Alltaf gaman að taka lagið Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 13. febrúar 2016 10:00 Ásrún er lengst til hægri, hinar eru Sibylle Köll söngstjóri og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari sem munu kynna nemendaóperuna í dag. Vísir/Ernir „Það verður opið hús hjá okkur milli tvö og fimm og margt á dagskránni, allt frítt,“ segir Ásrún Davíðsdóttir, aðstoðarskólastjóri Söngskólans í Reykjavík og lýsir nánar því sem framundan er. „Við verðum með sex stutta einsöngstónleika, þar verða ljóð, aríur, söngleikjamúsík og dagskrá helguð Mozart, svo nokkuð sé nefnt. Einnig verða sýnishorn úr nemendaóperunni Töfraheimur prakkarans eftir Ravel, sem var sýnd tvívegis í Hörpu um síðustu helgi við góðar undirtektir og unglingadeildin treður upp með atriði úr Kalla og sælgætisgerðinni eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Svo ætlar Garðar Cortes sjálfur að stjórna fjöldasöng sem allir geta tekið þátt í. Þar verða lög tengd árstímanum í hávegum höfð og fólki verður kennt að syngja Tyrkjamessu sem nemendur úr unglingadeild skólans verða forsöngvarar í. Það er alltaf gaman að taka lagið.“ Á milli tónleikanna geta gestir dreypt á súkkulaði, kaffi og gosdrykkjum og borðað nýsteiktar kleinur, að sögn Ásrúnar sem segir alla velkomna meðan húsrúm leyfi, bæði til þátttöku og áheyrnar. Menning Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Það verður opið hús hjá okkur milli tvö og fimm og margt á dagskránni, allt frítt,“ segir Ásrún Davíðsdóttir, aðstoðarskólastjóri Söngskólans í Reykjavík og lýsir nánar því sem framundan er. „Við verðum með sex stutta einsöngstónleika, þar verða ljóð, aríur, söngleikjamúsík og dagskrá helguð Mozart, svo nokkuð sé nefnt. Einnig verða sýnishorn úr nemendaóperunni Töfraheimur prakkarans eftir Ravel, sem var sýnd tvívegis í Hörpu um síðustu helgi við góðar undirtektir og unglingadeildin treður upp með atriði úr Kalla og sælgætisgerðinni eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Svo ætlar Garðar Cortes sjálfur að stjórna fjöldasöng sem allir geta tekið þátt í. Þar verða lög tengd árstímanum í hávegum höfð og fólki verður kennt að syngja Tyrkjamessu sem nemendur úr unglingadeild skólans verða forsöngvarar í. Það er alltaf gaman að taka lagið.“ Á milli tónleikanna geta gestir dreypt á súkkulaði, kaffi og gosdrykkjum og borðað nýsteiktar kleinur, að sögn Ásrúnar sem segir alla velkomna meðan húsrúm leyfi, bæði til þátttöku og áheyrnar.
Menning Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira