Ráðherra stefnir ekki að því að löggilda starfsheiti húðflúrara Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 22. janúar 2016 07:00 16 húðflúrstofur eru starfandi á Íslandi en ekki er vitað hversu margir húðflúra í leyfisleysi og án þess að gefa reksturinn upp til skatts. „Það endurspeglast í svari ráðherra að það sé lítill áhugi á þessum málaflokki,“ segir Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks. Hún sendi fyrirspurn til umhverfis- og auðlindaráðherra eftir frétt Fréttablaðsins um svartan markað húðflúrara. Í fréttinni kom fram óánægja þaulvanra húðflúrara með eftirlitsleysi yfirvalda á húðflúrmarkaðnum enda stundi margir greinina án þekkingar, réttra tækja eða tilskilinna leyfa. Jóhanna spyr meðal annars hvort ráðherra hafi kynnt sér löggjöf annarra Norðurlanda um húðflúrun og hvort ráðherra hafi í hyggju að leggja til að starfsheiti húðflúrara verði löggilt. Svar ráðherra við spurningunum tveimur er stutt og skýrt. Einfaldlega nei.Jóhanna María Sigmundsdóttir þingmaður FramsóknarflokksinsÍ svarinu við hvort ráðherra muni beita sér fyrir setningu reglna um starfsemi húðflúrstofa kemur fram að Embætti landlæknis telji þörf á frekari fræðslu fyrir húðflúrara. Þar sem fulltrúar frá Embætti landlæknis, Umhverfisstofnun og heilbrigðisnefndum sveitarfélaga fræði um sýkingarhættu, sótthreinsun, dauðhreinsun og hvað beri að varast. Einnig um lög og reglur, starfsleyfisskilyrði og eftirlit. Kemur fram að Umhverfisstofnun muni taka málið aftur upp í kjölfar fyrirspurnar Jóhönnu. „Ég vonaðist til þess að það yrði farið í að kanna enn frekar. Til dæmis að gera þetta að löggildu starfi og læra af nágrönnum okkar. Ég vonaði líka að tekið yrði betur undir skoðanir landlæknis. Það er til dæmis ekkert sem bannar mér að kaupa tattúvél og byrja að húðflúra, ég má bara ekki selja þjónustuna,“ segir Jóhanna María. Í svari ráðherra kemur ennfremur fram að sextán húðflúrstofur séu með starfsleyfi hér á landi og að ekki sé haldin sérstök skrá yfir tilvik í heilbrigðiskerfinu sem rekja má til húðflúrunar. Stjórnmálavísir Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
„Það endurspeglast í svari ráðherra að það sé lítill áhugi á þessum málaflokki,“ segir Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks. Hún sendi fyrirspurn til umhverfis- og auðlindaráðherra eftir frétt Fréttablaðsins um svartan markað húðflúrara. Í fréttinni kom fram óánægja þaulvanra húðflúrara með eftirlitsleysi yfirvalda á húðflúrmarkaðnum enda stundi margir greinina án þekkingar, réttra tækja eða tilskilinna leyfa. Jóhanna spyr meðal annars hvort ráðherra hafi kynnt sér löggjöf annarra Norðurlanda um húðflúrun og hvort ráðherra hafi í hyggju að leggja til að starfsheiti húðflúrara verði löggilt. Svar ráðherra við spurningunum tveimur er stutt og skýrt. Einfaldlega nei.Jóhanna María Sigmundsdóttir þingmaður FramsóknarflokksinsÍ svarinu við hvort ráðherra muni beita sér fyrir setningu reglna um starfsemi húðflúrstofa kemur fram að Embætti landlæknis telji þörf á frekari fræðslu fyrir húðflúrara. Þar sem fulltrúar frá Embætti landlæknis, Umhverfisstofnun og heilbrigðisnefndum sveitarfélaga fræði um sýkingarhættu, sótthreinsun, dauðhreinsun og hvað beri að varast. Einnig um lög og reglur, starfsleyfisskilyrði og eftirlit. Kemur fram að Umhverfisstofnun muni taka málið aftur upp í kjölfar fyrirspurnar Jóhönnu. „Ég vonaðist til þess að það yrði farið í að kanna enn frekar. Til dæmis að gera þetta að löggildu starfi og læra af nágrönnum okkar. Ég vonaði líka að tekið yrði betur undir skoðanir landlæknis. Það er til dæmis ekkert sem bannar mér að kaupa tattúvél og byrja að húðflúra, ég má bara ekki selja þjónustuna,“ segir Jóhanna María. Í svari ráðherra kemur ennfremur fram að sextán húðflúrstofur séu með starfsleyfi hér á landi og að ekki sé haldin sérstök skrá yfir tilvik í heilbrigðiskerfinu sem rekja má til húðflúrunar.
Stjórnmálavísir Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira