Segir lífi sonar síns borgið nú þegar þau séu komin til landsins Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 12. janúar 2016 18:40 Hún var hjartnæm stundin þegar albönsku fjölskyldurnar tvær lentu hér á landi síðdegis. vísir/ernir Albönsku fjölskyldurnar tvær sem nýlega fengu íslenskan ríkisborgararétt segjast afar þakklátar fyrir allan þann stuðning sem þær hafa fengið frá íslensku þjóðinni. Tilfinningin við að koma aftur hingað til lands sé ólýsanleg. „Ég vil þakka allri þjóðinni fyrir. Þetta er bara ólýsanlegt, eins og draumur. Við náum ekki að vakna aftur,“ segir Xhulia Pepaj. Fjölskyldurnar tvær, Pepaj og Phellam, lentu hér á landi nú rétt fyrir klukkan sex í kvöld. Í báðum fjölskyldum eru langveik börn, þeir Kevi Pepaj, sem er með ólæknandi slímseigjusjúkdóm og Arjan Phellam, sem er með hjartagalla. Þeim var vísað úr landi 10. desember síðastliðinn og vakti það nokkra reiði í samfélaginu. Nokkrum dögum síðar veitti Alþingi þeim íslenskan ríkisborgararétt. Kastriot Pepaj, faðir Kevis, tók undir orð eiginkonu sinnar og sagðist afar þakklátur. „Við vonuðumst eftir stuðningi, en þetta kom okkur ótrúlega á óvart. Við bjuggumst ekki við svo miklum stuðning þannig að þetta er bara ólýsanleg tilfinning. Það sem Hermann gerði fyrir mig er eitthvað sem ég myndi aldrei búast við. Hann bjargaði lífi sonar míns,“ sagði hann og bætti við að Kevi hafi það gott. Phellam-fjölskyldan sagðist jafnframt afar þakklát. Líf þeirra hafi nú breyst til frambúðar. „Þetta er kraftaverk,“ sögðu þau.Vísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/Ernir Tengdar fréttir „Mikil hamingja“ Hermann Ragnarsson, múrarameistari og velgjörðarmaður albönsku fjölskyldnanna, er að vonum ánægður með að þær fái íslenskan ríkisborgararétt. 19. desember 2015 16:32 Öll gögn Albananna eru komin í hendur Alþingis Pepoj-fjölskyldan er stödd úti í Skode í Albaníu og er afskaplega fegin stuðningi sem hún hefur fengið frá íslensku samfélagi. Til að komast til Íslands aftur hefur hún þurft að afla gagna, svo sem sakavottorða, hjúskaparvottorðs og fæðingarvottorða. 18. desember 2015 06:00 Albönsku fjölskyldurnar tvær með tvöfaldan ríkisborgararétt Fjölskyldurnar fengu ríkisborgararétt á laugardaginn. Albanía býður upp á tvöfalt ríkisfang og því þurfa þær ekki að afsala sér albönskum ríkisborgararétti. Væntanlegar til landsins þann 10. janúar næstkomandi. 21. desember 2015 05:00 Albönsku fjölskyldurnar hlakka mikið til að koma aftur til Íslands Albönsku fjölskyldurnar tvær sem fengu íslenskan ríkisborgararétt í desember síðastliðnum munu koma hingað til lands næstkomandi þriðjudag. 7. janúar 2016 14:13 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Albönsku fjölskyldurnar tvær sem nýlega fengu íslenskan ríkisborgararétt segjast afar þakklátar fyrir allan þann stuðning sem þær hafa fengið frá íslensku þjóðinni. Tilfinningin við að koma aftur hingað til lands sé ólýsanleg. „Ég vil þakka allri þjóðinni fyrir. Þetta er bara ólýsanlegt, eins og draumur. Við náum ekki að vakna aftur,“ segir Xhulia Pepaj. Fjölskyldurnar tvær, Pepaj og Phellam, lentu hér á landi nú rétt fyrir klukkan sex í kvöld. Í báðum fjölskyldum eru langveik börn, þeir Kevi Pepaj, sem er með ólæknandi slímseigjusjúkdóm og Arjan Phellam, sem er með hjartagalla. Þeim var vísað úr landi 10. desember síðastliðinn og vakti það nokkra reiði í samfélaginu. Nokkrum dögum síðar veitti Alþingi þeim íslenskan ríkisborgararétt. Kastriot Pepaj, faðir Kevis, tók undir orð eiginkonu sinnar og sagðist afar þakklátur. „Við vonuðumst eftir stuðningi, en þetta kom okkur ótrúlega á óvart. Við bjuggumst ekki við svo miklum stuðning þannig að þetta er bara ólýsanleg tilfinning. Það sem Hermann gerði fyrir mig er eitthvað sem ég myndi aldrei búast við. Hann bjargaði lífi sonar míns,“ sagði hann og bætti við að Kevi hafi það gott. Phellam-fjölskyldan sagðist jafnframt afar þakklát. Líf þeirra hafi nú breyst til frambúðar. „Þetta er kraftaverk,“ sögðu þau.Vísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/Ernir
Tengdar fréttir „Mikil hamingja“ Hermann Ragnarsson, múrarameistari og velgjörðarmaður albönsku fjölskyldnanna, er að vonum ánægður með að þær fái íslenskan ríkisborgararétt. 19. desember 2015 16:32 Öll gögn Albananna eru komin í hendur Alþingis Pepoj-fjölskyldan er stödd úti í Skode í Albaníu og er afskaplega fegin stuðningi sem hún hefur fengið frá íslensku samfélagi. Til að komast til Íslands aftur hefur hún þurft að afla gagna, svo sem sakavottorða, hjúskaparvottorðs og fæðingarvottorða. 18. desember 2015 06:00 Albönsku fjölskyldurnar tvær með tvöfaldan ríkisborgararétt Fjölskyldurnar fengu ríkisborgararétt á laugardaginn. Albanía býður upp á tvöfalt ríkisfang og því þurfa þær ekki að afsala sér albönskum ríkisborgararétti. Væntanlegar til landsins þann 10. janúar næstkomandi. 21. desember 2015 05:00 Albönsku fjölskyldurnar hlakka mikið til að koma aftur til Íslands Albönsku fjölskyldurnar tvær sem fengu íslenskan ríkisborgararétt í desember síðastliðnum munu koma hingað til lands næstkomandi þriðjudag. 7. janúar 2016 14:13 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
„Mikil hamingja“ Hermann Ragnarsson, múrarameistari og velgjörðarmaður albönsku fjölskyldnanna, er að vonum ánægður með að þær fái íslenskan ríkisborgararétt. 19. desember 2015 16:32
Öll gögn Albananna eru komin í hendur Alþingis Pepoj-fjölskyldan er stödd úti í Skode í Albaníu og er afskaplega fegin stuðningi sem hún hefur fengið frá íslensku samfélagi. Til að komast til Íslands aftur hefur hún þurft að afla gagna, svo sem sakavottorða, hjúskaparvottorðs og fæðingarvottorða. 18. desember 2015 06:00
Albönsku fjölskyldurnar tvær með tvöfaldan ríkisborgararétt Fjölskyldurnar fengu ríkisborgararétt á laugardaginn. Albanía býður upp á tvöfalt ríkisfang og því þurfa þær ekki að afsala sér albönskum ríkisborgararétti. Væntanlegar til landsins þann 10. janúar næstkomandi. 21. desember 2015 05:00
Albönsku fjölskyldurnar hlakka mikið til að koma aftur til Íslands Albönsku fjölskyldurnar tvær sem fengu íslenskan ríkisborgararétt í desember síðastliðnum munu koma hingað til lands næstkomandi þriðjudag. 7. janúar 2016 14:13