Lára Jóhanna hleypur í skarðið fyrir Vigdísi Hrefnu eftir slysið Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 25. febrúar 2016 07:00 Leikkonan Lára Jóhanna Jónsdóttir hleypur í skarðið fyrir Vigdísi Hrefnu Pálsdóttur sem slasaðist illa á lokaæfingu leikverksins Hleyptu þeim rétta inn fyrr í þessari viku. Vísir/Valli „Lára Jóhanna Jónsdóttir leikkona kemur til með að að taka við aðalhlutverkinu fyrir Vigdísi Hrefnu Pálsdóttur, sem því miður getur ekki tekið þátt vegna slyssins,“ segir Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri, og bætir við að fólki hafi eðlilega brugðið þegar slysið varð. Frumsýna átti hrollvekjuna Hleyptu þeim rétta inn í leikstjórn Selmu Björnsdóttir á stóra sviði Þjóðleikhússins í dag, en frumsýningunni hefur verið frestað þar sem Vigdís Hrefna Pálsdóttir, aðalleikkona sýningarinnar, ristarbrotnaði á vinstri fæti og hlaut tvöfalt hælbrot á hægri fæti eftir hátt fall á stóra sviðinu, fyrir framan nær fullan sal á lokaæfingu í Þjóðleikhúsinu síðastliðið þriðjudagskvöld.Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikkona slasaðist illa á lokaæfingu í Þjóðleikhúsinu síðastliðið þriðjudagskvöld.„Vigdís var að klifra í leikmyndinni þegar slysið varð, en hún hefur gert það oft áður, enda hluti af sýningunni, hún féll tvo og hálfan metra og lenti á millipalli á fótunum og í kjölfarið féll hún áfram aðra eins hæð, og skall flöt á sviðið,“ segir Ari. Lára Jóhanna Jónsdóttir leikkona hefur tekið þátt í fjölda leikverka bæði í Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu undanfarin ár en um þessar mundir leikur Lára Jóhanna í leikritinu Sporvagninn Girnd ásamt aðalhlutverki í sýningunni Í hjarta Hróa hattar sem hefur fengið virkilega góðar viðtökur og hefur nú þegar verið bætt við fjölda sýninga vegna eftirspurnar. Búast má við að allt fari á fullt á næstu dögum til að koma Láru inn í hlutverk Vigdísar Hrefnu fyrir frumsýningardag. „Við þurftum að fresta frumsýningunni vegna slyssins og komum til með að frumsýna verkið 10. mars næstkomandi,“ segir Ari Matthíasson bjartsýnn á framhaldið. Menning Tengdar fréttir Vigdís Hrefna flutt á slysadeild eftir fall á æfingu Þjóðleikhússtjóri segir að svo virðist sem leikkonan hafi ekki slasast illa. 23. febrúar 2016 00:01 Blóðið flæðir í Þjóðleikhúsinu Blóðbankabíllinn mætti fyrir utan Þjóðleikhúsið þar sem leikarar og aðrir starfsmenn létu gott af sér leiða og gáfu blóð. Um þessar mundir rær Þjóðleikhúsið á ný mið með leikritinu Hleyptu þeim rétta inn sem frumsýnt verður 23. febrúar 2016 07:00 Alvarlegt slys í Þjóðleikhúsinu: „Þetta var mér að kenna“ Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikkona er brotin á báðum fótum. Ari Matthíasson Þjóðleikhússtjóri segir mögulegt að fresta þurfi sýningunni Hleyptum þeim rétta inn fram á haust. 24. febrúar 2016 10:30 Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Lára Jóhanna Jónsdóttir leikkona kemur til með að að taka við aðalhlutverkinu fyrir Vigdísi Hrefnu Pálsdóttur, sem því miður getur ekki tekið þátt vegna slyssins,“ segir Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri, og bætir við að fólki hafi eðlilega brugðið þegar slysið varð. Frumsýna átti hrollvekjuna Hleyptu þeim rétta inn í leikstjórn Selmu Björnsdóttir á stóra sviði Þjóðleikhússins í dag, en frumsýningunni hefur verið frestað þar sem Vigdís Hrefna Pálsdóttir, aðalleikkona sýningarinnar, ristarbrotnaði á vinstri fæti og hlaut tvöfalt hælbrot á hægri fæti eftir hátt fall á stóra sviðinu, fyrir framan nær fullan sal á lokaæfingu í Þjóðleikhúsinu síðastliðið þriðjudagskvöld.Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikkona slasaðist illa á lokaæfingu í Þjóðleikhúsinu síðastliðið þriðjudagskvöld.„Vigdís var að klifra í leikmyndinni þegar slysið varð, en hún hefur gert það oft áður, enda hluti af sýningunni, hún féll tvo og hálfan metra og lenti á millipalli á fótunum og í kjölfarið féll hún áfram aðra eins hæð, og skall flöt á sviðið,“ segir Ari. Lára Jóhanna Jónsdóttir leikkona hefur tekið þátt í fjölda leikverka bæði í Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu undanfarin ár en um þessar mundir leikur Lára Jóhanna í leikritinu Sporvagninn Girnd ásamt aðalhlutverki í sýningunni Í hjarta Hróa hattar sem hefur fengið virkilega góðar viðtökur og hefur nú þegar verið bætt við fjölda sýninga vegna eftirspurnar. Búast má við að allt fari á fullt á næstu dögum til að koma Láru inn í hlutverk Vigdísar Hrefnu fyrir frumsýningardag. „Við þurftum að fresta frumsýningunni vegna slyssins og komum til með að frumsýna verkið 10. mars næstkomandi,“ segir Ari Matthíasson bjartsýnn á framhaldið.
Menning Tengdar fréttir Vigdís Hrefna flutt á slysadeild eftir fall á æfingu Þjóðleikhússtjóri segir að svo virðist sem leikkonan hafi ekki slasast illa. 23. febrúar 2016 00:01 Blóðið flæðir í Þjóðleikhúsinu Blóðbankabíllinn mætti fyrir utan Þjóðleikhúsið þar sem leikarar og aðrir starfsmenn létu gott af sér leiða og gáfu blóð. Um þessar mundir rær Þjóðleikhúsið á ný mið með leikritinu Hleyptu þeim rétta inn sem frumsýnt verður 23. febrúar 2016 07:00 Alvarlegt slys í Þjóðleikhúsinu: „Þetta var mér að kenna“ Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikkona er brotin á báðum fótum. Ari Matthíasson Þjóðleikhússtjóri segir mögulegt að fresta þurfi sýningunni Hleyptum þeim rétta inn fram á haust. 24. febrúar 2016 10:30 Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Vigdís Hrefna flutt á slysadeild eftir fall á æfingu Þjóðleikhússtjóri segir að svo virðist sem leikkonan hafi ekki slasast illa. 23. febrúar 2016 00:01
Blóðið flæðir í Þjóðleikhúsinu Blóðbankabíllinn mætti fyrir utan Þjóðleikhúsið þar sem leikarar og aðrir starfsmenn létu gott af sér leiða og gáfu blóð. Um þessar mundir rær Þjóðleikhúsið á ný mið með leikritinu Hleyptu þeim rétta inn sem frumsýnt verður 23. febrúar 2016 07:00
Alvarlegt slys í Þjóðleikhúsinu: „Þetta var mér að kenna“ Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikkona er brotin á báðum fótum. Ari Matthíasson Þjóðleikhússtjóri segir mögulegt að fresta þurfi sýningunni Hleyptum þeim rétta inn fram á haust. 24. febrúar 2016 10:30