Hrelliklám gríðarstórt vandamál hér á landi Atli Ísleifsson skrifar 9. mars 2016 22:00 Ný rannsókn bendir til þess að svokallað hrelliklám - það er þegar myndir sem sýna nekt eru settar í dreifingu án samþykkis þess sem er á myndinni - sé orðið gríðarstórt vandamál hér á landi. Rannsóknin var gerð á íslensku vefsvæði þar sem nafnlausir notendur skiptast á myndum, aðallega af ungum íslenskum stúlkum. Mikill meirihluti stúlknanna virðist vera undir lögaldri og sú yngsta sem var aldursgreind var þrettán ára. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir ræddi við Hildi Friðriksdóttur, meistaranema í félagsvísindum sem gerði rannsóknina, í Íslandi í dag fyrr í kvöld. Hildur segir nauðsynlegt að farið verði að líta á hrelliklám sem alvarlegt kynferðisbrot. Hildur segir að það sem hafi vakið fyrir henni með gerð rannsóknarinnar hafi verið að afla upplýsinga um umfang hrellikláms og hverjar væru helstu birtingarmyndir þess. „Þá fannst mér mesta lógíkin að fara beint í það að skoða hvað væri raunverulega í umferð. Ég held að sem betur fer hafi orðið hér vitundarvakning um þetta sem samfélagslegt mein sem við þurfum að takast á við. Að sama skapi höfum við kannski ekki áttað okkur almennilega á hvað við erum raunverulega að fást við.“ Hildur segir að upphaflega hafi hún ætlað sér að ná utan um allt hrelliklám hér á landi en hafi fljótlega áttað sig á því að það væri ekki raunhæft. „Það er bara það mikið efni í umferð, því miður, að það er ógerningur að ætla sér að ná utan um það allt saman,“ segir Hildur sem ákvað í kjölfarið að afmarka sig við eitt vefsvæði. Sjá má innslagið í heild sinni í spilaranum að ofan. Tengdar fréttir Strákar líklegri til að senda nektarmyndir af sér en stelpur Strákar eru líklegri til að senda öðrum nektarmyndir af sér en stelpur að því er fram kemur í nýrri skýrslu um hrelliklám hér á landi. Afleiðingarnar eru aftur á móti yfirleitt meiri og alvarlegri fyrir stelpurnar. 5. febrúar 2016 20:15 Þúsundir nektarmynda af íslenskum stúlkum í dreifingu Ný íslensk rannsókn bendir til þess að svokölluð chan-síða, sem er vettvangur fyrir dreifingu hrellikláms, sé aðeins toppurinn á ísjakanum. Þrjátíu prósent af efni á síðunni eru nektarmyndir af ungum stelpum, megninu undir lögaldri. 2. mars 2016 07:00 Dómar falla þótt lög skorti um hrelliklám Óleyfileg kynferðisleg myndbirting er daglegt brauð á internetinu. Fórnarlömb skammast sín oft of mikið til að kæra. Alþingi er langt á eftir tækninni í lögfestingu refsinga. Stundum liggur skemmtun eða gróðavon að baki hrellikláminu. 10. febrúar 2016 06:00 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Ný rannsókn bendir til þess að svokallað hrelliklám - það er þegar myndir sem sýna nekt eru settar í dreifingu án samþykkis þess sem er á myndinni - sé orðið gríðarstórt vandamál hér á landi. Rannsóknin var gerð á íslensku vefsvæði þar sem nafnlausir notendur skiptast á myndum, aðallega af ungum íslenskum stúlkum. Mikill meirihluti stúlknanna virðist vera undir lögaldri og sú yngsta sem var aldursgreind var þrettán ára. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir ræddi við Hildi Friðriksdóttur, meistaranema í félagsvísindum sem gerði rannsóknina, í Íslandi í dag fyrr í kvöld. Hildur segir nauðsynlegt að farið verði að líta á hrelliklám sem alvarlegt kynferðisbrot. Hildur segir að það sem hafi vakið fyrir henni með gerð rannsóknarinnar hafi verið að afla upplýsinga um umfang hrellikláms og hverjar væru helstu birtingarmyndir þess. „Þá fannst mér mesta lógíkin að fara beint í það að skoða hvað væri raunverulega í umferð. Ég held að sem betur fer hafi orðið hér vitundarvakning um þetta sem samfélagslegt mein sem við þurfum að takast á við. Að sama skapi höfum við kannski ekki áttað okkur almennilega á hvað við erum raunverulega að fást við.“ Hildur segir að upphaflega hafi hún ætlað sér að ná utan um allt hrelliklám hér á landi en hafi fljótlega áttað sig á því að það væri ekki raunhæft. „Það er bara það mikið efni í umferð, því miður, að það er ógerningur að ætla sér að ná utan um það allt saman,“ segir Hildur sem ákvað í kjölfarið að afmarka sig við eitt vefsvæði. Sjá má innslagið í heild sinni í spilaranum að ofan.
Tengdar fréttir Strákar líklegri til að senda nektarmyndir af sér en stelpur Strákar eru líklegri til að senda öðrum nektarmyndir af sér en stelpur að því er fram kemur í nýrri skýrslu um hrelliklám hér á landi. Afleiðingarnar eru aftur á móti yfirleitt meiri og alvarlegri fyrir stelpurnar. 5. febrúar 2016 20:15 Þúsundir nektarmynda af íslenskum stúlkum í dreifingu Ný íslensk rannsókn bendir til þess að svokölluð chan-síða, sem er vettvangur fyrir dreifingu hrellikláms, sé aðeins toppurinn á ísjakanum. Þrjátíu prósent af efni á síðunni eru nektarmyndir af ungum stelpum, megninu undir lögaldri. 2. mars 2016 07:00 Dómar falla þótt lög skorti um hrelliklám Óleyfileg kynferðisleg myndbirting er daglegt brauð á internetinu. Fórnarlömb skammast sín oft of mikið til að kæra. Alþingi er langt á eftir tækninni í lögfestingu refsinga. Stundum liggur skemmtun eða gróðavon að baki hrellikláminu. 10. febrúar 2016 06:00 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Strákar líklegri til að senda nektarmyndir af sér en stelpur Strákar eru líklegri til að senda öðrum nektarmyndir af sér en stelpur að því er fram kemur í nýrri skýrslu um hrelliklám hér á landi. Afleiðingarnar eru aftur á móti yfirleitt meiri og alvarlegri fyrir stelpurnar. 5. febrúar 2016 20:15
Þúsundir nektarmynda af íslenskum stúlkum í dreifingu Ný íslensk rannsókn bendir til þess að svokölluð chan-síða, sem er vettvangur fyrir dreifingu hrellikláms, sé aðeins toppurinn á ísjakanum. Þrjátíu prósent af efni á síðunni eru nektarmyndir af ungum stelpum, megninu undir lögaldri. 2. mars 2016 07:00
Dómar falla þótt lög skorti um hrelliklám Óleyfileg kynferðisleg myndbirting er daglegt brauð á internetinu. Fórnarlömb skammast sín oft of mikið til að kæra. Alþingi er langt á eftir tækninni í lögfestingu refsinga. Stundum liggur skemmtun eða gróðavon að baki hrellikláminu. 10. febrúar 2016 06:00