Útilokar ekki málsókn vegna Borgunarmálsins Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. febrúar 2016 19:46 Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, vill ekki útiloka að bankinn leiti réttar síns í Borgunarmálinu, þrátt fyrir svör stjórnenda Borgunar við fyrirspurn bankans. Landsbankinn hafi verið grandalaus varðandi mögulegar greiðslur til Borgunar vegna yfirtöku Vísa í Bandaríkjunum á Vísa í Evrópu. Landsbankinn óskaði í síðustu viku eftir upplýsingum frá stjórnendum og kaupendum Borgunar hvers vegna bankinn hafi ekki verið upplýstur um þessar greiðslur sem nema 6,4 milljörðum króna. Borgun svaraði bankanum á þriðjudag en þar segir meðal annars að stjórnendur hafi ekki búið yfir upplýsingum um hvort eða hvenær VÍSA í Evrópu yrði selt né um mögulegar greiðslur og upphæð þeirra. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 benti Steinþór á að stjórnendur Borgunar hefðu lýst því yfir að þeir hafi vitað að Borgun ætti tilkall til hlutdeildar í þessum valrétt ef það kæmi til einhver greiðsla þar. „Við fengum ekki þær upplýsingar og vorum grandalausir um þessi verðmæti,“ sagði Steinþór. Hið sama mætti segja um marga aðra sem hefðu verslað með bréf af þessu tagi á undanförnum árum. „Aðrir hafa líka verið grandalausir. það hefði verið gott ef við hefðum verið upplýstir um þetta á sínum tima. en við vorum það ekki.“ Steinþór segir ekki liggja fyrir á þessari stundu hvort tilefni sé til málsóknar vegna Borgunarmálsins. Borgunarmálið Tengdar fréttir Fimm milljarða hagnaður hjá Borgun og Valitor á fjórum árum Tekjur Borgunar hafa aukist til muna á meðan Valitor hefur einu sinni skilað tapi. 8. febrúar 2016 13:00 Fjármálaráðherra segir stöðu Borgunarmálsins mjög alvarlega Bjarni Benediktsson segir í bréfi til Bankasýslu ríkisins að ætla megi að það verð sem Landsbankinn fékk fyrir eignarhlut sinn í Borgun hafi verið mun lægra en eðlilegt getur talist. 11. febrúar 2016 18:25 Borgun metin á allt að 26 milljarða króna Kortafyrirtækið Borgun er metið á allt að 26 milljarða samkvæmt nýju virðismati sem endurskoðunarfyrirtækið KPMG hefur unnið fyrir stjórn Borgunar. 5. febrúar 2016 08:07 Landsbankinn óskar eftir því að Ríkisendurskoðun skoði söluna á Borgun Þetta kemur fram í svari bankans við erindi Bankasýslu ríkisins. 11. febrúar 2016 21:01 Borgunarmál sýni ógeðfelld samskipti "Við eigum ekki að sætta okkur við að hefðbundin siðalögmál gildi ekki í fjármálakerfinu,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um Borgunarmálið. 10. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Skipta dekkin máli? Samstarf Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Fleiri fréttir Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Sjá meira
Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, vill ekki útiloka að bankinn leiti réttar síns í Borgunarmálinu, þrátt fyrir svör stjórnenda Borgunar við fyrirspurn bankans. Landsbankinn hafi verið grandalaus varðandi mögulegar greiðslur til Borgunar vegna yfirtöku Vísa í Bandaríkjunum á Vísa í Evrópu. Landsbankinn óskaði í síðustu viku eftir upplýsingum frá stjórnendum og kaupendum Borgunar hvers vegna bankinn hafi ekki verið upplýstur um þessar greiðslur sem nema 6,4 milljörðum króna. Borgun svaraði bankanum á þriðjudag en þar segir meðal annars að stjórnendur hafi ekki búið yfir upplýsingum um hvort eða hvenær VÍSA í Evrópu yrði selt né um mögulegar greiðslur og upphæð þeirra. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 benti Steinþór á að stjórnendur Borgunar hefðu lýst því yfir að þeir hafi vitað að Borgun ætti tilkall til hlutdeildar í þessum valrétt ef það kæmi til einhver greiðsla þar. „Við fengum ekki þær upplýsingar og vorum grandalausir um þessi verðmæti,“ sagði Steinþór. Hið sama mætti segja um marga aðra sem hefðu verslað með bréf af þessu tagi á undanförnum árum. „Aðrir hafa líka verið grandalausir. það hefði verið gott ef við hefðum verið upplýstir um þetta á sínum tima. en við vorum það ekki.“ Steinþór segir ekki liggja fyrir á þessari stundu hvort tilefni sé til málsóknar vegna Borgunarmálsins.
Borgunarmálið Tengdar fréttir Fimm milljarða hagnaður hjá Borgun og Valitor á fjórum árum Tekjur Borgunar hafa aukist til muna á meðan Valitor hefur einu sinni skilað tapi. 8. febrúar 2016 13:00 Fjármálaráðherra segir stöðu Borgunarmálsins mjög alvarlega Bjarni Benediktsson segir í bréfi til Bankasýslu ríkisins að ætla megi að það verð sem Landsbankinn fékk fyrir eignarhlut sinn í Borgun hafi verið mun lægra en eðlilegt getur talist. 11. febrúar 2016 18:25 Borgun metin á allt að 26 milljarða króna Kortafyrirtækið Borgun er metið á allt að 26 milljarða samkvæmt nýju virðismati sem endurskoðunarfyrirtækið KPMG hefur unnið fyrir stjórn Borgunar. 5. febrúar 2016 08:07 Landsbankinn óskar eftir því að Ríkisendurskoðun skoði söluna á Borgun Þetta kemur fram í svari bankans við erindi Bankasýslu ríkisins. 11. febrúar 2016 21:01 Borgunarmál sýni ógeðfelld samskipti "Við eigum ekki að sætta okkur við að hefðbundin siðalögmál gildi ekki í fjármálakerfinu,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um Borgunarmálið. 10. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Skipta dekkin máli? Samstarf Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Fleiri fréttir Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Sjá meira
Fimm milljarða hagnaður hjá Borgun og Valitor á fjórum árum Tekjur Borgunar hafa aukist til muna á meðan Valitor hefur einu sinni skilað tapi. 8. febrúar 2016 13:00
Fjármálaráðherra segir stöðu Borgunarmálsins mjög alvarlega Bjarni Benediktsson segir í bréfi til Bankasýslu ríkisins að ætla megi að það verð sem Landsbankinn fékk fyrir eignarhlut sinn í Borgun hafi verið mun lægra en eðlilegt getur talist. 11. febrúar 2016 18:25
Borgun metin á allt að 26 milljarða króna Kortafyrirtækið Borgun er metið á allt að 26 milljarða samkvæmt nýju virðismati sem endurskoðunarfyrirtækið KPMG hefur unnið fyrir stjórn Borgunar. 5. febrúar 2016 08:07
Landsbankinn óskar eftir því að Ríkisendurskoðun skoði söluna á Borgun Þetta kemur fram í svari bankans við erindi Bankasýslu ríkisins. 11. febrúar 2016 21:01
Borgunarmál sýni ógeðfelld samskipti "Við eigum ekki að sætta okkur við að hefðbundin siðalögmál gildi ekki í fjármálakerfinu,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um Borgunarmálið. 10. febrúar 2016 07:00