Komin upp á svið eftir útskrift Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 24. febrúar 2016 09:45 Æfingar standa nú yfir á sýningunni Gripahúsið, sem er nýtt íslenskt leikverk eftir Bjartmar Þórðarson. Vísir/Vilhelm „Fram undan hjá mér eru virkilega skemmtileg verkefni, ég er að bæði að vinna að stuttmynd og heimildarmynd. Þær fjalla báðar um lífsreynslusögur bróður míns. Hann er með geðklofa og ég hef verið að taka viðtöl við hann og fylgjast með honum í veikindum hans. Ég hlakka mikið til að klára heimildarmyndina og sjá hvað ég get gert með efnið. Ég stefni á að fara með báðar myndirnar á kvikmyndahátíðir og vonast eftir að fá góð viðbrögð,“ segir Albert Halldórsson, nýútskrifaður leikari, sem er um þessar myndir að æfa nýtt leikverk eftir Bjartmar Þórðarson, Gripahúsið, sem frumsýnt verður næstkomandi föstudag. „Ég er mjög spenntur, þetta er búið að vera sérstaklega skemmtilegt ferli og gaman að vera kominn upp á svið eftir útskrift. Þetta er fyrsta hlutverkið mitt í atvinnuleikhúsi,“ segir Albert fullur tilhlökkunar.Albert Halldórsson, nýútskrifaður leikari, hefur í nógu að snúast um þessar mundir. Vísir/Vilhelm Gripahúsið er nýtt íslenskt leikverk eftir Bjartmar Þórðarson. Verkið er unnið frá upphafi til enda í Tjarnarbíói en Bjartmar skrifaði verkið í rithöfundavinnustofu sem Tjarnarbíó býður upp á fyrir sviðshöfunda. Bjartmar sér einnig um að leikstýra sýningunni en meðal leikstjórnarverkefna Bjartmars má nefna Hundalógík í Þjóðleikhúskjallaranum, Glerlaufin á norðurpólnum og Mr. Kolpert í Greenwich Playhouse, London. „Þetta er fyrsta leikverk Bjartmars sem sett er upp í atvinnuleikhúsi og það er frábært að vinna með honum. Hann á að baki langan feril sem leikstjóri, leikari og dramatúrg. Ég er virkilega spenntur fyrir að takast á við hlutverkið. Það er frábært tækifæri fyrir mig að fá að taka þátt í þessari sýningu,“ segir Albert. Gripahúsið er svört kómedía og samfélagsrýni sem fjallar um þá hringrás staurblindrar bjartsýni og hruns sem við sjáum birtast í þjóðfélaginu trekk í trekk. Verkið fjallar um einstæðu móðurina Védísi og þrjú uppkomin börn hennar sem hírast í fátækt á leigubýli lengst uppi á heiði. Þrátt fyrir að allt gangi á afturfótunum þá eru þau samt full af bjartsýni um betri tíma og í sífelldri leit að skyndilausnum til þess að finna hamingjuna. „Ég leik Sírni, mjög meðvirkan ungan mann sem býr með fjölskyldunni sinni út á landi, hann er á einhverfurófi og hefur alls ekki fengið það uppeldi sem hann hefði þurft á að halda. Hann er í því að hjálpa móður sinni við að halda öllum góðum í því ástandi sem fjölskyldan býr við,“ segir Albert aðspurður um hans hlutverk í sýningunni. Ásamt Alberti fara þau Bryndís Petra Bragadóttir, Sigríður Björk Baldursdóttir og Sveinn Óskar Ásbjörnsson með aðalhlutverk í sýningunni. „Þetta er góður og skemmtilegur hópur og mjög gaman að vinna með þeim,“ segir Albert jákvæður í bragði. Menning Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Fram undan hjá mér eru virkilega skemmtileg verkefni, ég er að bæði að vinna að stuttmynd og heimildarmynd. Þær fjalla báðar um lífsreynslusögur bróður míns. Hann er með geðklofa og ég hef verið að taka viðtöl við hann og fylgjast með honum í veikindum hans. Ég hlakka mikið til að klára heimildarmyndina og sjá hvað ég get gert með efnið. Ég stefni á að fara með báðar myndirnar á kvikmyndahátíðir og vonast eftir að fá góð viðbrögð,“ segir Albert Halldórsson, nýútskrifaður leikari, sem er um þessar myndir að æfa nýtt leikverk eftir Bjartmar Þórðarson, Gripahúsið, sem frumsýnt verður næstkomandi föstudag. „Ég er mjög spenntur, þetta er búið að vera sérstaklega skemmtilegt ferli og gaman að vera kominn upp á svið eftir útskrift. Þetta er fyrsta hlutverkið mitt í atvinnuleikhúsi,“ segir Albert fullur tilhlökkunar.Albert Halldórsson, nýútskrifaður leikari, hefur í nógu að snúast um þessar mundir. Vísir/Vilhelm Gripahúsið er nýtt íslenskt leikverk eftir Bjartmar Þórðarson. Verkið er unnið frá upphafi til enda í Tjarnarbíói en Bjartmar skrifaði verkið í rithöfundavinnustofu sem Tjarnarbíó býður upp á fyrir sviðshöfunda. Bjartmar sér einnig um að leikstýra sýningunni en meðal leikstjórnarverkefna Bjartmars má nefna Hundalógík í Þjóðleikhúskjallaranum, Glerlaufin á norðurpólnum og Mr. Kolpert í Greenwich Playhouse, London. „Þetta er fyrsta leikverk Bjartmars sem sett er upp í atvinnuleikhúsi og það er frábært að vinna með honum. Hann á að baki langan feril sem leikstjóri, leikari og dramatúrg. Ég er virkilega spenntur fyrir að takast á við hlutverkið. Það er frábært tækifæri fyrir mig að fá að taka þátt í þessari sýningu,“ segir Albert. Gripahúsið er svört kómedía og samfélagsrýni sem fjallar um þá hringrás staurblindrar bjartsýni og hruns sem við sjáum birtast í þjóðfélaginu trekk í trekk. Verkið fjallar um einstæðu móðurina Védísi og þrjú uppkomin börn hennar sem hírast í fátækt á leigubýli lengst uppi á heiði. Þrátt fyrir að allt gangi á afturfótunum þá eru þau samt full af bjartsýni um betri tíma og í sífelldri leit að skyndilausnum til þess að finna hamingjuna. „Ég leik Sírni, mjög meðvirkan ungan mann sem býr með fjölskyldunni sinni út á landi, hann er á einhverfurófi og hefur alls ekki fengið það uppeldi sem hann hefði þurft á að halda. Hann er í því að hjálpa móður sinni við að halda öllum góðum í því ástandi sem fjölskyldan býr við,“ segir Albert aðspurður um hans hlutverk í sýningunni. Ásamt Alberti fara þau Bryndís Petra Bragadóttir, Sigríður Björk Baldursdóttir og Sveinn Óskar Ásbjörnsson með aðalhlutverk í sýningunni. „Þetta er góður og skemmtilegur hópur og mjög gaman að vinna með þeim,“ segir Albert jákvæður í bragði.
Menning Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira