Þúsundir renndu sér niður brekkurnar í Bláfjöllum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. febrúar 2016 17:32 Röðin í skíðaleiguna í Bláfjöllum í dag. mynd/bláfjöll Fjöldi fólks naut veðurblíðunnar í Bláfjöllum í dag en Einar Bjarnason, rekstrarstjóri skíðasvæðisins, telur að á milli 3000 og 4000 hafi rennt sér niður brekkurnar. „Það hefur verið ótrúleg fjölgun í barnafjölskyldum sem koma hingað til að stunda þetta sport og foreldrar koma hingað jafnvel og fara ekki á skíði sjálfir heldur eru bara að leyfa börnunum sínum að prófa,“ segir Einar. Alls eru 14 lyftur í notkun um helgar í Bláfjöllum og segir Einar að fjöldinn í dag hafi dreifst vel um svæðið. Það hafi hins vegar verið örtröð í skíðaleiguna og fólk hafi þurft að bíða þar lengi í röð. „Við erum bara með leigu hérna ofan í kjallara í húsi sem var byggt árið 1983 og við önnum ekki eftirspurn lengur, svo einfalt er það. Það er náttúrulega ömurlegt að þurfa að láta fólk bíða í röð og það er einfaldlega kominn tími á nýjan skála. Við vonum því bara í nánustu framtíð að það komi nýr skáli,“ segir Einar. Aðspurður hvernig veturinn hefur verið segir Einar að hann hafi farið frábærlega af stað. „Eins og ég segi, það er mikil fjölgun í barnafjölskyldum sem hingað koma og svo er skíðaskólinn og brettaskólinn oft orðinn fullur strax á mánudögum þegar skráning hefst fyrir næstu helgi. Þannig að við erum bara virkilega ánægð með þetta.“ Bláfjöll lokuðu klukkan 17 í dag. Skíðasvæði Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Sjá meira
Fjöldi fólks naut veðurblíðunnar í Bláfjöllum í dag en Einar Bjarnason, rekstrarstjóri skíðasvæðisins, telur að á milli 3000 og 4000 hafi rennt sér niður brekkurnar. „Það hefur verið ótrúleg fjölgun í barnafjölskyldum sem koma hingað til að stunda þetta sport og foreldrar koma hingað jafnvel og fara ekki á skíði sjálfir heldur eru bara að leyfa börnunum sínum að prófa,“ segir Einar. Alls eru 14 lyftur í notkun um helgar í Bláfjöllum og segir Einar að fjöldinn í dag hafi dreifst vel um svæðið. Það hafi hins vegar verið örtröð í skíðaleiguna og fólk hafi þurft að bíða þar lengi í röð. „Við erum bara með leigu hérna ofan í kjallara í húsi sem var byggt árið 1983 og við önnum ekki eftirspurn lengur, svo einfalt er það. Það er náttúrulega ömurlegt að þurfa að láta fólk bíða í röð og það er einfaldlega kominn tími á nýjan skála. Við vonum því bara í nánustu framtíð að það komi nýr skáli,“ segir Einar. Aðspurður hvernig veturinn hefur verið segir Einar að hann hafi farið frábærlega af stað. „Eins og ég segi, það er mikil fjölgun í barnafjölskyldum sem hingað koma og svo er skíðaskólinn og brettaskólinn oft orðinn fullur strax á mánudögum þegar skráning hefst fyrir næstu helgi. Þannig að við erum bara virkilega ánægð með þetta.“ Bláfjöll lokuðu klukkan 17 í dag.
Skíðasvæði Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Sjá meira