ekki fram fyrr en eftir tvö ár. Ástæðan er að í sumar mun fara fram bæði hundrað ára afmælismót Ameríkukeppninnar í júní og Ólympíuleikarnir í Ríó í ágúst. Dunga er mættur til Spánar til að ræða sumarið við hinn 24 ára gamla Neymar en forráðamenn brasilíska sambandsins vilja að allir aðilar komist að samkomulagi og að sátt verði í þessum máli. „Ef ég þarf að velja á milli Ameríkukeppninnar og Ólympíuleikanna þá vil ég frekar sjá Neymar á Ólympíuleikunum," sagði Dunga í viðtali við brasilísku sjónvarpsstöðina Esporte Interativo. „Það er erfitt að velja á milli en ég tel að það sé mikilvægara að hann hjálpi Brasilíu að vinna einu gullmedalíuna sem þjóðin hefur ekki unnið í alþjóðafótboltanum auk þess að við erum að spila á heimavelli," sagði Dunga. Brasilíumenn unnu silfur á síðustu Ólympíuleikum eftir tap á móti Mexíkó í úrslitaleik. Brasilía varð einnig að sætta sig við silfurverðlaun á leikunum í Seoul 1988 og í Los Angeles 1984. Liðið vann brons á leikunum í Peking 2008 og hefur því verið á palli á síðustu tveimur leikum. „Við þurfum að tala við Barcelona, við liðið og við Neymar til þess að finna út hvað sé best í stöðunni," sagði Dunga. Neymar hefur talað um það sjálfur að hann vilji spila í báðum keppnum en Barcelona gefur væntanlega bara grænt ljós á annað mótið. Fótbolti Ólympíuleikar 2016 í Ríó Spænski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Í beinni: Fram - Stjarnan | Baráttan um fjórða sætið Katla kynnt til leiks í Flórens Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Sjá meira
Dunga, þjálfari brasilíska fótboltalandsliðsins, vill frekar að besti knattspyrnumaður brasilísku þjóðarinnar spili á Ólympíuleikunum en í Ameríkukeppninni í sumar. Þetta er stórt knattspyrnuár fyrir Brasilíumenn þrátt fyrir að Ameríkukeppnin hafi farið fram í fyrra og heimsmeistarakeppnin fari ekki fram fyrr en eftir tvö ár. Ástæðan er að í sumar mun fara fram bæði hundrað ára afmælismót Ameríkukeppninnar í júní og Ólympíuleikarnir í Ríó í ágúst. Dunga er mættur til Spánar til að ræða sumarið við hinn 24 ára gamla Neymar en forráðamenn brasilíska sambandsins vilja að allir aðilar komist að samkomulagi og að sátt verði í þessum máli. „Ef ég þarf að velja á milli Ameríkukeppninnar og Ólympíuleikanna þá vil ég frekar sjá Neymar á Ólympíuleikunum," sagði Dunga í viðtali við brasilísku sjónvarpsstöðina Esporte Interativo. „Það er erfitt að velja á milli en ég tel að það sé mikilvægara að hann hjálpi Brasilíu að vinna einu gullmedalíuna sem þjóðin hefur ekki unnið í alþjóðafótboltanum auk þess að við erum að spila á heimavelli," sagði Dunga. Brasilíumenn unnu silfur á síðustu Ólympíuleikum eftir tap á móti Mexíkó í úrslitaleik. Brasilía varð einnig að sætta sig við silfurverðlaun á leikunum í Seoul 1988 og í Los Angeles 1984. Liðið vann brons á leikunum í Peking 2008 og hefur því verið á palli á síðustu tveimur leikum. „Við þurfum að tala við Barcelona, við liðið og við Neymar til þess að finna út hvað sé best í stöðunni," sagði Dunga. Neymar hefur talað um það sjálfur að hann vilji spila í báðum keppnum en Barcelona gefur væntanlega bara grænt ljós á annað mótið.
Fótbolti Ólympíuleikar 2016 í Ríó Spænski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Í beinni: Fram - Stjarnan | Baráttan um fjórða sætið Katla kynnt til leiks í Flórens Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Sjá meira