Undrast að ekkert sé minnst á umhverfismál í búvörusamningi Heimir Már Pétursson skrifar 28. febrúar 2016 13:48 Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna eru undrandi á því að nánast ekkert sé fjallað um umhverfismál í nýgerðum búvörusamningi. Þá sé hvorki litið á þá sem stunda svína- og alifuglarækt sem bændur í samningnum. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna og Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins voru gestir Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem þær ræddu meðal annars nýgerðan búvörusamning. Ragnheiður lýsti því yfir á Facebook-síðu sinni strax og nýr búvörusamningur lá fyrir að hann færi aldrei í gegnum Alþingi með hennar samþykki. „Já ég hef sagt það, í þeirri mynd sem hann er. Mér finnst margt vera mjög sérstakt í þessum samningi og það er kannski meira sérstakt það sem ekki stendur þar,“ sagði Ragnheiður. Það væri skondið að Bændasamtökin og aðrir þeir sem stæðu að þessum samningum litu hvorki á þá sem stunduðu svína- né alifuglarækt sem bændur.Sjá einnig: Segir nefnd um búvörusamninga aldrei hafa komið saman „Á það er í raun og veru ekkert minnst og það er enginn rammi utan um þeirra framleiðslu eða neitt í þá veru. Þannig að kannski eru Bændasamtökin sjálf að senda mjög skýr skilaboð eftir því sem virðist. Svo er líka fyrir mig mjög sérstakt að á árinu 2016 og til næst tíu ára er vart minnst á umhverfismál í þessum búvörusamningi,“ bætti Ragnheiður við Þau mál væru ofarlega á dagskrá og markmið sett á Parísarráðstefnunni nýlega og umhverfismál væru til umræðu á Alþingi. Svandís Svavarsdóttir sem áður gegndi embætti umhverfisráðherra tók undir með Ragnheiði og minnti á að danski umhverfisráðherrann hefði sagt af sér embætti í gær, vegna þjónkunar við danska landbúnaðinn. „Það er óásættanlegt annað en að þessi búvörusamningur sé borinn af loftlagsmarkmiðum Parísarsamkomulagsins. Ef við meinum eitthvað með því sem við segjum verður það að vera þannig. Hins vegar liggur fyrir að þetta er mjög flókið mál og það er mjög vont ef aðgangurinn að því að ræða þetta verður einkamál einhverra sérfræðinga og þröngra hópa,“ sagði Svandís. Búvörusamningar Tengdar fréttir Kallar búvörusamninginn glórulausan fjáraustur Helgi Hjörvar segir búvörusamnnginn ekki vera til hagsbóta fyrir bændur og neytendur og fela í sér glórulausn fjáraustur. 23. febrúar 2016 19:15 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Sjá meira
Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna eru undrandi á því að nánast ekkert sé fjallað um umhverfismál í nýgerðum búvörusamningi. Þá sé hvorki litið á þá sem stunda svína- og alifuglarækt sem bændur í samningnum. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna og Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins voru gestir Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem þær ræddu meðal annars nýgerðan búvörusamning. Ragnheiður lýsti því yfir á Facebook-síðu sinni strax og nýr búvörusamningur lá fyrir að hann færi aldrei í gegnum Alþingi með hennar samþykki. „Já ég hef sagt það, í þeirri mynd sem hann er. Mér finnst margt vera mjög sérstakt í þessum samningi og það er kannski meira sérstakt það sem ekki stendur þar,“ sagði Ragnheiður. Það væri skondið að Bændasamtökin og aðrir þeir sem stæðu að þessum samningum litu hvorki á þá sem stunduðu svína- né alifuglarækt sem bændur.Sjá einnig: Segir nefnd um búvörusamninga aldrei hafa komið saman „Á það er í raun og veru ekkert minnst og það er enginn rammi utan um þeirra framleiðslu eða neitt í þá veru. Þannig að kannski eru Bændasamtökin sjálf að senda mjög skýr skilaboð eftir því sem virðist. Svo er líka fyrir mig mjög sérstakt að á árinu 2016 og til næst tíu ára er vart minnst á umhverfismál í þessum búvörusamningi,“ bætti Ragnheiður við Þau mál væru ofarlega á dagskrá og markmið sett á Parísarráðstefnunni nýlega og umhverfismál væru til umræðu á Alþingi. Svandís Svavarsdóttir sem áður gegndi embætti umhverfisráðherra tók undir með Ragnheiði og minnti á að danski umhverfisráðherrann hefði sagt af sér embætti í gær, vegna þjónkunar við danska landbúnaðinn. „Það er óásættanlegt annað en að þessi búvörusamningur sé borinn af loftlagsmarkmiðum Parísarsamkomulagsins. Ef við meinum eitthvað með því sem við segjum verður það að vera þannig. Hins vegar liggur fyrir að þetta er mjög flókið mál og það er mjög vont ef aðgangurinn að því að ræða þetta verður einkamál einhverra sérfræðinga og þröngra hópa,“ sagði Svandís.
Búvörusamningar Tengdar fréttir Kallar búvörusamninginn glórulausan fjáraustur Helgi Hjörvar segir búvörusamnnginn ekki vera til hagsbóta fyrir bændur og neytendur og fela í sér glórulausn fjáraustur. 23. febrúar 2016 19:15 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Sjá meira
Kallar búvörusamninginn glórulausan fjáraustur Helgi Hjörvar segir búvörusamnnginn ekki vera til hagsbóta fyrir bændur og neytendur og fela í sér glórulausn fjáraustur. 23. febrúar 2016 19:15