Samtal um samkeppni Páll Gunnar Pálsson skrifar 17. febrúar 2016 07:00 Á síðasta ári hleypti Samkeppniseftirlitið af stokkunum fundaröð undir samheitinu „Samtal um samkeppni“. Fundunum er ætlað að vera umræðuvettvangur um samkeppnismál, þar sem tækifæri gefst til þess að ræða hverju hafi verið áorkað og hver séu brýnustu viðfangsefnin framundan. Með þessu er Samkeppniseftirlitið að leggja við hlustir, koma á framfæri leiðbeiningum og taka við sjónarmiðum frá atvinnulífi, stjórnvöldum og neytendum. Áhrif stjórnvalda á samkeppni Fyrsti fundurinn í fundaröðinni var haldinn þann 3. desember sl., en þar hélt sérfræðingur frá samkeppnisdeild OECD erindi um áhrif stjórnvalda á samkeppni. Fjallaði hann um þýðingu þess að stjórnvöld mætu samkeppnisleg áhrif laga og reglna og stuðluðu þannig að færri samkeppnishindrunum og minni reglubyrði. Á fundinum var m.a. gerð grein fyrir rannsóknum sem sýna að samkeppnismat laga og reglna á tilteknum markaði er líklegt til þess að skila um 20% lægra verði á vöru eða þjónustu en ella væri. Í framhaldi af fundinum hefur Samkeppniseftirlitið fylgt málefninu eftir gagnvart einstökum ráðuneytum. Föstudaginn 12. febrúar sl. efndi Samkeppniseftirlitið til lokaðs umræðufundar um samkeppni í landbúnaði. Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra, forsvarsmenn í landbúnaði, fulltrúar hagsmunasamtaka á vettvangi atvinnulífs og fulltrúar neytenda ræddu þar brýnustu verkefnin framundan í landbúnaði. Þá var rætt hvar markmið samkeppnislaga og landbúnaðarins færu saman og hvar ekki, og hvaða lærdóm megi draga af þeim ólíku leiðum sem farnar hafa verið t.d. í mjólkurvinnslu og grænmetisframleiðslu. Fimmtudaginn 18. febrúar nk. mun Samkeppniseftirlitið síðan standa fyrir opnum fundi um beitingu samkeppnisreglna. Þar mun dr. Gjermund Mathiesen, yfirmaður samkeppnismála hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA), fjalla um aðkomu ESA að samkeppniseftirliti á Íslandi, þróun samkeppniseftirlits í Evrópu, auk þess sem rætt verður um sektir í samkeppnismálum og varnaðaráhrif þeirra. Fundurinn verður haldinn á Hilton Reykjavík Hótel og hefst kl. 9.00. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Gunnar Pálsson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Á síðasta ári hleypti Samkeppniseftirlitið af stokkunum fundaröð undir samheitinu „Samtal um samkeppni“. Fundunum er ætlað að vera umræðuvettvangur um samkeppnismál, þar sem tækifæri gefst til þess að ræða hverju hafi verið áorkað og hver séu brýnustu viðfangsefnin framundan. Með þessu er Samkeppniseftirlitið að leggja við hlustir, koma á framfæri leiðbeiningum og taka við sjónarmiðum frá atvinnulífi, stjórnvöldum og neytendum. Áhrif stjórnvalda á samkeppni Fyrsti fundurinn í fundaröðinni var haldinn þann 3. desember sl., en þar hélt sérfræðingur frá samkeppnisdeild OECD erindi um áhrif stjórnvalda á samkeppni. Fjallaði hann um þýðingu þess að stjórnvöld mætu samkeppnisleg áhrif laga og reglna og stuðluðu þannig að færri samkeppnishindrunum og minni reglubyrði. Á fundinum var m.a. gerð grein fyrir rannsóknum sem sýna að samkeppnismat laga og reglna á tilteknum markaði er líklegt til þess að skila um 20% lægra verði á vöru eða þjónustu en ella væri. Í framhaldi af fundinum hefur Samkeppniseftirlitið fylgt málefninu eftir gagnvart einstökum ráðuneytum. Föstudaginn 12. febrúar sl. efndi Samkeppniseftirlitið til lokaðs umræðufundar um samkeppni í landbúnaði. Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra, forsvarsmenn í landbúnaði, fulltrúar hagsmunasamtaka á vettvangi atvinnulífs og fulltrúar neytenda ræddu þar brýnustu verkefnin framundan í landbúnaði. Þá var rætt hvar markmið samkeppnislaga og landbúnaðarins færu saman og hvar ekki, og hvaða lærdóm megi draga af þeim ólíku leiðum sem farnar hafa verið t.d. í mjólkurvinnslu og grænmetisframleiðslu. Fimmtudaginn 18. febrúar nk. mun Samkeppniseftirlitið síðan standa fyrir opnum fundi um beitingu samkeppnisreglna. Þar mun dr. Gjermund Mathiesen, yfirmaður samkeppnismála hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA), fjalla um aðkomu ESA að samkeppniseftirliti á Íslandi, þróun samkeppniseftirlits í Evrópu, auk þess sem rætt verður um sektir í samkeppnismálum og varnaðaráhrif þeirra. Fundurinn verður haldinn á Hilton Reykjavík Hótel og hefst kl. 9.00.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun