Boðað til mótmæla fyrir utan Landsbankann Aðalsteinn Kjartansson skrifar 23. janúar 2016 17:36 Í mótmælaboðinu er spurt hvort það sé trúverðugt að bankinn hafi selt eignarhlutinn í Borgun án þess að hafa hugmyndir um áætlanir fyrirtækisins um útrás. Vísir/Vilhelm Fjögur hundruð hafa boðað komu sína á mótmæli fyrir utan aðalútibú Landsbankans á þriðjudag. Rúmlega níu hundruð til viðbótar hafa lýst yfir áhuga á að mæta. Boðað var til mótmælanna á Facebook í gær undir yfirskriftinni „Lokað vegna spillingar“.Salan á Borgun hefur lengi sætt gagnrýni.Vísir/ErnirÍ mótmælaboðinu er vísað til umdeildrar sölu Landsbankans á Borgun árið 2014 og spurt hvort það sé trúverðugt að bankinn hafi selt eignarhlutinn í Borgun án þess að hafa hugmyndir um áætlanir fyrirtækisins um útrás. Þá er einnig spurt hvort það sé trúverðugt að fjármálaráðherra hafi ekki vitað að föðurbróðir sinn og fyrrverandi viðskiptafélagi væri í kaupendahópnum. Sjálfur hefur Bjarni margbent á að hann hafi ekki komið nálægt sölunni á Borgun en Landsbankinn er með sjálfstæða stjórn og er hún skipuð af Bankasýslu ríkisins en ekki ráðuneytinu. Þeir sem standa fyrir mótmælunum vilja að samningnum um söluna á Borgunarhlutnum verði rift, sé það hægt, og að rannsókn hefjist strax á sölunni. Þá vilja þeir einnig að fyrirhugaðri sölu á hlut ríkisins í Landsbankanum frestað þar til rannsókn á einkavæðingu bankanna í upphafi aldarinnar fari fram. Undir boðið skrifa þeir Ólafur Sigurðsson og Leifur Benediktsson. Þá hafa einnig verið hengdar upp tilkynningar á glugga Landsbankaútibúa á höfuðborgarsvæðinu með textanum: „Bankanum hefur verið lokað vegna spillingar.“Landsbankinn Vínlandsleid.Posted by Olafur Sigurðsson on Saturday, January 23, 2016 Borgunarmálið Tengdar fréttir Skipuðu Landsbankanum ekki að selja Borgun Samkeppniseftirlitið fellst ekki á að ráðstafanir þeirra hafi haft áhrif á skilmála eða viðskiptakjör sölunnar. 21. janúar 2016 18:34 Hafði ekki nein áhrif á rekstur eða stefnu Borgunar og Valitors Landsbankinn taldi að í ljósi stöðu sinnar væri hagsmunum hans best borgið með því að selja hluti sína í fyrirtækjunum. 22. janúar 2016 18:12 Vill að FME rannsaki sölu Landsbankans á Borgun Árni Páll Árnasson, formaður Samfylkingarinnar, vill að þingið láti til sín taka í málinu og knýi á um svör. 20. janúar 2016 16:50 Skilyrði eftirlitsins höfðu ekki áhrif á sölu Borgunar "Við fáum ekki séð að nein skilyrði sem hvíldu á Landsbankanum af hálfu Samkeppniseftirlitsins hafi haft áhrif á verð eða skilmála þessarar sölu,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, um sölu Landsbankans á kortafyrirtækinu Borgun. 23. janúar 2016 07:00 Ekki góð innsýn í Borgun Samkeppniseftirlitið setti þrýsting á Landsbankann, Arion banka og Íslandsbanka að breyta eignarhaldi á kortafyrirtækjum. Þetta segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. 22. janúar 2016 07:00 Landsbankinn tryggði sig fyrir Visa samningi við sölu á Valitor en ekki Borgun Landsbankinn seldi Arion banka hlut í Valitor með ákvæði um að bankinn fengi greitt ef Visa Inc. seldi Visa Europe. Sambærilegt ákvæði var ekki gert við söluna á Borgun. 21. janúar 2016 06:00 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Sjá meira
Fjögur hundruð hafa boðað komu sína á mótmæli fyrir utan aðalútibú Landsbankans á þriðjudag. Rúmlega níu hundruð til viðbótar hafa lýst yfir áhuga á að mæta. Boðað var til mótmælanna á Facebook í gær undir yfirskriftinni „Lokað vegna spillingar“.Salan á Borgun hefur lengi sætt gagnrýni.Vísir/ErnirÍ mótmælaboðinu er vísað til umdeildrar sölu Landsbankans á Borgun árið 2014 og spurt hvort það sé trúverðugt að bankinn hafi selt eignarhlutinn í Borgun án þess að hafa hugmyndir um áætlanir fyrirtækisins um útrás. Þá er einnig spurt hvort það sé trúverðugt að fjármálaráðherra hafi ekki vitað að föðurbróðir sinn og fyrrverandi viðskiptafélagi væri í kaupendahópnum. Sjálfur hefur Bjarni margbent á að hann hafi ekki komið nálægt sölunni á Borgun en Landsbankinn er með sjálfstæða stjórn og er hún skipuð af Bankasýslu ríkisins en ekki ráðuneytinu. Þeir sem standa fyrir mótmælunum vilja að samningnum um söluna á Borgunarhlutnum verði rift, sé það hægt, og að rannsókn hefjist strax á sölunni. Þá vilja þeir einnig að fyrirhugaðri sölu á hlut ríkisins í Landsbankanum frestað þar til rannsókn á einkavæðingu bankanna í upphafi aldarinnar fari fram. Undir boðið skrifa þeir Ólafur Sigurðsson og Leifur Benediktsson. Þá hafa einnig verið hengdar upp tilkynningar á glugga Landsbankaútibúa á höfuðborgarsvæðinu með textanum: „Bankanum hefur verið lokað vegna spillingar.“Landsbankinn Vínlandsleid.Posted by Olafur Sigurðsson on Saturday, January 23, 2016
Borgunarmálið Tengdar fréttir Skipuðu Landsbankanum ekki að selja Borgun Samkeppniseftirlitið fellst ekki á að ráðstafanir þeirra hafi haft áhrif á skilmála eða viðskiptakjör sölunnar. 21. janúar 2016 18:34 Hafði ekki nein áhrif á rekstur eða stefnu Borgunar og Valitors Landsbankinn taldi að í ljósi stöðu sinnar væri hagsmunum hans best borgið með því að selja hluti sína í fyrirtækjunum. 22. janúar 2016 18:12 Vill að FME rannsaki sölu Landsbankans á Borgun Árni Páll Árnasson, formaður Samfylkingarinnar, vill að þingið láti til sín taka í málinu og knýi á um svör. 20. janúar 2016 16:50 Skilyrði eftirlitsins höfðu ekki áhrif á sölu Borgunar "Við fáum ekki séð að nein skilyrði sem hvíldu á Landsbankanum af hálfu Samkeppniseftirlitsins hafi haft áhrif á verð eða skilmála þessarar sölu,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, um sölu Landsbankans á kortafyrirtækinu Borgun. 23. janúar 2016 07:00 Ekki góð innsýn í Borgun Samkeppniseftirlitið setti þrýsting á Landsbankann, Arion banka og Íslandsbanka að breyta eignarhaldi á kortafyrirtækjum. Þetta segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. 22. janúar 2016 07:00 Landsbankinn tryggði sig fyrir Visa samningi við sölu á Valitor en ekki Borgun Landsbankinn seldi Arion banka hlut í Valitor með ákvæði um að bankinn fengi greitt ef Visa Inc. seldi Visa Europe. Sambærilegt ákvæði var ekki gert við söluna á Borgun. 21. janúar 2016 06:00 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Sjá meira
Skipuðu Landsbankanum ekki að selja Borgun Samkeppniseftirlitið fellst ekki á að ráðstafanir þeirra hafi haft áhrif á skilmála eða viðskiptakjör sölunnar. 21. janúar 2016 18:34
Hafði ekki nein áhrif á rekstur eða stefnu Borgunar og Valitors Landsbankinn taldi að í ljósi stöðu sinnar væri hagsmunum hans best borgið með því að selja hluti sína í fyrirtækjunum. 22. janúar 2016 18:12
Vill að FME rannsaki sölu Landsbankans á Borgun Árni Páll Árnasson, formaður Samfylkingarinnar, vill að þingið láti til sín taka í málinu og knýi á um svör. 20. janúar 2016 16:50
Skilyrði eftirlitsins höfðu ekki áhrif á sölu Borgunar "Við fáum ekki séð að nein skilyrði sem hvíldu á Landsbankanum af hálfu Samkeppniseftirlitsins hafi haft áhrif á verð eða skilmála þessarar sölu,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, um sölu Landsbankans á kortafyrirtækinu Borgun. 23. janúar 2016 07:00
Ekki góð innsýn í Borgun Samkeppniseftirlitið setti þrýsting á Landsbankann, Arion banka og Íslandsbanka að breyta eignarhaldi á kortafyrirtækjum. Þetta segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. 22. janúar 2016 07:00
Landsbankinn tryggði sig fyrir Visa samningi við sölu á Valitor en ekki Borgun Landsbankinn seldi Arion banka hlut í Valitor með ákvæði um að bankinn fengi greitt ef Visa Inc. seldi Visa Europe. Sambærilegt ákvæði var ekki gert við söluna á Borgun. 21. janúar 2016 06:00