Ævintýrið er dagsatt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. janúar 2016 06:00 Dagur Sigurðsson fagnar á hliðarlínunni í gær. Hans menn unnu nauman sigur á Noregi í æsispennandi undanúrslitaleik í Póllandi. Fréttablaðið/AFP Gengi þýska handboltalandsliðsins á EM í Póllandi er kallað ævintýri í þýskum fjölmiðlum. Skyldi engan undra. Liðið er komið alla leið í úrslitaleikinn á ógnarsterku Evrópumeistaramóti þrátt fyrir að hafa misst lykilmenn í nánast öllum leikstöðum í aðdraganda mótsins. Þýskaland vann Noreg í æsispennandi framlengdum undanúrslitaleik í gær, 34-33. Degi Sigurðssyni er nú hampað sem hetju í Þýskalandi og honum er að stærstum hluta þökkuð sú mikla velgengni sem liðið hefur náð í Póllandi. Liðið hefur, undir handleiðslu Dags, staðist hverja raunina á fætur annarri og afrekað að standa uppi sem sigurvegari í þremur leikjum í röð – fyrst gegn Rússlandi í afar mikilvægum leik í milliriðli, svo gegn Dönum þar sem sæti í undanúrslitum var í húfi og nú gegn spræku liði Noregs í undanúrslitum.Sjá einnig: Dagur fær Spánverja Norðmenn geta sjálfum sér um kennt að hafa ekki nýtt sér sterka stöðu þegar lítið var eftir af venjulegum leiktíma. Ole Erevik hafði átt stórleik í norska markinu en Norðmenn hleyptu Þjóðverjum inn í leikinn á ögurstundu. Noregur var marki yfir og með boltann þegar rúm mínúta var eftir af venjulegum leiktíma en fór illa að ráði sínu í uppstilltri sókn eftir leikhlé. Christian O’Sullivan tók slæmt skot, Þýskaland komst í sókn og Rune Dahmke tryggði framlenginguna með frábæru marki um 20 sekúndum fyrir leikslok. Þýskaland var svo skrefi framar í framlengingunni og skoraði Kai Häfner sigurmarkið þegar lítið var eftir af henni. Gríðarlegur fögnuður braust út meðal þýsku leikmannanna. „Ég er svo ótrúlega stoltur og glaður með það sem okkur hefur tekist að afreka á þessu móti,“ sagði Dagur á blaðamannafundi eftir leik. „Okkur hefur tekist að bæta okkur með hverjum leik en stærstu prófraunina fengum við í dag, enda Noregur afar öflugur andstæðingur.“Sjá einnig: Norðmenn lögðu fram kæru eftir tapið Hann sagði í viðtali við þýska sjónvarpið strax eftir leik hafa vitað að leikurinn myndi ráðast í framlengingu. „Ég skrifaði það á töfluna mína,“ sagði hann í léttum dúr. „Ég veit að áhuginn og gleðin er mikil heima en við verðum að halda einbeitingu og halda áfram að undirbúa okkur. Það er enn einn leikur eftir.“ Spánn verður andstæðingur Þýskalands í úrslitaleiknum á morgun en Spánverjar höfðu betur gegn Króötum í síðari undanúrslitaleik gærkvöldsins. EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Norðmenn lögðu fram kæru eftir tapið Þýskaland með of marga leikmenn inn á vellinum í lokasókn sinni samkvæmt norskum fjölmiðlum. 29. janúar 2016 21:13 Dagur: Ég vissi að leikurinn yrði framlengdur Dagur Sigurðsson er orðin að hetju í Þýskalandi eftir að hans menn tryggðu sér sæti í úrslitaleik EM. 29. janúar 2016 19:37 Þýskaland með tólf leikmenn inn á í einu Voru aðeins of fljótir á sér þegar þeir fögnuðu sigrinum á Noregi í kvöld. 29. janúar 2016 21:22 Umfjöllun: Noregur - Þýskaland 33-34 | Dagur með Þýskaland í úrslitin á EM Þýskaland hafði betur gegn Noregi eftir æsispennandi framlengdan undanúrslitaleik í Póllandi. 29. janúar 2016 19:15 Dagur fær Spánverja Spánverjar unnu fjögurra marka sigur á Króatíu í síðari undanúrslitaleik kvöldsins á EM í handbolta. 29. janúar 2016 21:43 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Sjá meira
Gengi þýska handboltalandsliðsins á EM í Póllandi er kallað ævintýri í þýskum fjölmiðlum. Skyldi engan undra. Liðið er komið alla leið í úrslitaleikinn á ógnarsterku Evrópumeistaramóti þrátt fyrir að hafa misst lykilmenn í nánast öllum leikstöðum í aðdraganda mótsins. Þýskaland vann Noreg í æsispennandi framlengdum undanúrslitaleik í gær, 34-33. Degi Sigurðssyni er nú hampað sem hetju í Þýskalandi og honum er að stærstum hluta þökkuð sú mikla velgengni sem liðið hefur náð í Póllandi. Liðið hefur, undir handleiðslu Dags, staðist hverja raunina á fætur annarri og afrekað að standa uppi sem sigurvegari í þremur leikjum í röð – fyrst gegn Rússlandi í afar mikilvægum leik í milliriðli, svo gegn Dönum þar sem sæti í undanúrslitum var í húfi og nú gegn spræku liði Noregs í undanúrslitum.Sjá einnig: Dagur fær Spánverja Norðmenn geta sjálfum sér um kennt að hafa ekki nýtt sér sterka stöðu þegar lítið var eftir af venjulegum leiktíma. Ole Erevik hafði átt stórleik í norska markinu en Norðmenn hleyptu Þjóðverjum inn í leikinn á ögurstundu. Noregur var marki yfir og með boltann þegar rúm mínúta var eftir af venjulegum leiktíma en fór illa að ráði sínu í uppstilltri sókn eftir leikhlé. Christian O’Sullivan tók slæmt skot, Þýskaland komst í sókn og Rune Dahmke tryggði framlenginguna með frábæru marki um 20 sekúndum fyrir leikslok. Þýskaland var svo skrefi framar í framlengingunni og skoraði Kai Häfner sigurmarkið þegar lítið var eftir af henni. Gríðarlegur fögnuður braust út meðal þýsku leikmannanna. „Ég er svo ótrúlega stoltur og glaður með það sem okkur hefur tekist að afreka á þessu móti,“ sagði Dagur á blaðamannafundi eftir leik. „Okkur hefur tekist að bæta okkur með hverjum leik en stærstu prófraunina fengum við í dag, enda Noregur afar öflugur andstæðingur.“Sjá einnig: Norðmenn lögðu fram kæru eftir tapið Hann sagði í viðtali við þýska sjónvarpið strax eftir leik hafa vitað að leikurinn myndi ráðast í framlengingu. „Ég skrifaði það á töfluna mína,“ sagði hann í léttum dúr. „Ég veit að áhuginn og gleðin er mikil heima en við verðum að halda einbeitingu og halda áfram að undirbúa okkur. Það er enn einn leikur eftir.“ Spánn verður andstæðingur Þýskalands í úrslitaleiknum á morgun en Spánverjar höfðu betur gegn Króötum í síðari undanúrslitaleik gærkvöldsins.
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Norðmenn lögðu fram kæru eftir tapið Þýskaland með of marga leikmenn inn á vellinum í lokasókn sinni samkvæmt norskum fjölmiðlum. 29. janúar 2016 21:13 Dagur: Ég vissi að leikurinn yrði framlengdur Dagur Sigurðsson er orðin að hetju í Þýskalandi eftir að hans menn tryggðu sér sæti í úrslitaleik EM. 29. janúar 2016 19:37 Þýskaland með tólf leikmenn inn á í einu Voru aðeins of fljótir á sér þegar þeir fögnuðu sigrinum á Noregi í kvöld. 29. janúar 2016 21:22 Umfjöllun: Noregur - Þýskaland 33-34 | Dagur með Þýskaland í úrslitin á EM Þýskaland hafði betur gegn Noregi eftir æsispennandi framlengdan undanúrslitaleik í Póllandi. 29. janúar 2016 19:15 Dagur fær Spánverja Spánverjar unnu fjögurra marka sigur á Króatíu í síðari undanúrslitaleik kvöldsins á EM í handbolta. 29. janúar 2016 21:43 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Sjá meira
Norðmenn lögðu fram kæru eftir tapið Þýskaland með of marga leikmenn inn á vellinum í lokasókn sinni samkvæmt norskum fjölmiðlum. 29. janúar 2016 21:13
Dagur: Ég vissi að leikurinn yrði framlengdur Dagur Sigurðsson er orðin að hetju í Þýskalandi eftir að hans menn tryggðu sér sæti í úrslitaleik EM. 29. janúar 2016 19:37
Þýskaland með tólf leikmenn inn á í einu Voru aðeins of fljótir á sér þegar þeir fögnuðu sigrinum á Noregi í kvöld. 29. janúar 2016 21:22
Umfjöllun: Noregur - Þýskaland 33-34 | Dagur með Þýskaland í úrslitin á EM Þýskaland hafði betur gegn Noregi eftir æsispennandi framlengdan undanúrslitaleik í Póllandi. 29. janúar 2016 19:15
Dagur fær Spánverja Spánverjar unnu fjögurra marka sigur á Króatíu í síðari undanúrslitaleik kvöldsins á EM í handbolta. 29. janúar 2016 21:43