Öllum ferðum aflýst Jónas Sen skrifar 30. janúar 2016 11:30 Frá flutningi á verkinu Gos eftir Petter Ekman. Tónlist Söng- og kammertónleikar Upphafstónleikar Myrkra músíkdaga Verk eftir Halldór Smárason, Báru Gísladóttur, Finn Karlsson og Petter Ekman. Flytjendur voru Elísabet Einarsdóttir og Elektra Ensemble Kaldalón í Hörpu Fimmtudaginn 28. janúar Myrkir músíkdagar hófust á slökunaræfingu. Ha? Jú, fyrstu tónleikar hátíðarinnar fóru fram í Kaldalóni í Hörpu og upphafsatriðið, Vegfarendur og ég, var eftir Halldór Smárason. Þar var söngkona sem hét Elísabet Einarsdóttir og fór með áheyrendur í gegnum slökunina. Hún talaði, en söng hluta af æfingunni. Fyrir ofan sviðið var varpað dáleiðandi myndskeiði, umferðinni á gatnamótum Framnesvegar og Hringbrautar. Fyrst var dagur, en smám saman tók að dimma og loks var komin nótt. Eftir þessu var tónlistin leiðslukennd. Hljóðfæraleikurinn var höndunum á Elektru Ensemble, sem samanstendur af Ástríði Öldu Sigurðardóttur, Emílíu Rós Sigfúsdóttur, Helgu Björgu Arnardóttur, Helgu Þóru Björgvinsdóttur og Guðnýju Jónasdóttur. Í fyrstu var tónlistin öll á yfirborðinu, aðallega þytur og brak. En eftir því sem slökunin dýpkaði mýktust tónarnir og það brá fyrir votti af ljóðrænu. Hugsanlega hefði verið hægt að fara lengra með þá stemningu. Maður býst við öðru og meiru en bara venjulegri slökunaræfingu á svona tónleikum. Næst á dagskránni var Nið(ur) eftir Báru Gísladóttur. Það var mjög afstrakt, en gætt fallegum blæbrigðum. Að ósekju hefði mátt vera sterkari framvinda í tónlistinni. Sömu sögu er að segja um Stjórn eftir Finn Karlsson, sem var nokkuð ládeyðukennd. Hins vegar skartaði tónlistin hrífandi laglínum, en það hefði sennilega þurft að vinna betur úr þeim. Síðasta verkið á efnisskránni var aftur á móti magnað. Það bar nafnið Gos og var eftir Petter Ekman. Þetta var hálfgerður leikhúsgjörningur þar sem söngkonan Elísabet lék konu á flugvelli. Það var búið að aflýsa öllum flugferðunum, væntanlega vegna gossins í Eyjafjallajökli. Vesalings konan var strandaglópur í flugstöðinni. Farþegarnir fengu enga þjónustu, og konan var hrikalega svöng! Hún tók upp BlackBerry síma til að láta vita af sér og reyndi því næst að drepa tímann með að vinna í tölvunni sinni. Um þetta söng hún og það var svo fyndið að maður veltist um af hlátri. Tónlistin var skemmtilega lifandi og náði að miðla tilfinningum konunnar til áheyrenda. Hún var myndræn og dramatísk, en líka létt og leikandi. Söngurinn var ákaflega vandaður og tilþrifamikill og hljóðfæraleikurinn var pottþéttur. Þetta var frábært!Niðurstaða: Megnið af verkunum voru nokkuð flatneskjuleg, en eitt þeirra var afar skemmtilegt. Menning Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Tónlist Söng- og kammertónleikar Upphafstónleikar Myrkra músíkdaga Verk eftir Halldór Smárason, Báru Gísladóttur, Finn Karlsson og Petter Ekman. Flytjendur voru Elísabet Einarsdóttir og Elektra Ensemble Kaldalón í Hörpu Fimmtudaginn 28. janúar Myrkir músíkdagar hófust á slökunaræfingu. Ha? Jú, fyrstu tónleikar hátíðarinnar fóru fram í Kaldalóni í Hörpu og upphafsatriðið, Vegfarendur og ég, var eftir Halldór Smárason. Þar var söngkona sem hét Elísabet Einarsdóttir og fór með áheyrendur í gegnum slökunina. Hún talaði, en söng hluta af æfingunni. Fyrir ofan sviðið var varpað dáleiðandi myndskeiði, umferðinni á gatnamótum Framnesvegar og Hringbrautar. Fyrst var dagur, en smám saman tók að dimma og loks var komin nótt. Eftir þessu var tónlistin leiðslukennd. Hljóðfæraleikurinn var höndunum á Elektru Ensemble, sem samanstendur af Ástríði Öldu Sigurðardóttur, Emílíu Rós Sigfúsdóttur, Helgu Björgu Arnardóttur, Helgu Þóru Björgvinsdóttur og Guðnýju Jónasdóttur. Í fyrstu var tónlistin öll á yfirborðinu, aðallega þytur og brak. En eftir því sem slökunin dýpkaði mýktust tónarnir og það brá fyrir votti af ljóðrænu. Hugsanlega hefði verið hægt að fara lengra með þá stemningu. Maður býst við öðru og meiru en bara venjulegri slökunaræfingu á svona tónleikum. Næst á dagskránni var Nið(ur) eftir Báru Gísladóttur. Það var mjög afstrakt, en gætt fallegum blæbrigðum. Að ósekju hefði mátt vera sterkari framvinda í tónlistinni. Sömu sögu er að segja um Stjórn eftir Finn Karlsson, sem var nokkuð ládeyðukennd. Hins vegar skartaði tónlistin hrífandi laglínum, en það hefði sennilega þurft að vinna betur úr þeim. Síðasta verkið á efnisskránni var aftur á móti magnað. Það bar nafnið Gos og var eftir Petter Ekman. Þetta var hálfgerður leikhúsgjörningur þar sem söngkonan Elísabet lék konu á flugvelli. Það var búið að aflýsa öllum flugferðunum, væntanlega vegna gossins í Eyjafjallajökli. Vesalings konan var strandaglópur í flugstöðinni. Farþegarnir fengu enga þjónustu, og konan var hrikalega svöng! Hún tók upp BlackBerry síma til að láta vita af sér og reyndi því næst að drepa tímann með að vinna í tölvunni sinni. Um þetta söng hún og það var svo fyndið að maður veltist um af hlátri. Tónlistin var skemmtilega lifandi og náði að miðla tilfinningum konunnar til áheyrenda. Hún var myndræn og dramatísk, en líka létt og leikandi. Söngurinn var ákaflega vandaður og tilþrifamikill og hljóðfæraleikurinn var pottþéttur. Þetta var frábært!Niðurstaða: Megnið af verkunum voru nokkuð flatneskjuleg, en eitt þeirra var afar skemmtilegt.
Menning Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira