Sérstakt samband milli tóna og hreyfinga 18. febrúar 2016 10:45 Hver æfing er ný útgáfa. Hér er sú síðasta fyrir frumsýningu í Hörpu í kvöld klukkan 19 og önnur sýning verður klukkan 21. Vísir/Ernir Dansarinn Valgerður Rúnarsdóttir blæs ekki úr nös þó nýlokið sé hátt í klukkutíma æfingu á verkinu All Inclusive þar sem mikið hefur reynt á styrk hennar og fimi. Ásamt tónlistarmönnunum Tómasi og Vigni í dúóinu Mankan hefur hún tekið að sér að útlista verkið fyrir blaðamanni – sem reyndar horfði á síðasta kortérið og hreifst. All Inclusive er eitt þeirra þriggja dansverka sem eru á dagskrá Íslenska dansflokksins, Reykjavík Dance Festival og Sónar í kvöld. „Við semjum tónlistina í hvert skipti sem við flytjum verkið,“ segir Tómas. Valgerður segir það sama gilda um dansarana, þeir vinni hverju sinni útfrá tónlistinni. „Við spjöllum saman á okkar eigin tungumáli þó engin línuleg frásögn sé í verkinu og erum búin að koma okkur saman um tilfinningu í hverjum kafla fyrir sig,“ segir hún. „Já, það er ákveðinn tímarammi með mismunandi stemningar, en við erum frjáls innan hans,“ botnar Vignir. Tónlistin fer öll gegnum tölvur og ekki nóg með það, dansararnir eru líka með snjalltæki á sér sem stundum stjórna hljóðinu eftir því hver líkamsstaða dansaranna er. Þá elta hreyfingarnar ekki tóninn heldur öfugt, ef svo má að orði komast. „Við erum auðvitað vön að dansa eftir tónlist en með því að vinna svona verður alveg sérstakt samband milli tóna og hreyfinga,“ segir Valgerður sem tilheyrði Íslenska dansflokknum um tíma, en hefur undanfarin ár starfað erlendis og búið í Belgíu. Nú er hún flutt heim, dansar í Njálu og þessu verkefni með ÍD. „Við höfum unnið að þessu verki í rúma viku. Það er stutt ferli en mjög markvisst,“ segir hún. „Já, við Vignir höfum verið á æfingum alla daga og svo að vinna á nóttunni heima svo allt virki enn betur hjá okkur daginn eftir,“ bætir Tómas við. Valgerður segir algerlega frábært að vinna með stjórnandanum hinum slóvakíska Martin Kilvady sem dansar líka með hópnum á morgun. „Martin er sérhæfður í svona spuna innan ákveðins ramma og notar ákveðið tungumál. Þó ég hafi margra ára reynslu sem atvinnudansari þá er endalaust hægt að læra af fólki sem hefur jafn skýra sýn og hann,“ segir Valgerður. Dansverkið verður flutt á salargólfinu í Norðurljósum í mikilli nánd við áhorfendur, sem verða meðfram veggjunum og uppi á svölum. Valgerður hvetur fólk til að njóta augnabliksins. „Þegar farið er á tónleika er það til að verða fyrir hughrifum og hið sama gildir um þennan viðburð. Það verður fyrst og fremst gaman.“ Menning Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Dansarinn Valgerður Rúnarsdóttir blæs ekki úr nös þó nýlokið sé hátt í klukkutíma æfingu á verkinu All Inclusive þar sem mikið hefur reynt á styrk hennar og fimi. Ásamt tónlistarmönnunum Tómasi og Vigni í dúóinu Mankan hefur hún tekið að sér að útlista verkið fyrir blaðamanni – sem reyndar horfði á síðasta kortérið og hreifst. All Inclusive er eitt þeirra þriggja dansverka sem eru á dagskrá Íslenska dansflokksins, Reykjavík Dance Festival og Sónar í kvöld. „Við semjum tónlistina í hvert skipti sem við flytjum verkið,“ segir Tómas. Valgerður segir það sama gilda um dansarana, þeir vinni hverju sinni útfrá tónlistinni. „Við spjöllum saman á okkar eigin tungumáli þó engin línuleg frásögn sé í verkinu og erum búin að koma okkur saman um tilfinningu í hverjum kafla fyrir sig,“ segir hún. „Já, það er ákveðinn tímarammi með mismunandi stemningar, en við erum frjáls innan hans,“ botnar Vignir. Tónlistin fer öll gegnum tölvur og ekki nóg með það, dansararnir eru líka með snjalltæki á sér sem stundum stjórna hljóðinu eftir því hver líkamsstaða dansaranna er. Þá elta hreyfingarnar ekki tóninn heldur öfugt, ef svo má að orði komast. „Við erum auðvitað vön að dansa eftir tónlist en með því að vinna svona verður alveg sérstakt samband milli tóna og hreyfinga,“ segir Valgerður sem tilheyrði Íslenska dansflokknum um tíma, en hefur undanfarin ár starfað erlendis og búið í Belgíu. Nú er hún flutt heim, dansar í Njálu og þessu verkefni með ÍD. „Við höfum unnið að þessu verki í rúma viku. Það er stutt ferli en mjög markvisst,“ segir hún. „Já, við Vignir höfum verið á æfingum alla daga og svo að vinna á nóttunni heima svo allt virki enn betur hjá okkur daginn eftir,“ bætir Tómas við. Valgerður segir algerlega frábært að vinna með stjórnandanum hinum slóvakíska Martin Kilvady sem dansar líka með hópnum á morgun. „Martin er sérhæfður í svona spuna innan ákveðins ramma og notar ákveðið tungumál. Þó ég hafi margra ára reynslu sem atvinnudansari þá er endalaust hægt að læra af fólki sem hefur jafn skýra sýn og hann,“ segir Valgerður. Dansverkið verður flutt á salargólfinu í Norðurljósum í mikilli nánd við áhorfendur, sem verða meðfram veggjunum og uppi á svölum. Valgerður hvetur fólk til að njóta augnabliksins. „Þegar farið er á tónleika er það til að verða fyrir hughrifum og hið sama gildir um þennan viðburð. Það verður fyrst og fremst gaman.“
Menning Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira