Sofandi Landsbankamenn Stjórnarmaðurinn skrifar 10. febrúar 2016 11:15 Sala Landsbankans á eignarhlut sínum í Borgun hefur verið í brennidepli undanfarið. Í grunninn snýst málið um að Landsbankinn virðist hafa tekið ákvörðun um að selja hlut sinn án þess að taka tillit til valréttar sem Borgun átti í tengslum við samruna Visa Inc. og Visa Europe. Fyrir liggur að greiðslan hleypur á milljörðum og samkvæmt nýlegu verðmati er þriðjungshlutur í Borgun nú metinn á 6 til 8 milljarða sem væri þá þrefalt til fjórfalt það virði sem lagt var til grundvallar þegar Landsbankinn seldi Borgunarhlutinn. Landsbankamenn hafa þurft að sæta mikilli gagnrýni. Ekki síst hefur verið bent á að eðlilegt hefði verið að selja félagið í opnu ferli, enda Landsbankinn í ríkiseigu og mikilvægt að sala eigna sé hafin yfir öll tvímæli. Auðveldast hefði þó verið fyrir Landsbankamenn að vanda almennilega til verka við söluna. Vandi er um að spá hverju sætir en freistandi er að draga þá ályktun að viðlíka klúður hefði ekki komið upp í fyrirtæki í einkaeigu, þar sem glappaskot hitta fólk beint í hjartastað. Staðreyndin er nefnilega sú að fólk fer gjarna talsvert betur með eigið fé en annarra. Landsbankamenn hafa nú gengið svo langt að ásaka forsvarsmenn Borgunar undir rós um að hafa leynt þá gögnum um valréttinn. Ljóst sé að erlend Visakortaumsvif Borgunar (sem eru undirstaða útreiknings greiðslu vegna valréttarins) hafi verið langtum meiri í raun heldur en gert var ráð fyrir í rekstraráætlunum. Forsvarsmenn Borgunar voru snöggir til svars, og bentu á að í tengslum við viðskiptin hefði verið sett upp gagnaherbergi þar sem Landsbankanum, rétt eins og kaupendum, hefði átt að vera í lófa lagið að kynna sér helstu samninga, áætlanir og rekstrarstærðir Borgunar. Það hefði greinilega misfarist hjá Landsbankanum. Við þetta má bæta að Landsbankinn setti sannarlega inn klásúlu um sambærilegan valrétt við söluna á hlut sínum í Valitor til Arion banka. Ekki hefur fengist almennileg skýring á því hvers vegna ekki var talin ástæða til að hafa sams konar orðalag í samningi um Borgun. Vitanlega er ávallt auðvelt að vera vitur eftir á þegar viðskipti eru annars vegar. Til stjórnenda fyrirtækja og ráðgjafa má þó gera þá kröfu að faglega sé staðið að málum og þeir varnaglar slegnir sem eðlilegt getur talist. Í þessu máli kemur tvennt til greina. Annaðhvort vissu fulltrúar Landsbankans betur, eða þeir unnu ekki vinnuna sína. Borgunarmálið Stjórnarmaðurinn Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Sala Landsbankans á eignarhlut sínum í Borgun hefur verið í brennidepli undanfarið. Í grunninn snýst málið um að Landsbankinn virðist hafa tekið ákvörðun um að selja hlut sinn án þess að taka tillit til valréttar sem Borgun átti í tengslum við samruna Visa Inc. og Visa Europe. Fyrir liggur að greiðslan hleypur á milljörðum og samkvæmt nýlegu verðmati er þriðjungshlutur í Borgun nú metinn á 6 til 8 milljarða sem væri þá þrefalt til fjórfalt það virði sem lagt var til grundvallar þegar Landsbankinn seldi Borgunarhlutinn. Landsbankamenn hafa þurft að sæta mikilli gagnrýni. Ekki síst hefur verið bent á að eðlilegt hefði verið að selja félagið í opnu ferli, enda Landsbankinn í ríkiseigu og mikilvægt að sala eigna sé hafin yfir öll tvímæli. Auðveldast hefði þó verið fyrir Landsbankamenn að vanda almennilega til verka við söluna. Vandi er um að spá hverju sætir en freistandi er að draga þá ályktun að viðlíka klúður hefði ekki komið upp í fyrirtæki í einkaeigu, þar sem glappaskot hitta fólk beint í hjartastað. Staðreyndin er nefnilega sú að fólk fer gjarna talsvert betur með eigið fé en annarra. Landsbankamenn hafa nú gengið svo langt að ásaka forsvarsmenn Borgunar undir rós um að hafa leynt þá gögnum um valréttinn. Ljóst sé að erlend Visakortaumsvif Borgunar (sem eru undirstaða útreiknings greiðslu vegna valréttarins) hafi verið langtum meiri í raun heldur en gert var ráð fyrir í rekstraráætlunum. Forsvarsmenn Borgunar voru snöggir til svars, og bentu á að í tengslum við viðskiptin hefði verið sett upp gagnaherbergi þar sem Landsbankanum, rétt eins og kaupendum, hefði átt að vera í lófa lagið að kynna sér helstu samninga, áætlanir og rekstrarstærðir Borgunar. Það hefði greinilega misfarist hjá Landsbankanum. Við þetta má bæta að Landsbankinn setti sannarlega inn klásúlu um sambærilegan valrétt við söluna á hlut sínum í Valitor til Arion banka. Ekki hefur fengist almennileg skýring á því hvers vegna ekki var talin ástæða til að hafa sams konar orðalag í samningi um Borgun. Vitanlega er ávallt auðvelt að vera vitur eftir á þegar viðskipti eru annars vegar. Til stjórnenda fyrirtækja og ráðgjafa má þó gera þá kröfu að faglega sé staðið að málum og þeir varnaglar slegnir sem eðlilegt getur talist. Í þessu máli kemur tvennt til greina. Annaðhvort vissu fulltrúar Landsbankans betur, eða þeir unnu ekki vinnuna sína.
Borgunarmálið Stjórnarmaðurinn Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira