Töldu söluverðið gott Samúel Karl Ólason skrifar 20. janúar 2016 18:05 Vísir/Ernir Landsbankinn segist hagnast verulega á yfirtökunni, samkvæmt ákvæðum í samningum um sölu á hlut bankans í Valitor til Arion banka. Þetta segir í tilkynningu frá bankanum. Þar segir einnig að samkvæmt upplýsingum bankans byggi greiðslur frá Visa International til Borgunar að mestu leyti á erlendri Visa-þjónustu fyrirtækisins eftir að bankinn seldi hlut sinn í fyrirtækinu árið 2014. Bankinn segir að þegar verið var að semja um söluna á Borgun hafi kaupverðið verið ákveðið í ljósi upplýsinga sem þá lágu fyrir um rekstur Borgunar og rekstraráætlana fyrirtækisins. Landsbankinn segist hins vegar haft mjög takmarkaðan aðgang að Borgun eða upplýsingum um fyrirtækið vegna sáttar sem gerð var við Samkeppniseftirlitið árið 2008. „Þær upphæðir sem hafa verið nefndar í sambandi við yfirtöku Visa Inc. og Visa Europe koma á óvart en óhætt er að fullyrða að flestir gerðu ráð fyrir lægri fjárhæð,“ segir í tilkynningunni. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, kallaði eftir því á þingi í dag að sala Landsbankans á Borgun yrði rannsökuð í kjölfar frétta um að það stefni í milljarða hagnað félagsins vegna yfirtöku Visa International á evrópuhluta Visa. Kaupverðið hefur lengi sætt gagnrýni sem og söluferlið. Í tilkynningunni segir að verðið hafi verið álitið gott með tilliti til þeirrar miklu áhættu sem fólst í áætlunum Borgunar um að auka erlenda starfsemi. „Árið 2014 lágu fyrir áætlanir Borgunar um að auka erlenda starfsemi sína sem er í eðli sínu áhættusöm, eins og reynsla íslenskra kortafyrirtækja hefur sýnt. Allt hafði þetta áhrif á verðmat og samningaviðræður um sölu á Borgun. Taldi bankinn söluverðið gott, með hliðsjón af stöðu félagsins, áformum og áhættu í framtíðarrekstri.“ Borgunarmálið Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sjá meira
Landsbankinn segist hagnast verulega á yfirtökunni, samkvæmt ákvæðum í samningum um sölu á hlut bankans í Valitor til Arion banka. Þetta segir í tilkynningu frá bankanum. Þar segir einnig að samkvæmt upplýsingum bankans byggi greiðslur frá Visa International til Borgunar að mestu leyti á erlendri Visa-þjónustu fyrirtækisins eftir að bankinn seldi hlut sinn í fyrirtækinu árið 2014. Bankinn segir að þegar verið var að semja um söluna á Borgun hafi kaupverðið verið ákveðið í ljósi upplýsinga sem þá lágu fyrir um rekstur Borgunar og rekstraráætlana fyrirtækisins. Landsbankinn segist hins vegar haft mjög takmarkaðan aðgang að Borgun eða upplýsingum um fyrirtækið vegna sáttar sem gerð var við Samkeppniseftirlitið árið 2008. „Þær upphæðir sem hafa verið nefndar í sambandi við yfirtöku Visa Inc. og Visa Europe koma á óvart en óhætt er að fullyrða að flestir gerðu ráð fyrir lægri fjárhæð,“ segir í tilkynningunni. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, kallaði eftir því á þingi í dag að sala Landsbankans á Borgun yrði rannsökuð í kjölfar frétta um að það stefni í milljarða hagnað félagsins vegna yfirtöku Visa International á evrópuhluta Visa. Kaupverðið hefur lengi sætt gagnrýni sem og söluferlið. Í tilkynningunni segir að verðið hafi verið álitið gott með tilliti til þeirrar miklu áhættu sem fólst í áætlunum Borgunar um að auka erlenda starfsemi. „Árið 2014 lágu fyrir áætlanir Borgunar um að auka erlenda starfsemi sína sem er í eðli sínu áhættusöm, eins og reynsla íslenskra kortafyrirtækja hefur sýnt. Allt hafði þetta áhrif á verðmat og samningaviðræður um sölu á Borgun. Taldi bankinn söluverðið gott, með hliðsjón af stöðu félagsins, áformum og áhættu í framtíðarrekstri.“
Borgunarmálið Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sjá meira