Helgi Már: Skuldaði sjálfum mér að vinna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. febrúar 2016 06:00 Helgi Már með bikarinn góða í íþróttahúsi KR við Frostaskjól, DHL-höllinni, í gær. vísir/Ernir Helgi Már Magnússon var maður dagsins þegar KR varð bikarmeistari í körfubolta á laugardaginn. Um það voru allir liðsfélagar hans sammála og sigurinn var fyrst og fremst tileinkaður honum. Það er margt sem kom til. Helga Má hafði aldrei tekist að vinna bikarinn og þetta var síðasta tækifærið hans til þess, enda hefur hann gefið út að hann muni leggja skóna á hilluna að tímabilinu loknu. Enn fremur fékk Helgi Már gullið tækifæri til að tryggja KR bikartitilinn í úrslitaleiknum gegn Stjörnunni í fyrra. KR var tveimur stigum undir en fékk síðustu sókn leiksins. Í henni fékk Helgi Már boltann tvívegis utan þriggja stiga línunnar en í bæði skiptin geigaði skot hans.Helgi Már Magnússon var kjörinn maður leiksins í bikarúrslitunum.vísir/HannaEkki bara skotin Árið 2009 var Helgi Már einnig í liði KR sem tapaði frægum bikarúrslitaleik gegn Stjörnunni, sem lék þá undir stjórn Teits Örlygssonar. „Í bæði skiptin fórum við inn í leikinn sem betra liðið á pappírnum. Það var gríðarlega svekkjandi að tapa þeim leikjum en sérstaklega í fyrra, þar sem mér fannst ég bregðast liði mínu á ögurstundu,“ útskýrir Helgi Már. „Það var ekki bara út af skotunum undir lok leiksins. Ég átti slæman dag. Ég tapaði boltanum klaufalega og gaf Stjörnunni auðveldar körfur,“ segir hann enn fremur. En hann svaraði því með frábærri frammistöðu í úrslitaleiknum gegn Þór Þorlákshöfn um helgina. Hann var stigahæstur leikmanna KR með 26 stig og tók þar að auki sex fráköst. Enn fremur tapaði hann boltanum aldrei í leiknum. Hann fer þó ekki svo langt að segja að tapið í fyrra hafi setið í honum allt árið en viðurkennir þó að hann var farið að lengja eftir bikartitli. „Það er eitthvað sérstakt við þennan dag og mig langaði svo ofboðslega mikið til að vinna þennan titil. Mér fannst að ég skuldaði bæði sjálfum mér og félaginu að vinna hann. Það tókst sem betur fer, loksins.“Helgi Már Magnússon og Brynjar Þór Björnsson fagna innilega í Höllinni.vísir/hannaSáttur við að hætta í vor Fyrr í vetur greindi Helgi Már frá því í viðtali við karfan.is að þetta tímabil væri hans síðasta, þrátt fyrir að hann sé aðeins 33 ára. Ástæðan er sú að Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, eiginkona hans, hefur hafið störf hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í Washington í Bandaríkjunum. „Þessi staða var auglýst í sumar og Gunna ræddi strax við mig um þetta og vildi sækja um. Mér leist strax vel á það þó svo að ég vissi að það myndi fela í sér að ég þyrfti að hætta í körfubolta. En þetta var of gott tækifæri til að sleppa því,“ segir Helgi Már en tímabilið var svo nýhafið þegar Guðrún Sóley fékk starfið. „Ákvörðunin hefur setið vel í mér. Það er auðvitað leiðinlegt að hætta, sérstaklega þar sem að mér finnst að ég eigi eitthvað eftir á tankinum og geti gert gagn á vellinum. En það er ágætt að hætta á góðum nótum og vonandi enn betra ef okkur tekst að vinna titilinn í vor,“ segir Helgi og bætir við að hann sé spenntur fyrir því að flytja til Bandaríkjanna. „Fyrst og fremst verður gott að fá meiri tíma fyrir fjölskylduna. Hér heima taka æfingar við eftir fullan vinnudag og þá er afskaplega lítill tími eftir fyrir börnin. Maður rétt svo nær að kyssa þau góða nótt.“Brynjar Þór Björnsson lyftir bikarnum í Höllinni fyrir KR.vísir/hannaAllir á sömu blaðsíðu í KR KR er á toppi Domino’s-deildar karla og dylst engum að liðið er skipað gríðarlega sterkum einstaklingum. Helgi Már segir þó að liðsheildin hjá KR sé einna sterkasti þáttur liðsins og að þjálfarinn Finnur Freyr Stefánsson eigi þar stóran þátt í máli. „Hann fær ekki nógu mikið hrós fyrir það starf sem hann vinnur. Finnur hlustar mikið á okkur leikmenn og er alltaf tilbúinn að heyra okkar vangaveltur um leikinn, hverjar sem þær eru,“ segir Helgi Már sem var sumarið 2012 ráðinn sem spilandi þjálfari KR þegar hann sneri aftur heim eftir nokkurra ára dvöl í Svíþjóð. Það hlutverk átti hins vegar ekki vel við hann og kom Finnur Freyr inn í þjálfarateymið áður en tímabilið var liðið. „Þetta hentaði mér einfaldlega ekki og ég var hálffeginn því að þurfa ekki að standa í þessu lengur. Það var of mikið að vera bæði að hugsa um liðið sem þjálfari og vera líka í stóru hlutverki inni á vellinum,“ útskýrir Helgi Már en hrósar um leið þeim miklu framförum sem KR-ingar hafa tekið síðan þá undir stjórn Finns Freys. „Það er einfaldlega ótrúlega gaman að spila svona körfubolta þegar þú ert með hóp af leikmönnum sem eru allir á sömu blaðsíðu. Allir vita upp á hár hvað þeir eiga að gera. Engu skoti er þröngvað á menn og í hverri einustu sókn getur maður verið nokkuð viss um að það sé verið að taka besta mögulega skotið,“ segir Helgi Már. „Við erum á góðum stað í dag en þurfum að nýta þá leiki vel sem eftir eru. Það er til dæmis stór leikur gegn Keflavík á föstudag og væri mjög gaman að vinna hann. Fyrsti leikur eftir bikarúrslit getur verið hættulegur en ég held að við séum nógu sjóaðir til að mæta rétt stilltir inn í hann.“ eirikur@frettabladid.is Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Þór Þ. 95-79 | KR bikarmeistari í ellefta sinn KR vann Þór Þorlákshöfn í bikarúrslitum karla í Laugardalshöll og er bikarmeistari í 11. sinn í sögu félagsins. 13. febrúar 2016 19:30 Helgi Már: Hefði verið mannskemmandi að tapa í dag Helgi Már Magnússon vann bikarinn í fimmtu tilraun og var kjörinn maður leiksins. 13. febrúar 2016 19:02 Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Helgi Már Magnússon var maður dagsins þegar KR varð bikarmeistari í körfubolta á laugardaginn. Um það voru allir liðsfélagar hans sammála og sigurinn var fyrst og fremst tileinkaður honum. Það er margt sem kom til. Helga Má hafði aldrei tekist að vinna bikarinn og þetta var síðasta tækifærið hans til þess, enda hefur hann gefið út að hann muni leggja skóna á hilluna að tímabilinu loknu. Enn fremur fékk Helgi Már gullið tækifæri til að tryggja KR bikartitilinn í úrslitaleiknum gegn Stjörnunni í fyrra. KR var tveimur stigum undir en fékk síðustu sókn leiksins. Í henni fékk Helgi Már boltann tvívegis utan þriggja stiga línunnar en í bæði skiptin geigaði skot hans.Helgi Már Magnússon var kjörinn maður leiksins í bikarúrslitunum.vísir/HannaEkki bara skotin Árið 2009 var Helgi Már einnig í liði KR sem tapaði frægum bikarúrslitaleik gegn Stjörnunni, sem lék þá undir stjórn Teits Örlygssonar. „Í bæði skiptin fórum við inn í leikinn sem betra liðið á pappírnum. Það var gríðarlega svekkjandi að tapa þeim leikjum en sérstaklega í fyrra, þar sem mér fannst ég bregðast liði mínu á ögurstundu,“ útskýrir Helgi Már. „Það var ekki bara út af skotunum undir lok leiksins. Ég átti slæman dag. Ég tapaði boltanum klaufalega og gaf Stjörnunni auðveldar körfur,“ segir hann enn fremur. En hann svaraði því með frábærri frammistöðu í úrslitaleiknum gegn Þór Þorlákshöfn um helgina. Hann var stigahæstur leikmanna KR með 26 stig og tók þar að auki sex fráköst. Enn fremur tapaði hann boltanum aldrei í leiknum. Hann fer þó ekki svo langt að segja að tapið í fyrra hafi setið í honum allt árið en viðurkennir þó að hann var farið að lengja eftir bikartitli. „Það er eitthvað sérstakt við þennan dag og mig langaði svo ofboðslega mikið til að vinna þennan titil. Mér fannst að ég skuldaði bæði sjálfum mér og félaginu að vinna hann. Það tókst sem betur fer, loksins.“Helgi Már Magnússon og Brynjar Þór Björnsson fagna innilega í Höllinni.vísir/hannaSáttur við að hætta í vor Fyrr í vetur greindi Helgi Már frá því í viðtali við karfan.is að þetta tímabil væri hans síðasta, þrátt fyrir að hann sé aðeins 33 ára. Ástæðan er sú að Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, eiginkona hans, hefur hafið störf hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í Washington í Bandaríkjunum. „Þessi staða var auglýst í sumar og Gunna ræddi strax við mig um þetta og vildi sækja um. Mér leist strax vel á það þó svo að ég vissi að það myndi fela í sér að ég þyrfti að hætta í körfubolta. En þetta var of gott tækifæri til að sleppa því,“ segir Helgi Már en tímabilið var svo nýhafið þegar Guðrún Sóley fékk starfið. „Ákvörðunin hefur setið vel í mér. Það er auðvitað leiðinlegt að hætta, sérstaklega þar sem að mér finnst að ég eigi eitthvað eftir á tankinum og geti gert gagn á vellinum. En það er ágætt að hætta á góðum nótum og vonandi enn betra ef okkur tekst að vinna titilinn í vor,“ segir Helgi og bætir við að hann sé spenntur fyrir því að flytja til Bandaríkjanna. „Fyrst og fremst verður gott að fá meiri tíma fyrir fjölskylduna. Hér heima taka æfingar við eftir fullan vinnudag og þá er afskaplega lítill tími eftir fyrir börnin. Maður rétt svo nær að kyssa þau góða nótt.“Brynjar Þór Björnsson lyftir bikarnum í Höllinni fyrir KR.vísir/hannaAllir á sömu blaðsíðu í KR KR er á toppi Domino’s-deildar karla og dylst engum að liðið er skipað gríðarlega sterkum einstaklingum. Helgi Már segir þó að liðsheildin hjá KR sé einna sterkasti þáttur liðsins og að þjálfarinn Finnur Freyr Stefánsson eigi þar stóran þátt í máli. „Hann fær ekki nógu mikið hrós fyrir það starf sem hann vinnur. Finnur hlustar mikið á okkur leikmenn og er alltaf tilbúinn að heyra okkar vangaveltur um leikinn, hverjar sem þær eru,“ segir Helgi Már sem var sumarið 2012 ráðinn sem spilandi þjálfari KR þegar hann sneri aftur heim eftir nokkurra ára dvöl í Svíþjóð. Það hlutverk átti hins vegar ekki vel við hann og kom Finnur Freyr inn í þjálfarateymið áður en tímabilið var liðið. „Þetta hentaði mér einfaldlega ekki og ég var hálffeginn því að þurfa ekki að standa í þessu lengur. Það var of mikið að vera bæði að hugsa um liðið sem þjálfari og vera líka í stóru hlutverki inni á vellinum,“ útskýrir Helgi Már en hrósar um leið þeim miklu framförum sem KR-ingar hafa tekið síðan þá undir stjórn Finns Freys. „Það er einfaldlega ótrúlega gaman að spila svona körfubolta þegar þú ert með hóp af leikmönnum sem eru allir á sömu blaðsíðu. Allir vita upp á hár hvað þeir eiga að gera. Engu skoti er þröngvað á menn og í hverri einustu sókn getur maður verið nokkuð viss um að það sé verið að taka besta mögulega skotið,“ segir Helgi Már. „Við erum á góðum stað í dag en þurfum að nýta þá leiki vel sem eftir eru. Það er til dæmis stór leikur gegn Keflavík á föstudag og væri mjög gaman að vinna hann. Fyrsti leikur eftir bikarúrslit getur verið hættulegur en ég held að við séum nógu sjóaðir til að mæta rétt stilltir inn í hann.“ eirikur@frettabladid.is
Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Þór Þ. 95-79 | KR bikarmeistari í ellefta sinn KR vann Þór Þorlákshöfn í bikarúrslitum karla í Laugardalshöll og er bikarmeistari í 11. sinn í sögu félagsins. 13. febrúar 2016 19:30 Helgi Már: Hefði verið mannskemmandi að tapa í dag Helgi Már Magnússon vann bikarinn í fimmtu tilraun og var kjörinn maður leiksins. 13. febrúar 2016 19:02 Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Þór Þ. 95-79 | KR bikarmeistari í ellefta sinn KR vann Þór Þorlákshöfn í bikarúrslitum karla í Laugardalshöll og er bikarmeistari í 11. sinn í sögu félagsins. 13. febrúar 2016 19:30
Helgi Már: Hefði verið mannskemmandi að tapa í dag Helgi Már Magnússon vann bikarinn í fimmtu tilraun og var kjörinn maður leiksins. 13. febrúar 2016 19:02
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins