Einar: Þvílík frammistaða hjá liðinu Ingvi Þór Sæmundsson í TM-höllinni í Garðabæ skrifar 8. febrúar 2016 21:44 Einar var líflegur á hliðarlínunni að vanda. vísir "Púlsinn er örugglega helvíti hár en ég er bara í svo góðu formi að maður finnur ekki mikið fyrir þessu," sagði Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, léttur í lund eftir eins marks sigur, 32-31, á Fram í 8-liða úrslitum Coca-Cola bikarsins í handbolta í kvöld. Leikurinn var gríðarlega spennandi og réðust úrslitin ekki fyrr en í framlengingu. Einar var að vonum stoltur af sínum mönnum eftir leikinn. "Þetta var rosalegur leikur og þvílík frammistaða hjá liðinu," sagði Einar sem er á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari Stjörnunnar sem situr á toppnum í 1. deildinni. Stjörnumenn voru sterkari í fyrri hálfleik og leiddu með fjórum mörkum, 18-14, að honum loknum. Einar var sammála blaðamanni Vísis að munurinn hefði getað verið enn meiri ef markmenn Stjörnunnar hefðu náð sér betur á strik. "Mér fannst við spila frábærlega í fyrri hálfleik og við áttum að vera með meiri forystu. Auðvitað eru markmennirnir hluti af liðinu en það voru 4-5 boltar sem þeir hefðu auðveldlega getað varið. En það er alltaf þetta ef og hefði og það þýðir ekkert að hugsa um það," sagði Einar. "Mér fannst við spila heilt yfir vel en við lentum tveimur mönnum færri í seinni hálfleik og það var kannski þá sem Frammararnir komust inn í leikinn. En við sýndum mikinn karakter með því að jafna og klára svo leikinn." Einar er fyrrverandi þjálfari Fram og hann segir að Stjörnumenn hafi lagt hörkulið að velli í kvöld. "Frammararnir eru með frábært lið og Gulli (Guðlaugur Arnarsson) er að gera frábæra hluti með liðið. Ég hrikalega stoltur af því að við stóðumst þetta áhlaup sem þeir komu með og við sýndum gríðarlegan karakter með því að klára þetta," sagði Einar. Valur, Haukar og Grótta eru einnig komin í undanúrslitin sem fara fram í Laugardalshöll 25. febrúar næstkomandi. En hvaða liði vill Einar helst mæta í undanúrslitunum? "Ég veit það ekki maður, mér er eiginlega alveg sama. Þetta eru allt frábær lið og sennilega þrjú bestu lið landsins eins og staðan er í dag. Við unnum Fram í dag og þessi lið eru svipuð að styrkleika, þannig að við getum unnið hvaða lið sem er," sagði Einar að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 30-27 | Haukar komnir í Höllina Haukar eru komnir í átta liða úrslit Coca Cola bikarsins í handbolta eftir 30-27 sigur á Aftureldingu á heimavelli í dag. Haukar voru 18-14 yfir í hálfleik. 7. febrúar 2016 00:01 Grótta flaug í Höllina Grótta tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum í bikarkeppni HSÍ, Coca Cola-bikarnum, er liðið valtaði yfir 1. deildarlið Fjölnis, 18-29. 8. febrúar 2016 21:05 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 23-25 | Bikarmeistararnir úr leik Valsmenn slógu út bikarmeistara ÍBV á þeirra eigin heimavelli í dag þegar Valsliðið vann tveggja marka sigur, 25-23, þegar liðin mættust út í Eyjum í átta liða úrslitum Coca Cola bikars karla. 7. febrúar 2016 17:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Fleiri fréttir Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Sjá meira
"Púlsinn er örugglega helvíti hár en ég er bara í svo góðu formi að maður finnur ekki mikið fyrir þessu," sagði Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, léttur í lund eftir eins marks sigur, 32-31, á Fram í 8-liða úrslitum Coca-Cola bikarsins í handbolta í kvöld. Leikurinn var gríðarlega spennandi og réðust úrslitin ekki fyrr en í framlengingu. Einar var að vonum stoltur af sínum mönnum eftir leikinn. "Þetta var rosalegur leikur og þvílík frammistaða hjá liðinu," sagði Einar sem er á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari Stjörnunnar sem situr á toppnum í 1. deildinni. Stjörnumenn voru sterkari í fyrri hálfleik og leiddu með fjórum mörkum, 18-14, að honum loknum. Einar var sammála blaðamanni Vísis að munurinn hefði getað verið enn meiri ef markmenn Stjörnunnar hefðu náð sér betur á strik. "Mér fannst við spila frábærlega í fyrri hálfleik og við áttum að vera með meiri forystu. Auðvitað eru markmennirnir hluti af liðinu en það voru 4-5 boltar sem þeir hefðu auðveldlega getað varið. En það er alltaf þetta ef og hefði og það þýðir ekkert að hugsa um það," sagði Einar. "Mér fannst við spila heilt yfir vel en við lentum tveimur mönnum færri í seinni hálfleik og það var kannski þá sem Frammararnir komust inn í leikinn. En við sýndum mikinn karakter með því að jafna og klára svo leikinn." Einar er fyrrverandi þjálfari Fram og hann segir að Stjörnumenn hafi lagt hörkulið að velli í kvöld. "Frammararnir eru með frábært lið og Gulli (Guðlaugur Arnarsson) er að gera frábæra hluti með liðið. Ég hrikalega stoltur af því að við stóðumst þetta áhlaup sem þeir komu með og við sýndum gríðarlegan karakter með því að klára þetta," sagði Einar. Valur, Haukar og Grótta eru einnig komin í undanúrslitin sem fara fram í Laugardalshöll 25. febrúar næstkomandi. En hvaða liði vill Einar helst mæta í undanúrslitunum? "Ég veit það ekki maður, mér er eiginlega alveg sama. Þetta eru allt frábær lið og sennilega þrjú bestu lið landsins eins og staðan er í dag. Við unnum Fram í dag og þessi lið eru svipuð að styrkleika, þannig að við getum unnið hvaða lið sem er," sagði Einar að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 30-27 | Haukar komnir í Höllina Haukar eru komnir í átta liða úrslit Coca Cola bikarsins í handbolta eftir 30-27 sigur á Aftureldingu á heimavelli í dag. Haukar voru 18-14 yfir í hálfleik. 7. febrúar 2016 00:01 Grótta flaug í Höllina Grótta tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum í bikarkeppni HSÍ, Coca Cola-bikarnum, er liðið valtaði yfir 1. deildarlið Fjölnis, 18-29. 8. febrúar 2016 21:05 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 23-25 | Bikarmeistararnir úr leik Valsmenn slógu út bikarmeistara ÍBV á þeirra eigin heimavelli í dag þegar Valsliðið vann tveggja marka sigur, 25-23, þegar liðin mættust út í Eyjum í átta liða úrslitum Coca Cola bikars karla. 7. febrúar 2016 17:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Fleiri fréttir Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 30-27 | Haukar komnir í Höllina Haukar eru komnir í átta liða úrslit Coca Cola bikarsins í handbolta eftir 30-27 sigur á Aftureldingu á heimavelli í dag. Haukar voru 18-14 yfir í hálfleik. 7. febrúar 2016 00:01
Grótta flaug í Höllina Grótta tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum í bikarkeppni HSÍ, Coca Cola-bikarnum, er liðið valtaði yfir 1. deildarlið Fjölnis, 18-29. 8. febrúar 2016 21:05
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 23-25 | Bikarmeistararnir úr leik Valsmenn slógu út bikarmeistara ÍBV á þeirra eigin heimavelli í dag þegar Valsliðið vann tveggja marka sigur, 25-23, þegar liðin mættust út í Eyjum í átta liða úrslitum Coca Cola bikars karla. 7. febrúar 2016 17:00