Baddi er efnilegur en glímir við Bakkus Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 13. janúar 2016 09:30 Þórir Sæmundsson er spenntur fyrir að takast á við hlutverk Badda. Vísir/GVA Þessi saga er algjör gimsteinn,“ segir Þórir Sæmundsson um Djöflaeyjuna sem sett verður upp sem söngleikur í Þjóðleikhúsinu í mars. Þórir fer þar með hlutverk hins goðsagnakennda Badda sem margir muna eftir úr mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar þar sem Baltasar Kormákur lék Badda. Nú leikstýrir Baltasar hins vegar verkinu ásamt Atla Rafni Sigurðssyni.„Þetta leggst rosalega vel í mig, Æfingar byrja núna 25. janúar. Sýningin er vel mönnuð og mjög spennandi vinna fram undan. Ég leik Badda eða Bjarna Heinrich Kreuzhage. Hann er efnilegur maður sem glímir við algengan sjúkdóm, alkóhólisma. Hann er töffari, brotinn og þjáður einstaklingur,“ segir Þórir spenntur fyrir komandi verkefni. Þórir hefur starfað hjá Þjóðleikhúsinu undanfarin ár og hefur farið þar með fjöldann allan af hlutverkum; meðal annars í Sjálfstæðu fólki, Ævintýrum í Latabæ, Karitas, Oliver, Brennuvörgunum, Norway Today, Skilaboðaskjóðunni og Kardemommubænum svo að eitthvað sé nefnt. „Það er þakklátt starf að fá að gleðja 500 manns og senda alla brosandi heim, fá að skellihlæja með æðislegum kollegum baksviðs og fá að stunda almennilega líkamsrækt á meðan.“ Þórir leikur núna Hróa hött í sýningunni Í hjarta Hróa hattar og hefur gaman af. „Það er virkilega gaman, sérstaklega þar sem sýningin er mjög vinsæl og skemmtileg. Nokkrar vinabeiðnir og „poke“ hafa komið á mitt borð upp á síðkastið,“ segir Þórir aðspurður hvort hann hafi fengið aukna athygli eftir að hafa brugðið sér í hlutverk Hróa hattar.Verður góð leikhúsupplifunDjöflaeyjan er nýr söngleikur, byggður á metsölubókum Einars Kárasonar. Verkið fjallar um drauma, sorgir og sigra fjölskyldu Karólínu spákonu, og mannlífið í braggahverfum Reykjavíkur á eftirstríðsárunum. „Sem stendur er þetta verk í vinnslu en kemur til með að vera góð leikhúsupplifun, með mikilli tónlist. Þeir sem koma til með að stjórna tónlistinni eru meðal annars Sigurður Guðmundsson, Guðmundur Kristinn Jónsson og Guðmundur Óskar Guðmundsson,“ segir Atli Rafn Sigurðsson leikstjóri spurður um hvernig þeir komi til með að setja Djöflaeyjuna upp sem söngleik. Menning Mest lesið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirmennilegir fjórmenningar Gagnrýni Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Þessi saga er algjör gimsteinn,“ segir Þórir Sæmundsson um Djöflaeyjuna sem sett verður upp sem söngleikur í Þjóðleikhúsinu í mars. Þórir fer þar með hlutverk hins goðsagnakennda Badda sem margir muna eftir úr mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar þar sem Baltasar Kormákur lék Badda. Nú leikstýrir Baltasar hins vegar verkinu ásamt Atla Rafni Sigurðssyni.„Þetta leggst rosalega vel í mig, Æfingar byrja núna 25. janúar. Sýningin er vel mönnuð og mjög spennandi vinna fram undan. Ég leik Badda eða Bjarna Heinrich Kreuzhage. Hann er efnilegur maður sem glímir við algengan sjúkdóm, alkóhólisma. Hann er töffari, brotinn og þjáður einstaklingur,“ segir Þórir spenntur fyrir komandi verkefni. Þórir hefur starfað hjá Þjóðleikhúsinu undanfarin ár og hefur farið þar með fjöldann allan af hlutverkum; meðal annars í Sjálfstæðu fólki, Ævintýrum í Latabæ, Karitas, Oliver, Brennuvörgunum, Norway Today, Skilaboðaskjóðunni og Kardemommubænum svo að eitthvað sé nefnt. „Það er þakklátt starf að fá að gleðja 500 manns og senda alla brosandi heim, fá að skellihlæja með æðislegum kollegum baksviðs og fá að stunda almennilega líkamsrækt á meðan.“ Þórir leikur núna Hróa hött í sýningunni Í hjarta Hróa hattar og hefur gaman af. „Það er virkilega gaman, sérstaklega þar sem sýningin er mjög vinsæl og skemmtileg. Nokkrar vinabeiðnir og „poke“ hafa komið á mitt borð upp á síðkastið,“ segir Þórir aðspurður hvort hann hafi fengið aukna athygli eftir að hafa brugðið sér í hlutverk Hróa hattar.Verður góð leikhúsupplifunDjöflaeyjan er nýr söngleikur, byggður á metsölubókum Einars Kárasonar. Verkið fjallar um drauma, sorgir og sigra fjölskyldu Karólínu spákonu, og mannlífið í braggahverfum Reykjavíkur á eftirstríðsárunum. „Sem stendur er þetta verk í vinnslu en kemur til með að vera góð leikhúsupplifun, með mikilli tónlist. Þeir sem koma til með að stjórna tónlistinni eru meðal annars Sigurður Guðmundsson, Guðmundur Kristinn Jónsson og Guðmundur Óskar Guðmundsson,“ segir Atli Rafn Sigurðsson leikstjóri spurður um hvernig þeir komi til með að setja Djöflaeyjuna upp sem söngleik.
Menning Mest lesið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirmennilegir fjórmenningar Gagnrýni Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira