Samkeppni er óttalegt vesen skjóðan skrifar 13. janúar 2016 08:00 Tvö af stóru olíufélögunum þremur tóku ekki þátt í útboði Landssambands smábátaeigenda á sjö milljónum lítra af eldsneyti seint á síðasta ári. Hvorki Olís né N1 sáu ástæðu til að senda inn tilboð. Fyrr á árinu hunsaði Olís annað útboð fyrir kaup á 23 milljónum lítra og N1 hefur neitað að gefa upp hvort það tók þátt. Skeljungur hreppti hnossið í báðum tilvikum. Samtals námu þessi útboð nálægt 20 prósentum af eldsneytiskaupum í sjávarútvegi á ári hverju þannig að eftir einhverju hefur væntanlega verið að slægjast. Skýringar Olís og N1 á þátttökuleysi sínu er að útboðsskilmálar hafi ekki hentað innra skipulagi fyrirtækjanna. Þá sögðust talsmenn alla vega annars fyrirtækisins vera ósáttir við að fyrirtækið sem sá um útboðið hefði tekjur af eldsneytiskaupum smábáta út samningstímann. Smábátaeigendur eru margir og smáir og kaup hvers og eins vega ekki þungt í heildarmyndinni hjá olíufélögunum, en þegar þeir koma fram sem ein blokk er um stórviðskipti að ræða. Það er varla hægt að draga aðra ályktun af áhugaleysi stóru olíufélaganna á þessum eldsneytisútboðum en að þau séu enn við sama heygarðshornið og á árum áður. Samkeppniseftirlitið rannsakaði meint ólöglegt samráð þeirra á markaði hérlendis 1993-2001. Það endaði með því að þau voru sektuð um 1,5 milljarða 2005. Héraðsdómur felldi sektina niður mikið til af tæknilegum ástæðum. Í raun hefur engin endanleg niðurstaða fengist í þessu máli. Olíufélögunum var á sínum tíma m.a. gefið að sök að hafa haft með sér samráð um að keppa ekki um viðskipti stórra viðskiptavina. Þetta lýsti sér m.a. í því að oft var það einungis eitt félag sem gerði tilboð þegar eldsneytisviðskipti stórfyrirtækja og opinberra aðila voru boðin út. Þetta er nákvæmlega það sem gerðist í útboðunum á síðasta ári. Full ástæða er fyrir Samkeppniseftirlitið að hefja þegar í stað rannsókn á því hvort olíufélögin höfðu með sér samráð um að einungis eitt þeirra byði í viðskiptin við smábátasjómenn. Slíkt samráð er ólöglegt. Fákeppni ríkir á ýmsum sviðum hér á landi. Okur bankanna og ófyrirleitni þeirra í garð viðskiptavina sinna talar sínu máli. Fallegar ímyndarauglýsingar breyta þar engu um. Stóru olíufélögin virðast nær enga samkeppni stunda. Kannski á það að líta út sem samkeppni að nokkrum sinnum í mánuði auglýsir eitt þeirra nokkurra króna afslátt af eldsneytislítranum til vildarvina og innan klukkustundar eru hin búin að bjóða sínum vildarvinum það sama. Þetta er hins vegar engin samkeppni. Það getur verið flókið að stunda samkeppni – kannski of flókið fyrir olíufélögin? Skjóðan Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Sjá meira
Tvö af stóru olíufélögunum þremur tóku ekki þátt í útboði Landssambands smábátaeigenda á sjö milljónum lítra af eldsneyti seint á síðasta ári. Hvorki Olís né N1 sáu ástæðu til að senda inn tilboð. Fyrr á árinu hunsaði Olís annað útboð fyrir kaup á 23 milljónum lítra og N1 hefur neitað að gefa upp hvort það tók þátt. Skeljungur hreppti hnossið í báðum tilvikum. Samtals námu þessi útboð nálægt 20 prósentum af eldsneytiskaupum í sjávarútvegi á ári hverju þannig að eftir einhverju hefur væntanlega verið að slægjast. Skýringar Olís og N1 á þátttökuleysi sínu er að útboðsskilmálar hafi ekki hentað innra skipulagi fyrirtækjanna. Þá sögðust talsmenn alla vega annars fyrirtækisins vera ósáttir við að fyrirtækið sem sá um útboðið hefði tekjur af eldsneytiskaupum smábáta út samningstímann. Smábátaeigendur eru margir og smáir og kaup hvers og eins vega ekki þungt í heildarmyndinni hjá olíufélögunum, en þegar þeir koma fram sem ein blokk er um stórviðskipti að ræða. Það er varla hægt að draga aðra ályktun af áhugaleysi stóru olíufélaganna á þessum eldsneytisútboðum en að þau séu enn við sama heygarðshornið og á árum áður. Samkeppniseftirlitið rannsakaði meint ólöglegt samráð þeirra á markaði hérlendis 1993-2001. Það endaði með því að þau voru sektuð um 1,5 milljarða 2005. Héraðsdómur felldi sektina niður mikið til af tæknilegum ástæðum. Í raun hefur engin endanleg niðurstaða fengist í þessu máli. Olíufélögunum var á sínum tíma m.a. gefið að sök að hafa haft með sér samráð um að keppa ekki um viðskipti stórra viðskiptavina. Þetta lýsti sér m.a. í því að oft var það einungis eitt félag sem gerði tilboð þegar eldsneytisviðskipti stórfyrirtækja og opinberra aðila voru boðin út. Þetta er nákvæmlega það sem gerðist í útboðunum á síðasta ári. Full ástæða er fyrir Samkeppniseftirlitið að hefja þegar í stað rannsókn á því hvort olíufélögin höfðu með sér samráð um að einungis eitt þeirra byði í viðskiptin við smábátasjómenn. Slíkt samráð er ólöglegt. Fákeppni ríkir á ýmsum sviðum hér á landi. Okur bankanna og ófyrirleitni þeirra í garð viðskiptavina sinna talar sínu máli. Fallegar ímyndarauglýsingar breyta þar engu um. Stóru olíufélögin virðast nær enga samkeppni stunda. Kannski á það að líta út sem samkeppni að nokkrum sinnum í mánuði auglýsir eitt þeirra nokkurra króna afslátt af eldsneytislítranum til vildarvina og innan klukkustundar eru hin búin að bjóða sínum vildarvinum það sama. Þetta er hins vegar engin samkeppni. Það getur verið flókið að stunda samkeppni – kannski of flókið fyrir olíufélögin?
Skjóðan Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Sjá meira