Útlendingastofnun frestaði flutningi af sanngirnisástæðum Atli Ísleifsson skrifar 18. febrúar 2016 14:01 Idafe ásamt kærustu sinni, Aldísi Báru Pálsdóttur. MYND/HELGI J. HAUKSSON Flutningi á þremur hælisleitendum sem til stóð að flytja til Ítalíu nú í morgun var frestað af sanngirnisástæðum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Útlendingastofnun þar sem segir að stofnunin hafi farið þess á leit við alþjóðadeild ríkislögreglustjóra í gærkvöld að ekki yrði af flutningi mannanna til Ítalíu. Hafi ekki orðið af því að þeir færu til Ítalíu. Idafe Onafe Oghene, Martin Omulu og Christian Boadi fengu í gærkvöld þær fréttir að beiðni um flutning hans af landi brott hefði verið afturkölluð. Þeim var sagt á þriðjudag að þeir þyrftu að fara til Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar en mennirnir þrír eru hælisleitendur, tveir þeirra nígerískir en sá þriðji ganverskur. Í tilkynningu Útlendingastofnunar segir að bráðabirgðadvalar- og atvinnuleyfi hælisleitenda skv. 12. gr. g útlendingalaga sé bundið við það að meðferð hælismáls standi yfir og fellur það niður þegar úrskurður í máli er framkvæmdur með flutningi. „Þegar óskað var framkvæmdar flutninganna lágu fyrir úrskurðir innanríkisráðuneytisins þess efnis að mennina þrjá skyldi flytja til Ítalíu. Með dómum Hæstaréttar í október á liðnu ári varð endanlega ljóst að úrskurðirnir héldu gildi sínu. Þá þegar voru skilyrði fyrir hendi til að óska endurupptöku fyrir kærunefnd útlendingamála. Var sammerkt með öllum málunum að endurupptökubeiðnir voru ekki sendar kærunefnd útlendingamála, því stjórnvaldi sem heimilt er að lögum að taka slíka beiðni til meðferðar, fyrr en farið hafði verið fram á framkvæmd úrskurðanna. Legið hefur fyrir síðan dómar Hæstaréttar féllu að væntanlegt væri að úrskurðirnir kæmu til framkvæmdar með flutningi til Ítalíu. Að mati Útlendingastofnunar var ótækt að láta þær tafir, sem urðu á að koma málunum í réttan farveg eins og áður er lýst, bitna á hælisleitendunum þremur sem um ræðir. Varð þeim sjálfum á engan hátt kennt um að ekki hafði verið óskað endurupptöku með fullnægjandi hætti en auk þess hefur, sem kunnugt er, mikið vatn runnið til sjávar í málaflokknum síðan úrskurðirnir voru kveðnir upp, almennt og hvað varðar aðstæður hælisleitenda á Ítalíu. Með tilliti til þessa var það mat Útlendingastofnunar að sanngirnissjónarmið, mikilvægi þeirra hagsmuna sem í húfi eru í hælismálum og almenn sjónarmið um meðalhóf og vandaða stjórnsýslu leiddu til þess að rétt væri að fresta flutningum þar til kærunefnd útlendingamála hefði fengið færi á að taka afstöðu til endurupptöku málanna. Því varð það niðurstaðan, þegar staðfesting hafði borist Útlendingastofnun um að endurupptökubeiðni hefði verið lögð fram eða að slík beiðni yrði borin fram án tafar í málunum, að stofnunin afturkallaði beiðni um framkvæmd flutninga. Ástæða þykir til að taka fram að Útlendingastofnun leysti úr málunum þremur á tveimur til fjórum mánuðum. Hæstiréttur féllst á upphaflega niðurstöðu Útlendingastofnunar í öllum málunum,“ segir í tilkynningunni. Flóttamenn Tengdar fréttir Hælisleitendurnir ekki sendir úr landi í nótt Beiðni um brottflutning þriggja hælisleitenda hefur verið afturkölluð. 17. febrúar 2016 20:52 Fluttur úr landi í nótt þrátt fyrir samband: „Hann hefur gengið dætrum mínum í föðurstað“ Hælisleitandinn Idafe Onafe Oghene og Aldís Bára Pálsdóttir hafa verið saman í tvö ár. 17. febrúar 2016 19:15 Glaður yfir að fara ekki Hælisleitandinn Idafe Onafe Oghene fékk í gærkvöld þær fréttir að beiðni um flutning hans af landi brott hefði verið afturkölluð. 18. febrúar 2016 07:00 „Þeir eru svo langt frá því að vera á nokkurn hátt hólpnir“ Samstöðufundur hefur verið boðaður vegna brottvísunar þriggja flóttamanna. 18. febrúar 2016 11:51 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Flutningi á þremur hælisleitendum sem til stóð að flytja til Ítalíu nú í morgun var frestað af sanngirnisástæðum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Útlendingastofnun þar sem segir að stofnunin hafi farið þess á leit við alþjóðadeild ríkislögreglustjóra í gærkvöld að ekki yrði af flutningi mannanna til Ítalíu. Hafi ekki orðið af því að þeir færu til Ítalíu. Idafe Onafe Oghene, Martin Omulu og Christian Boadi fengu í gærkvöld þær fréttir að beiðni um flutning hans af landi brott hefði verið afturkölluð. Þeim var sagt á þriðjudag að þeir þyrftu að fara til Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar en mennirnir þrír eru hælisleitendur, tveir þeirra nígerískir en sá þriðji ganverskur. Í tilkynningu Útlendingastofnunar segir að bráðabirgðadvalar- og atvinnuleyfi hælisleitenda skv. 12. gr. g útlendingalaga sé bundið við það að meðferð hælismáls standi yfir og fellur það niður þegar úrskurður í máli er framkvæmdur með flutningi. „Þegar óskað var framkvæmdar flutninganna lágu fyrir úrskurðir innanríkisráðuneytisins þess efnis að mennina þrjá skyldi flytja til Ítalíu. Með dómum Hæstaréttar í október á liðnu ári varð endanlega ljóst að úrskurðirnir héldu gildi sínu. Þá þegar voru skilyrði fyrir hendi til að óska endurupptöku fyrir kærunefnd útlendingamála. Var sammerkt með öllum málunum að endurupptökubeiðnir voru ekki sendar kærunefnd útlendingamála, því stjórnvaldi sem heimilt er að lögum að taka slíka beiðni til meðferðar, fyrr en farið hafði verið fram á framkvæmd úrskurðanna. Legið hefur fyrir síðan dómar Hæstaréttar féllu að væntanlegt væri að úrskurðirnir kæmu til framkvæmdar með flutningi til Ítalíu. Að mati Útlendingastofnunar var ótækt að láta þær tafir, sem urðu á að koma málunum í réttan farveg eins og áður er lýst, bitna á hælisleitendunum þremur sem um ræðir. Varð þeim sjálfum á engan hátt kennt um að ekki hafði verið óskað endurupptöku með fullnægjandi hætti en auk þess hefur, sem kunnugt er, mikið vatn runnið til sjávar í málaflokknum síðan úrskurðirnir voru kveðnir upp, almennt og hvað varðar aðstæður hælisleitenda á Ítalíu. Með tilliti til þessa var það mat Útlendingastofnunar að sanngirnissjónarmið, mikilvægi þeirra hagsmuna sem í húfi eru í hælismálum og almenn sjónarmið um meðalhóf og vandaða stjórnsýslu leiddu til þess að rétt væri að fresta flutningum þar til kærunefnd útlendingamála hefði fengið færi á að taka afstöðu til endurupptöku málanna. Því varð það niðurstaðan, þegar staðfesting hafði borist Útlendingastofnun um að endurupptökubeiðni hefði verið lögð fram eða að slík beiðni yrði borin fram án tafar í málunum, að stofnunin afturkallaði beiðni um framkvæmd flutninga. Ástæða þykir til að taka fram að Útlendingastofnun leysti úr málunum þremur á tveimur til fjórum mánuðum. Hæstiréttur féllst á upphaflega niðurstöðu Útlendingastofnunar í öllum málunum,“ segir í tilkynningunni.
Flóttamenn Tengdar fréttir Hælisleitendurnir ekki sendir úr landi í nótt Beiðni um brottflutning þriggja hælisleitenda hefur verið afturkölluð. 17. febrúar 2016 20:52 Fluttur úr landi í nótt þrátt fyrir samband: „Hann hefur gengið dætrum mínum í föðurstað“ Hælisleitandinn Idafe Onafe Oghene og Aldís Bára Pálsdóttir hafa verið saman í tvö ár. 17. febrúar 2016 19:15 Glaður yfir að fara ekki Hælisleitandinn Idafe Onafe Oghene fékk í gærkvöld þær fréttir að beiðni um flutning hans af landi brott hefði verið afturkölluð. 18. febrúar 2016 07:00 „Þeir eru svo langt frá því að vera á nokkurn hátt hólpnir“ Samstöðufundur hefur verið boðaður vegna brottvísunar þriggja flóttamanna. 18. febrúar 2016 11:51 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Hælisleitendurnir ekki sendir úr landi í nótt Beiðni um brottflutning þriggja hælisleitenda hefur verið afturkölluð. 17. febrúar 2016 20:52
Fluttur úr landi í nótt þrátt fyrir samband: „Hann hefur gengið dætrum mínum í föðurstað“ Hælisleitandinn Idafe Onafe Oghene og Aldís Bára Pálsdóttir hafa verið saman í tvö ár. 17. febrúar 2016 19:15
Glaður yfir að fara ekki Hælisleitandinn Idafe Onafe Oghene fékk í gærkvöld þær fréttir að beiðni um flutning hans af landi brott hefði verið afturkölluð. 18. febrúar 2016 07:00
„Þeir eru svo langt frá því að vera á nokkurn hátt hólpnir“ Samstöðufundur hefur verið boðaður vegna brottvísunar þriggja flóttamanna. 18. febrúar 2016 11:51