Árni Páll segir mannfórnir ekki bjarga Samfylkingunni Aðalsteinn Kjartansson skrifar 11. febrúar 2016 16:21 Árni Páll segir að Samfylkingin hafi ekki staðið sig þegar aðildarumsókn að ESB hafi verið byggð á baktjaldasamkomulagi og þegar flokkurinn studdi Icesave samning sem ekki hafa varið ítrustu hagsmuni þjóðarinnar. Vísir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, segist ekki búinn að taka afstöðu til þess hvort hann gefi kost á sér að nýju sem formaður flokksins. Þetta kemur fram í löngu bréfi sem hann hefur sent flokksmönnum. Þar segir hann að flokkurinn þurfi að eiga samtal til að skapa sátt og traust og að hann muni helga sig því verkefni á næstu vikum. „Seinna mun ég svo taka afstöðu til þess hvort ég gefi kost á mér á nýjan leik sem formaður flokksins,“ segir hann í bréfinu.Fagnar ákvörðun um formannskjör Árni segist fagna þeirri ákvörðun framkvæmdastjórnar flokksins að efna til landsfundar og formannskjörs í vor. Hann segir að fólki beri saman um að frekari aðgerða sé þörf en að endurnýja umboð flokksforustunnar; skýringa á stöðu flokksins sé ekki bara að leita þar. Hann segir að ekki verði tekist á við rót vandans með mannfórn. „Sjálfur held ég að það skipti í sjálfu sér engu máli hver verður formaður Samfylkingarinnar ef Samfylkingin horfist ekki í augu við sjálfa sig og hvernig hún kemur fram og nálgast fólkið í landinu. Við tökum ekki á rót vandans með mannfórn, án heiðarlegrar umræðu um orsakir þessarar stöðu,“ skrifar formaðurinn.Mistök gerð strax árið 2007 Í bréfinu segir Árni Páll að flokkurinn búi við alvarlegan skort á trúverðugleika sem komi í veg fyrir að fólk styðji flokkinn. „Við verðum að viðurkenna það og takast á við það. Öll, ekki bara sum,“ segir hann. Mistök hafi verið gerð strax þegar flokkurinn gekk fyrst í ríkisstjórn árið 2007. „Við gengum þá inn í valdakerfi hinna gömlu flokka, án þess að gera kröfu um grundvallarbreytingar. Þar með vorum við ófær um að takast á við fjölbreytt hagsmunatengsl peninga og stjórnmála – sem enn eru ráðandi – og þá blindu á hættur sem var ríkjandi í aðdraganda hruns,“ segir hann í bréfinu.Icesave og ESB vandamál Í upptalningu segir Árni Páll meðal annars að flokkurinn hafi stutt Icesave samning sem varði ekki ítrustu hagsmuni þjóðarinnar og að aðildarumsóknin að ESB hafi verið byggð á flóknu baktjaldasamkomulagi sem aldrei hélt í stað þess að fá skýrt umboð til viðræðna. Hann segir að flokkurinn hafi misst af tækifærinu til að axla sameiginlega ábyrgð á mistök og frekar kosið að fórna einstaklingum til að koma öðrum í skjól. „Ingibjörg Sólrún baðst afsökunar á sínum hlut. Sú afsökunarbeiðni átti að vera okkur fagnaðarefni og tækifæri til að auðvelda flokknum að takast á við mistök í þeirri ríkisstjórn. Í staðinn var sú afsökunarbeiðni nýtt sem syndakvittun fyrir aðra,“ segir hann. „Flokkurinn tók ekki félagslega ábyrgð á prófkjörum sem hann hafði efnt til, heldur fórnaði Steinunni Valdísi einni. Framgangan í Landsdómsmálinu og fórn Steinunnar Valdísar hafa skilið eftir djúp sár um alla okkar hreyfingu og sáð fræjum efasemda um að við séum samhent sveit sem axli saman félagslega ábyrgð á mistökum sem við gerum saman.“ Stjórnmálavísir Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, segist ekki búinn að taka afstöðu til þess hvort hann gefi kost á sér að nýju sem formaður flokksins. Þetta kemur fram í löngu bréfi sem hann hefur sent flokksmönnum. Þar segir hann að flokkurinn þurfi að eiga samtal til að skapa sátt og traust og að hann muni helga sig því verkefni á næstu vikum. „Seinna mun ég svo taka afstöðu til þess hvort ég gefi kost á mér á nýjan leik sem formaður flokksins,“ segir hann í bréfinu.Fagnar ákvörðun um formannskjör Árni segist fagna þeirri ákvörðun framkvæmdastjórnar flokksins að efna til landsfundar og formannskjörs í vor. Hann segir að fólki beri saman um að frekari aðgerða sé þörf en að endurnýja umboð flokksforustunnar; skýringa á stöðu flokksins sé ekki bara að leita þar. Hann segir að ekki verði tekist á við rót vandans með mannfórn. „Sjálfur held ég að það skipti í sjálfu sér engu máli hver verður formaður Samfylkingarinnar ef Samfylkingin horfist ekki í augu við sjálfa sig og hvernig hún kemur fram og nálgast fólkið í landinu. Við tökum ekki á rót vandans með mannfórn, án heiðarlegrar umræðu um orsakir þessarar stöðu,“ skrifar formaðurinn.Mistök gerð strax árið 2007 Í bréfinu segir Árni Páll að flokkurinn búi við alvarlegan skort á trúverðugleika sem komi í veg fyrir að fólk styðji flokkinn. „Við verðum að viðurkenna það og takast á við það. Öll, ekki bara sum,“ segir hann. Mistök hafi verið gerð strax þegar flokkurinn gekk fyrst í ríkisstjórn árið 2007. „Við gengum þá inn í valdakerfi hinna gömlu flokka, án þess að gera kröfu um grundvallarbreytingar. Þar með vorum við ófær um að takast á við fjölbreytt hagsmunatengsl peninga og stjórnmála – sem enn eru ráðandi – og þá blindu á hættur sem var ríkjandi í aðdraganda hruns,“ segir hann í bréfinu.Icesave og ESB vandamál Í upptalningu segir Árni Páll meðal annars að flokkurinn hafi stutt Icesave samning sem varði ekki ítrustu hagsmuni þjóðarinnar og að aðildarumsóknin að ESB hafi verið byggð á flóknu baktjaldasamkomulagi sem aldrei hélt í stað þess að fá skýrt umboð til viðræðna. Hann segir að flokkurinn hafi misst af tækifærinu til að axla sameiginlega ábyrgð á mistök og frekar kosið að fórna einstaklingum til að koma öðrum í skjól. „Ingibjörg Sólrún baðst afsökunar á sínum hlut. Sú afsökunarbeiðni átti að vera okkur fagnaðarefni og tækifæri til að auðvelda flokknum að takast á við mistök í þeirri ríkisstjórn. Í staðinn var sú afsökunarbeiðni nýtt sem syndakvittun fyrir aðra,“ segir hann. „Flokkurinn tók ekki félagslega ábyrgð á prófkjörum sem hann hafði efnt til, heldur fórnaði Steinunni Valdísi einni. Framgangan í Landsdómsmálinu og fórn Steinunnar Valdísar hafa skilið eftir djúp sár um alla okkar hreyfingu og sáð fræjum efasemda um að við séum samhent sveit sem axli saman félagslega ábyrgð á mistökum sem við gerum saman.“
Stjórnmálavísir Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent