Ragnheiður Ríkharðs: Líta Bændasamtökin ekki á alifugla- og svínaræktendur sem bændur? Ásgeir Erlendsson skrifar 28. febrúar 2016 19:00 Nýr búvörusamningur var undirritaður á dögunum. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, hefur lýst yfir andstöðu sinni við samninginn. „Ég hef lýst yfir andstöðu yfir þá eins og þeir eru og koma fram í dag. Ég er hugsi yfir því sem þar stendur. Ég er líka hugsi yfir því sem ekki er þarna. “ Ragnheiður bendir á að lítið sem ekkert sé minnst á alífugla eða svínabændur í samningnum. „Eru það skilaboð frá Bændasamtökunum að þetta séu ekki bændur?“ Ragnheiður gagnrýnir einnig að ráðherranefnd sem hún hafi sjálf átt sæti í um búvörusamninga hafi aldrei komið saman. Sigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðarráðherra, segir að sú nefnd hafi verið sett á laggirnar vegna afmarkaða þátta er varðaði Mjólkursamsöluna. „Því máli er ekkert lokið og það hlýtur að vera til umfjöllunar hjá þessari nefnd sem átti að fjalla um þennan afmarkaða þátt. “ Gagnrýni Ragnheiðar Ríkharðsdóttur hefur einnig beinst að því að henni finnst sérkennilegt að í samningnum sé lítið sem ekkert fjallað um náttúruvernd og umhverfismál. „Í búvörusamningnum sjálfum er líka fjallað um umhverfismál. Þar á meðal stórfelld aukning í gæðastýringu í sauðfjárrækt sem snýst bara um umhverfismál.“Er rétt að binda hendur ríkisins til tíu ára, að hluta að minnsta kosti, og tveggja næstu ríkisstjórna með þessum samningi?,,Þetta er samningur til langs tíma. Um fyrirsjáanleika. Menn geti séð svolítið fyrir sér hvernig eigi að fara inn í fjárfestingar og tekist á við þær áskoranir sem uppi eru. Það eru tvær endurskoðanir sem koma til með að verða á sitthvoru kjörtímabilinu. Auðvitað eru menn að gefa sér að það sé eðlilegur stuðningur við það að styðja landbúnað eins og í öllum öðrum vestrænum löndum. En með hvaða hætti hafa ríkisstjórnirnir nákvæmlega tækifæri til að koma að viðeigandi skoðunum.“ Ragnheiði Ríkharðsdóttur finnst samningurinn vera of langur. „Ég hef sagt að þetta sé of langur tími. Ég stend nú við það. “ Segir Ragnheiður. Óánægjan úr röðum sjálfstæðismanna kemur Sigurði Inga ekki á óvart. „Nei ég get ekki sagt það.“ Segir Sigurður Ingi að lokum. Búvörusamningar Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Nýr búvörusamningur var undirritaður á dögunum. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, hefur lýst yfir andstöðu sinni við samninginn. „Ég hef lýst yfir andstöðu yfir þá eins og þeir eru og koma fram í dag. Ég er hugsi yfir því sem þar stendur. Ég er líka hugsi yfir því sem ekki er þarna. “ Ragnheiður bendir á að lítið sem ekkert sé minnst á alífugla eða svínabændur í samningnum. „Eru það skilaboð frá Bændasamtökunum að þetta séu ekki bændur?“ Ragnheiður gagnrýnir einnig að ráðherranefnd sem hún hafi sjálf átt sæti í um búvörusamninga hafi aldrei komið saman. Sigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðarráðherra, segir að sú nefnd hafi verið sett á laggirnar vegna afmarkaða þátta er varðaði Mjólkursamsöluna. „Því máli er ekkert lokið og það hlýtur að vera til umfjöllunar hjá þessari nefnd sem átti að fjalla um þennan afmarkaða þátt. “ Gagnrýni Ragnheiðar Ríkharðsdóttur hefur einnig beinst að því að henni finnst sérkennilegt að í samningnum sé lítið sem ekkert fjallað um náttúruvernd og umhverfismál. „Í búvörusamningnum sjálfum er líka fjallað um umhverfismál. Þar á meðal stórfelld aukning í gæðastýringu í sauðfjárrækt sem snýst bara um umhverfismál.“Er rétt að binda hendur ríkisins til tíu ára, að hluta að minnsta kosti, og tveggja næstu ríkisstjórna með þessum samningi?,,Þetta er samningur til langs tíma. Um fyrirsjáanleika. Menn geti séð svolítið fyrir sér hvernig eigi að fara inn í fjárfestingar og tekist á við þær áskoranir sem uppi eru. Það eru tvær endurskoðanir sem koma til með að verða á sitthvoru kjörtímabilinu. Auðvitað eru menn að gefa sér að það sé eðlilegur stuðningur við það að styðja landbúnað eins og í öllum öðrum vestrænum löndum. En með hvaða hætti hafa ríkisstjórnirnir nákvæmlega tækifæri til að koma að viðeigandi skoðunum.“ Ragnheiði Ríkharðsdóttur finnst samningurinn vera of langur. „Ég hef sagt að þetta sé of langur tími. Ég stend nú við það. “ Segir Ragnheiður. Óánægjan úr röðum sjálfstæðismanna kemur Sigurði Inga ekki á óvart. „Nei ég get ekki sagt það.“ Segir Sigurður Ingi að lokum.
Búvörusamningar Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira