Segir framkomu Eyglóar og Vigdísar gagnvart starfsmönnum fjármálaráðuneytisins óásættanlega Aðalsteinn Kjartansson skrifar 2. febrúar 2016 16:09 Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra, kemur starfsmönnum fjármálaráðuneytisins til varnar. Vísir/Vilhelm/Daníel Oddný G. Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra, segir að þær Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, ættu að skammast sín fyrir ummæli um embættismenn fjármálaráðuneytisins.Embættismenn gátu ekki varið sig Nefndi Oddný að Eygló hefði sent starfsmönnum ráðuneytisins orkustangir með kveðju og með því hefði hún vilja láta menn halda að það væri leti starfsmanna fjármálaráðuneytisins að kenna að húsnæðisfrumvörp hennar væru ekki komi fram. „En það er fjarri sanni,“ sagði Oddný. „Embættismenn ráðuneytisins gátu hins vegar ekki varið sig fyrir þessari lágkúrulegu árás og það vissi hæstvirtur ráðherra mætavel. Hæstvirtur húsnæðis- og félagsmálaráðherra þorði ekki að tala við hæstvirtan fjármálaráðherra sjálfan og réðst því að varnarlausum starfsmönnum ráðuneytisins,“ sagði hún í ræðu sinni, sem var undir liðnum störf þingsins.Þingið ræður skjölunum Vék hún þá að ummælum Vigdísar í þættinum Bítið á Bylgjunni í gær „að hún teldi að embættismenn fjármálaráðuneytisins hefðu framið glæp í formi skjalafals og það hvernig meðferð skjala hér á Alþingi sem varða endurreisn bankakerfisins eftir hrun og aðgengi háttvirtra þingmanna að þeim sé runnið undan rifjum embættismannanna.“ Sagðist Oddný getað leiðrétt Vigdísi bæði hratt og vel enda væri það þingið sem réði meðferð skjalanna. „Háttvirtur þingmaður Vigdís Hauksdóttir þorir ekki að ráðast beint að fjármálaráðherrum síðasta kjörtímabils en sakar embættismenn um óheiðarleika með dylgjum í fjölmiðlum og vill notfæra sér þá tortryggni sem enn ríkir í samfélaginu til að þyrla upp ryki,“ sagði hún. „Mér finnst framkoma þeirra beggja gagnvart starfsmönnum fjármálaráðuneytisins óásættanleg, auk þess sem hún er lítilmannlega. Það eru ráðherrar sem fara með ábyrgð og þangað á að beina spjótum en ekki að embættismönnum sem geta ekki varið sig fyrir slíkum rógi og árásum,“ sagði hún og bætti við að í öðrum lýðræðislöndum segðu menn af sér fyrir minni sakir. Stjórnmálavísir Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Oddný G. Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra, segir að þær Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, ættu að skammast sín fyrir ummæli um embættismenn fjármálaráðuneytisins.Embættismenn gátu ekki varið sig Nefndi Oddný að Eygló hefði sent starfsmönnum ráðuneytisins orkustangir með kveðju og með því hefði hún vilja láta menn halda að það væri leti starfsmanna fjármálaráðuneytisins að kenna að húsnæðisfrumvörp hennar væru ekki komi fram. „En það er fjarri sanni,“ sagði Oddný. „Embættismenn ráðuneytisins gátu hins vegar ekki varið sig fyrir þessari lágkúrulegu árás og það vissi hæstvirtur ráðherra mætavel. Hæstvirtur húsnæðis- og félagsmálaráðherra þorði ekki að tala við hæstvirtan fjármálaráðherra sjálfan og réðst því að varnarlausum starfsmönnum ráðuneytisins,“ sagði hún í ræðu sinni, sem var undir liðnum störf þingsins.Þingið ræður skjölunum Vék hún þá að ummælum Vigdísar í þættinum Bítið á Bylgjunni í gær „að hún teldi að embættismenn fjármálaráðuneytisins hefðu framið glæp í formi skjalafals og það hvernig meðferð skjala hér á Alþingi sem varða endurreisn bankakerfisins eftir hrun og aðgengi háttvirtra þingmanna að þeim sé runnið undan rifjum embættismannanna.“ Sagðist Oddný getað leiðrétt Vigdísi bæði hratt og vel enda væri það þingið sem réði meðferð skjalanna. „Háttvirtur þingmaður Vigdís Hauksdóttir þorir ekki að ráðast beint að fjármálaráðherrum síðasta kjörtímabils en sakar embættismenn um óheiðarleika með dylgjum í fjölmiðlum og vill notfæra sér þá tortryggni sem enn ríkir í samfélaginu til að þyrla upp ryki,“ sagði hún. „Mér finnst framkoma þeirra beggja gagnvart starfsmönnum fjármálaráðuneytisins óásættanleg, auk þess sem hún er lítilmannlega. Það eru ráðherrar sem fara með ábyrgð og þangað á að beina spjótum en ekki að embættismönnum sem geta ekki varið sig fyrir slíkum rógi og árásum,“ sagði hún og bætti við að í öðrum lýðræðislöndum segðu menn af sér fyrir minni sakir.
Stjórnmálavísir Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira