Össur þykir orðinn ansi forsetalegur Birgir Olgeirsson skrifar 16. febrúar 2016 13:49 Össur Skarphéðinsson Fréttablaðið/Vilhelm Fréttastofan hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að Össur Skarphéðinsson alþingismaður og fyrrverandi ráðherra hafi leitað eftir stuðningi í embætti forseta Íslands hjá fólki þvert á flokka og í atvinnulífinu. Vitað er að Össur hefur einnig fengið ráðgjöf hvar hann standi sterkur fyrir og hvar ekki þegar framboð er annars vegar. Sjálfur hefur Össur ekki viljað staðfesta fréttir um framboð og kom af fjöllum þegar fréttastofa hafði samband við hann síðastliðinn laugardag. Þykir þingmaðurinn vera orðinn ansi forsetalegur á Facebook-síðu sinni. Til að mynda birtir hann í dag myndir af sér við opnun nýs Ali Baba-veitingastaðar í Spönginni í Grafarvogi um liðna helgi, en þar þjónaði Össur gestum fyrir hönd eiganda staðarins. „Eins og þjónandi forystu sæmir,“ skrifar Össur.Við dr. Árný tókum þátt í að opna nýjan Ali Baba stað í Spönginni um helgina með Yaman Brikhan, gömlum kunningja sem...Posted by Össur Skarphéðinsson on Monday, February 15, 2016Þá hefur hann birt myndir af sér við opnum listsýningar og frá afmælistónleikum karlakórs Kjalnesinga. Össur er fæddur i Reykjavík 19. júní 1953 og verður því 63 ára þegar gengið verður til kosninga. Hann gekk í MR, síðar Háskóla Íslands og lauk doktorspróf í lífeðlisfræði með fiskeldi sem sérgrein frá Háskólanum í East Anglia, Englandi, 1983. Stjórnmál hefur verið aðalstarf Össurar frá 1991 en hann hefur setið á þingi fyrir Alþýðuflokkinn og síðar Samfylkinguna og gegnt embætti umhverfis-, iðnaðar- og utanríkisráðherra. Hann var fyrsti formaður Samfylkingarinnar frá stofnun flokksins í maí 2000 til 2005. Hann hefur einnig komið að fjölmiðlum enda var hann blaðamaður og ritstjóri Þjóðviljans og síðar ritstjóri DV. Össur er kvæntur Árnýju Erlu Sveinbjörnsdóttir jarðfræðingi og deildarstjóra hjá Raunvísindastofnun HÍ og eiga þau tvær dætur. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Halla Tómasdóttir íhugar forsetaframboð Rúmlega 800 manns hafa skorað á Höllu að bjóða sig fram í kosningunum á næsta ári. 4. desember 2015 00:10 Hópur manna sagður kanna grundvöll fyrir framboð Guðna Guðni kemur af fjöllum á Kanaríeyjum. 29. janúar 2016 10:28 Rúmur meirihluti vill sjá Baldur og Felix á Bessastöðum Gallup-könnun leiðir í ljós að meirihluti getur vel hugsað sér Baldur Þórhallsson prófessor sem næsta forseta Íslands. 15. febrúar 2016 10:13 Fegurðardrottning íhugar forsetaframboð Linda Pétursdóttir íhugar alvarlega að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. 22. janúar 2016 09:44 Hrannar íhugar forsetaframboð af fullri alvöru "Maður hefur verið spurður af ýmsum og þá í þessu samhengi að forseti eigi að tala með tilteknum hætti og beita sér fyrir tilteknum málum.“ 17. desember 2015 15:46 Ástþór safnar undirskriftum á marmaranum í Verzló Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi er kominn á fullt í baráttuna og nú þegar byrjaður að safna undirskriftum til stuðnings framboði sínu. 19. janúar 2016 14:28 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Sjá meira
Fréttastofan hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að Össur Skarphéðinsson alþingismaður og fyrrverandi ráðherra hafi leitað eftir stuðningi í embætti forseta Íslands hjá fólki þvert á flokka og í atvinnulífinu. Vitað er að Össur hefur einnig fengið ráðgjöf hvar hann standi sterkur fyrir og hvar ekki þegar framboð er annars vegar. Sjálfur hefur Össur ekki viljað staðfesta fréttir um framboð og kom af fjöllum þegar fréttastofa hafði samband við hann síðastliðinn laugardag. Þykir þingmaðurinn vera orðinn ansi forsetalegur á Facebook-síðu sinni. Til að mynda birtir hann í dag myndir af sér við opnun nýs Ali Baba-veitingastaðar í Spönginni í Grafarvogi um liðna helgi, en þar þjónaði Össur gestum fyrir hönd eiganda staðarins. „Eins og þjónandi forystu sæmir,“ skrifar Össur.Við dr. Árný tókum þátt í að opna nýjan Ali Baba stað í Spönginni um helgina með Yaman Brikhan, gömlum kunningja sem...Posted by Össur Skarphéðinsson on Monday, February 15, 2016Þá hefur hann birt myndir af sér við opnum listsýningar og frá afmælistónleikum karlakórs Kjalnesinga. Össur er fæddur i Reykjavík 19. júní 1953 og verður því 63 ára þegar gengið verður til kosninga. Hann gekk í MR, síðar Háskóla Íslands og lauk doktorspróf í lífeðlisfræði með fiskeldi sem sérgrein frá Háskólanum í East Anglia, Englandi, 1983. Stjórnmál hefur verið aðalstarf Össurar frá 1991 en hann hefur setið á þingi fyrir Alþýðuflokkinn og síðar Samfylkinguna og gegnt embætti umhverfis-, iðnaðar- og utanríkisráðherra. Hann var fyrsti formaður Samfylkingarinnar frá stofnun flokksins í maí 2000 til 2005. Hann hefur einnig komið að fjölmiðlum enda var hann blaðamaður og ritstjóri Þjóðviljans og síðar ritstjóri DV. Össur er kvæntur Árnýju Erlu Sveinbjörnsdóttir jarðfræðingi og deildarstjóra hjá Raunvísindastofnun HÍ og eiga þau tvær dætur.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Halla Tómasdóttir íhugar forsetaframboð Rúmlega 800 manns hafa skorað á Höllu að bjóða sig fram í kosningunum á næsta ári. 4. desember 2015 00:10 Hópur manna sagður kanna grundvöll fyrir framboð Guðna Guðni kemur af fjöllum á Kanaríeyjum. 29. janúar 2016 10:28 Rúmur meirihluti vill sjá Baldur og Felix á Bessastöðum Gallup-könnun leiðir í ljós að meirihluti getur vel hugsað sér Baldur Þórhallsson prófessor sem næsta forseta Íslands. 15. febrúar 2016 10:13 Fegurðardrottning íhugar forsetaframboð Linda Pétursdóttir íhugar alvarlega að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. 22. janúar 2016 09:44 Hrannar íhugar forsetaframboð af fullri alvöru "Maður hefur verið spurður af ýmsum og þá í þessu samhengi að forseti eigi að tala með tilteknum hætti og beita sér fyrir tilteknum málum.“ 17. desember 2015 15:46 Ástþór safnar undirskriftum á marmaranum í Verzló Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi er kominn á fullt í baráttuna og nú þegar byrjaður að safna undirskriftum til stuðnings framboði sínu. 19. janúar 2016 14:28 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Sjá meira
Halla Tómasdóttir íhugar forsetaframboð Rúmlega 800 manns hafa skorað á Höllu að bjóða sig fram í kosningunum á næsta ári. 4. desember 2015 00:10
Hópur manna sagður kanna grundvöll fyrir framboð Guðna Guðni kemur af fjöllum á Kanaríeyjum. 29. janúar 2016 10:28
Rúmur meirihluti vill sjá Baldur og Felix á Bessastöðum Gallup-könnun leiðir í ljós að meirihluti getur vel hugsað sér Baldur Þórhallsson prófessor sem næsta forseta Íslands. 15. febrúar 2016 10:13
Fegurðardrottning íhugar forsetaframboð Linda Pétursdóttir íhugar alvarlega að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. 22. janúar 2016 09:44
Hrannar íhugar forsetaframboð af fullri alvöru "Maður hefur verið spurður af ýmsum og þá í þessu samhengi að forseti eigi að tala með tilteknum hætti og beita sér fyrir tilteknum málum.“ 17. desember 2015 15:46
Ástþór safnar undirskriftum á marmaranum í Verzló Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi er kominn á fullt í baráttuna og nú þegar byrjaður að safna undirskriftum til stuðnings framboði sínu. 19. janúar 2016 14:28