Með leitandi auga og alltaf myndavél við höndina Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. janúar 2016 10:15 „Ég hef verið heilluð af ljósmyndun frá því ég var krakki,” segir Erna Ýr. Vísir/Ernir Ólíkur uppruni, brotthætt byggð, leikur barna, staðalímyndir, kaupmennirnir í miðbænum og ádeilusögur eru meðal myndefna á ljósmyndasýningu sem opnuð er í dag í Nesstofu á Seltjarnarnesi klukkan 15. Þetta eru myndir þeirra nema sem nú eru að útskrifast úr Ljósmyndaskólanum á Fiskislóð eftir fimm anna nám. Ein þeirra er Erna Guðjónsdóttir. „Þetta er alveg stórbrotin sýning enda er Ljósmyndaskólinn dásemdarstofnun,“ segir hún glaðlega. Verk hennar á sýningunni er 21 mynda sería sem nefnist Mæðgur. „Mæðurnar eiga það allar sameiginlegt að hafa eignast dæturnar 17 ára eða yngri,“ upplýsir hún. Erna kveðst hafa verið heilluð af ljósmyndun frá því hún var krakki. „Ég hef alltaf verið með myndavél við höndina og er með þetta leitandi auga sem þarf. Er búin að prófa að fara í háskólann en fann mig ekki þar svo ég ákvað að kíla á eitthvað sem ég ætti heima í.“ Sigríður Ólafsdóttir, betur þekkt sem Sissa, stofnaði Ljósmyndaskólann 1997, fyrst í námskeiðaformi en síðan sem heilsdagsskóla. „Sissa rekur skólann og kennir og fær til sín einvalalið, alla helstu sérfræðinga landsins sem stundakennara,“ segir Erna Ýr. „Maður á að geta verið fullgildur meðlimur í samfélagi ljósmyndara þegar náminu lýkur. Það er vissulega baráttuheimur en fólk velur samt að vinna við ólíka hluti.“ Menning Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Ólíkur uppruni, brotthætt byggð, leikur barna, staðalímyndir, kaupmennirnir í miðbænum og ádeilusögur eru meðal myndefna á ljósmyndasýningu sem opnuð er í dag í Nesstofu á Seltjarnarnesi klukkan 15. Þetta eru myndir þeirra nema sem nú eru að útskrifast úr Ljósmyndaskólanum á Fiskislóð eftir fimm anna nám. Ein þeirra er Erna Guðjónsdóttir. „Þetta er alveg stórbrotin sýning enda er Ljósmyndaskólinn dásemdarstofnun,“ segir hún glaðlega. Verk hennar á sýningunni er 21 mynda sería sem nefnist Mæðgur. „Mæðurnar eiga það allar sameiginlegt að hafa eignast dæturnar 17 ára eða yngri,“ upplýsir hún. Erna kveðst hafa verið heilluð af ljósmyndun frá því hún var krakki. „Ég hef alltaf verið með myndavél við höndina og er með þetta leitandi auga sem þarf. Er búin að prófa að fara í háskólann en fann mig ekki þar svo ég ákvað að kíla á eitthvað sem ég ætti heima í.“ Sigríður Ólafsdóttir, betur þekkt sem Sissa, stofnaði Ljósmyndaskólann 1997, fyrst í námskeiðaformi en síðan sem heilsdagsskóla. „Sissa rekur skólann og kennir og fær til sín einvalalið, alla helstu sérfræðinga landsins sem stundakennara,“ segir Erna Ýr. „Maður á að geta verið fullgildur meðlimur í samfélagi ljósmyndara þegar náminu lýkur. Það er vissulega baráttuheimur en fólk velur samt að vinna við ólíka hluti.“
Menning Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira