Þessi verk byggja á alþýðumenningu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 17. febrúar 2016 10:30 "Þetta er orkuverk. Það smitar frá sér orku þegar fólk kemur nálægt því,“ fullyrðir listamaðurinn Steingrímur um gulu myndina. Minna verkið birtir meðal annars app inn á safn gamalla lækningaminja í Los Angeles þar sem margt er á mörkum hins vísindalega. Vísir/Pjetur Listmálarinn Steingrímur Eyfjörð er að fá sér kaffi í Gamma í Garðastræti 37 og lætur sér hvergi bregða þegar ég birtist þótt hann sé nýbúinn að spyrja ljósmyndarann hvenær hún komi þessi „stelpa“ til að taka viðtalið. (Ekki furða þó ljósmyndarinn væri með skelmislegt glott þegar við mættumst í dyrunum!) Myndir Steingríms taka sig vel út á dimmbláum veggjum. „Ég valdi þennan lit. Þetta er liturinn hennar Kali sem er gyðja sköpunar og eyðingar og veit víst allt áður en það verður til,“ útskýrir listamaðurinn og bendir á dökkbláa styttu á hillu. Verkin voru flest gerð fyrir Momentum, norræna myndlistartvíæringinn sem haldinn var í Moss í Noregi á síðasta ári að sögn Steingríms. Þar var þemað Tunnel Vision. Hann líkir myndefninu við nútíma þjóðsögur. „Þessi verk byggja á alþýðumenningu, vissu sviði sem ekki er sannað vísindalega en er þó raunverulegt, eins og draumar og ýmislegt dularfullt og utan við það skýranlega,“ skýrir hann. „Það er svo margt sem vísindin hafna en er þó erfitt að véfengja.“ Ég er litlu nær en reyni að bera mig mannalega. Hann gefst upp. „Listamenn búa til listaverk. Síðan er til fólk sem fer í langskólanám sérstaklega til að segja til um hvað listaverkin eru. Listamaðurinn er kannski ekki sá besti til að útskýra það sjálfur. Það er svo oft sem hann gerir eitthvað ómeðvitað. Ég held ég vinni þannig, þó alltaf sé einhver ætlun með öllu.“ Steingrímur á að baki fjögurra áratuga feril í myndlist og hefur sýnt víða um heim. Hann var einn af listamönnunum sem störfuðu í Galleríi Suðurgötu 7 á áttunda áratugnum og hefur verið virkur þátttakandi í íslensku listalífi æ síðan. Árið 2006 hélt Listasafn Íslands yfirlitssýningu á verkum hans og árið 2007 var hann fulltrúi Íslands á tvíæringnum í Feneyjum. Sýningin Guli eyrnalokkurinn verður opnuð á morgun, fimmtudag, klukkan 17. Menning Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Listmálarinn Steingrímur Eyfjörð er að fá sér kaffi í Gamma í Garðastræti 37 og lætur sér hvergi bregða þegar ég birtist þótt hann sé nýbúinn að spyrja ljósmyndarann hvenær hún komi þessi „stelpa“ til að taka viðtalið. (Ekki furða þó ljósmyndarinn væri með skelmislegt glott þegar við mættumst í dyrunum!) Myndir Steingríms taka sig vel út á dimmbláum veggjum. „Ég valdi þennan lit. Þetta er liturinn hennar Kali sem er gyðja sköpunar og eyðingar og veit víst allt áður en það verður til,“ útskýrir listamaðurinn og bendir á dökkbláa styttu á hillu. Verkin voru flest gerð fyrir Momentum, norræna myndlistartvíæringinn sem haldinn var í Moss í Noregi á síðasta ári að sögn Steingríms. Þar var þemað Tunnel Vision. Hann líkir myndefninu við nútíma þjóðsögur. „Þessi verk byggja á alþýðumenningu, vissu sviði sem ekki er sannað vísindalega en er þó raunverulegt, eins og draumar og ýmislegt dularfullt og utan við það skýranlega,“ skýrir hann. „Það er svo margt sem vísindin hafna en er þó erfitt að véfengja.“ Ég er litlu nær en reyni að bera mig mannalega. Hann gefst upp. „Listamenn búa til listaverk. Síðan er til fólk sem fer í langskólanám sérstaklega til að segja til um hvað listaverkin eru. Listamaðurinn er kannski ekki sá besti til að útskýra það sjálfur. Það er svo oft sem hann gerir eitthvað ómeðvitað. Ég held ég vinni þannig, þó alltaf sé einhver ætlun með öllu.“ Steingrímur á að baki fjögurra áratuga feril í myndlist og hefur sýnt víða um heim. Hann var einn af listamönnunum sem störfuðu í Galleríi Suðurgötu 7 á áttunda áratugnum og hefur verið virkur þátttakandi í íslensku listalífi æ síðan. Árið 2006 hélt Listasafn Íslands yfirlitssýningu á verkum hans og árið 2007 var hann fulltrúi Íslands á tvíæringnum í Feneyjum. Sýningin Guli eyrnalokkurinn verður opnuð á morgun, fimmtudag, klukkan 17.
Menning Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira