Gætir jafnvægis, þótt sagnfræðin sé honum kær Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 13. janúar 2016 11:00 Guðmundur Hálfdanarson lauk doktorsprófi í evrópskri félagssögu frá Cornell-háskóla í Bandaríkjunum árið 1991. Dr. Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, tók í upphafi mánaðar við starfi forseta Hugvísindasviðs Háskóla Íslands en forseti Hugvísindasviðs er æðsti yfirmaður og akademískur leiðtogi fræðasviðsins og stjórnar daglegri starfsemi þess. Guðmundur tók við starfinu af Ástráði Eysteinssyni prófessor, sem hefur verið forseti Hugvísindasviðs Háskóla Íslands frá upphafi embættisins á haustmisseri árið 2008. Guðmundur segir þó að hann hafi ekki lengi stefnt að embættinu heldur hafi einfaldlega gripið gæsina er hún gafst. „Ég tók nú eiginlega bara þessa ákvörðun þegar forveri minn gaf til kynna að hann hygðist láta af embætti,“ segir hann glaður í bragði og bætir við: „Ég fór nú ekkert að hugsa um þetta fyrr en það var ljóst að staðan myndi losna.“ Guðmundur var skipaður í stöðu Jóns Sigurðssonar, prófessors við Háskóla Íslands árið 2012, og hefur starfað sem lektor, dósent og prófessor í sagnfræði við háskólann og birt mikið af fræðigreinum á alþjóðlegum sem og innlendum vettvangi auk ýmissa ritstarfa. Guðmundur lauk bakkalárprófi í sagn- og fornleifafræði frá Háskóla Íslands árið 1980 og kandídatsprófi í sagnfræði frá háskólanum tveimur árum síðar. Meistaraprófi í sagnfræði lauk hann árið 1985 frá Cornell-háskóla í Bandaríkjunum og doktorsprófi í evrópskri félagssögu frá sama skóla árið 1991. Hann skellir strax upp úr þegar hann er spurður að því hvort hann muni leggja sérstaka áherslu á sagnfræðideildina. „Ég mun gæta jafnvægis, mér er sagnfræðin auðvitað mjög kær en ég mun gæta hagsmuna allra þeirra greina sem falla undir sviðið,“ segir Guðmundur staðfastur og bætir við að sviðið sé mjög breitt og því auðheyrt að spennandi og krefjandi verkefni eru fram undan. Á Hugvísindasviði eru fjórar deildir; deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda, guðfræði- og trúarbragðafræðideild, íslensku- og menningardeild og sagnfræði- og heimspekideild. Menning Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Dr. Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, tók í upphafi mánaðar við starfi forseta Hugvísindasviðs Háskóla Íslands en forseti Hugvísindasviðs er æðsti yfirmaður og akademískur leiðtogi fræðasviðsins og stjórnar daglegri starfsemi þess. Guðmundur tók við starfinu af Ástráði Eysteinssyni prófessor, sem hefur verið forseti Hugvísindasviðs Háskóla Íslands frá upphafi embættisins á haustmisseri árið 2008. Guðmundur segir þó að hann hafi ekki lengi stefnt að embættinu heldur hafi einfaldlega gripið gæsina er hún gafst. „Ég tók nú eiginlega bara þessa ákvörðun þegar forveri minn gaf til kynna að hann hygðist láta af embætti,“ segir hann glaður í bragði og bætir við: „Ég fór nú ekkert að hugsa um þetta fyrr en það var ljóst að staðan myndi losna.“ Guðmundur var skipaður í stöðu Jóns Sigurðssonar, prófessors við Háskóla Íslands árið 2012, og hefur starfað sem lektor, dósent og prófessor í sagnfræði við háskólann og birt mikið af fræðigreinum á alþjóðlegum sem og innlendum vettvangi auk ýmissa ritstarfa. Guðmundur lauk bakkalárprófi í sagn- og fornleifafræði frá Háskóla Íslands árið 1980 og kandídatsprófi í sagnfræði frá háskólanum tveimur árum síðar. Meistaraprófi í sagnfræði lauk hann árið 1985 frá Cornell-háskóla í Bandaríkjunum og doktorsprófi í evrópskri félagssögu frá sama skóla árið 1991. Hann skellir strax upp úr þegar hann er spurður að því hvort hann muni leggja sérstaka áherslu á sagnfræðideildina. „Ég mun gæta jafnvægis, mér er sagnfræðin auðvitað mjög kær en ég mun gæta hagsmuna allra þeirra greina sem falla undir sviðið,“ segir Guðmundur staðfastur og bætir við að sviðið sé mjög breitt og því auðheyrt að spennandi og krefjandi verkefni eru fram undan. Á Hugvísindasviði eru fjórar deildir; deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda, guðfræði- og trúarbragðafræðideild, íslensku- og menningardeild og sagnfræði- og heimspekideild.
Menning Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira