Gaupi: Hef ekki enn séð græna ljósið hjá íslenska liðinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. janúar 2016 11:00 Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður. Vísir/Pjetur Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður hjá 365 og helsti handboltasérfræðingur þjóðarinnar, er mátulega bjartsýnn á gott gengi íslenska landsliðsins á EM í Póllandi sem hefst í dag. Gaupi segir þó að nokkrum spurningum sé enn ósvarað eftir æfingaleikina fjóra við Portúgal og Þýskaland í aðdraganda mótsins. „Eftir æfingaleikina fjóra er íslenska liðið á gulu ljósi. Í leikjunum fjórum hef ég enn ekki séð græna ljósið en auðvitað voru batamerki á íslenska liðinu í leikjunum gegn Þýskalandi,“ segir Gaupi. „Því miður voru leikirnir báðir í raun alveg eins. Hver var munurinn? Í fyrri leiknum voru tíu skot varin en fimmtán í þeim síðari. Ef íslenska liðið ætlar sér Ólympíusæti þarf liðið að geta varist en náist það ekki á liðið erfiða daga fyrir höndum í Póllandi.“Sjá einnig: Markvarslan veiki punktur íslenska liðsins Aron Pálmarsson spilaði frábærlega í leikjunum tveimur gegn Þýskalandi og skoraði samtals fimmtán mörk, öll með þrumuskotum utan af velli. Gaupi segir nauðsynlegt að Aron haldi uppteknum hætti í Póllandi.Aron Pálmarsson.VísirÞurfum framlag frá fleirum en Aroni „Eins og ég sé þetta liggur ábyrgðin á herðum Arons Pálmarssonar sem er sannarlega einn besti handboltamaður heimsins. En til þess að þetta gangi þurfum við framlag frá fleiri leikmönnum. Í æfingaleikjunum fjórum fengu margir tækifæri og það er erfitt að átta sig á hver sterkasta uppstillingin er,“ segir Gaupi sem var ánægður með það sem hann sá til Ólafs Guðmundssonar og Guðmundar Hólmars Helgasonar í æfingaleikjunum fyrir EM.Sjá einnig: Ísland er sigurstranglegra liðið „Ólafur og Guðmundur Hólmar stóðu báðir vel fyrir sínu, þá sérstaklega sá síðarnefndi, en stórmót er allt annað en æfingaleikir. Við höfum ekki tíma né getu til að gefa mönnum tækifæri á stórmótum. Þegar að stórmóti kemur þarf liðið að vera fullmótað. Íslenska liðið er reynslumikið og veit nákvæmlega hvað fram undan er og vonandi mun það hjálpa til þegar á hólminn verður komið.“Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska liðsins.VísirOf flókin leikáætlun? Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari hefur prófað ýmsa nýja hluti í æfingaleikjunum og m.a. innleitt nýjar áherslur í hraðaupphlaupunum. Gaupi hefur áhyggjur af því að leikáætlun íslenska liðsins sé einfaldlega of flókin. „Mér finnst uppleggið í þeim leikjum sem ég hef séð verið flókið. Þjálfarateymið hefur verið að reyna nýja hluti og breytt áherslum sem er frábært og við skulum rétt vona að menn séu á réttri leið. Mótið í Póllandi verður erfitt, andstæðingar Íslands beinskeyttir og sterkir,“ segir Gaupi en hann segir að íslenska liðsins bíði erfitt verkefni í riðlakeppninni þar sem mótherjar Íslands eru Noregur, Hvíta-Rússland og Króatía.Sjá einnig: Aron: Við vitum að þeir eru góðir en við erum líka góðir „Norðmenn léku vel á æfingamótinu í Frakklandi. Þeir spila sterka vörn, eru með frábæra hornamenn og einn efnilegasta leikmann heims (Sander Sagosen),“ segir Gaupi sem segir að Hvíta-Rússland sé sýnd veiði en ekki gefin. „Hvít-Rússar munu spila 5-1 vörn gegn íslenska liðinu sem það leysti prýðilega í seinni leiknum gegn Þýskalandi. Króatar spila, líkt og Noregur, sterka 6-0 vörn en mér þykir þó líklegt að þeir muni spila 3-2-1 vörn á móti Íslandi. Allir andstæðingar Íslands munu velta því fyrir sér að „plúsa“ Aron Pálmarsson, taka hann úr sambandi og vonandi höfum við svörin sem til þarf,“ segir Gaupi að endingu. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður hjá 365 og helsti handboltasérfræðingur þjóðarinnar, er mátulega bjartsýnn á gott gengi íslenska landsliðsins á EM í Póllandi sem hefst í dag. Gaupi segir þó að nokkrum spurningum sé enn ósvarað eftir æfingaleikina fjóra við Portúgal og Þýskaland í aðdraganda mótsins. „Eftir æfingaleikina fjóra er íslenska liðið á gulu ljósi. Í leikjunum fjórum hef ég enn ekki séð græna ljósið en auðvitað voru batamerki á íslenska liðinu í leikjunum gegn Þýskalandi,“ segir Gaupi. „Því miður voru leikirnir báðir í raun alveg eins. Hver var munurinn? Í fyrri leiknum voru tíu skot varin en fimmtán í þeim síðari. Ef íslenska liðið ætlar sér Ólympíusæti þarf liðið að geta varist en náist það ekki á liðið erfiða daga fyrir höndum í Póllandi.“Sjá einnig: Markvarslan veiki punktur íslenska liðsins Aron Pálmarsson spilaði frábærlega í leikjunum tveimur gegn Þýskalandi og skoraði samtals fimmtán mörk, öll með þrumuskotum utan af velli. Gaupi segir nauðsynlegt að Aron haldi uppteknum hætti í Póllandi.Aron Pálmarsson.VísirÞurfum framlag frá fleirum en Aroni „Eins og ég sé þetta liggur ábyrgðin á herðum Arons Pálmarssonar sem er sannarlega einn besti handboltamaður heimsins. En til þess að þetta gangi þurfum við framlag frá fleiri leikmönnum. Í æfingaleikjunum fjórum fengu margir tækifæri og það er erfitt að átta sig á hver sterkasta uppstillingin er,“ segir Gaupi sem var ánægður með það sem hann sá til Ólafs Guðmundssonar og Guðmundar Hólmars Helgasonar í æfingaleikjunum fyrir EM.Sjá einnig: Ísland er sigurstranglegra liðið „Ólafur og Guðmundur Hólmar stóðu báðir vel fyrir sínu, þá sérstaklega sá síðarnefndi, en stórmót er allt annað en æfingaleikir. Við höfum ekki tíma né getu til að gefa mönnum tækifæri á stórmótum. Þegar að stórmóti kemur þarf liðið að vera fullmótað. Íslenska liðið er reynslumikið og veit nákvæmlega hvað fram undan er og vonandi mun það hjálpa til þegar á hólminn verður komið.“Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska liðsins.VísirOf flókin leikáætlun? Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari hefur prófað ýmsa nýja hluti í æfingaleikjunum og m.a. innleitt nýjar áherslur í hraðaupphlaupunum. Gaupi hefur áhyggjur af því að leikáætlun íslenska liðsins sé einfaldlega of flókin. „Mér finnst uppleggið í þeim leikjum sem ég hef séð verið flókið. Þjálfarateymið hefur verið að reyna nýja hluti og breytt áherslum sem er frábært og við skulum rétt vona að menn séu á réttri leið. Mótið í Póllandi verður erfitt, andstæðingar Íslands beinskeyttir og sterkir,“ segir Gaupi en hann segir að íslenska liðsins bíði erfitt verkefni í riðlakeppninni þar sem mótherjar Íslands eru Noregur, Hvíta-Rússland og Króatía.Sjá einnig: Aron: Við vitum að þeir eru góðir en við erum líka góðir „Norðmenn léku vel á æfingamótinu í Frakklandi. Þeir spila sterka vörn, eru með frábæra hornamenn og einn efnilegasta leikmann heims (Sander Sagosen),“ segir Gaupi sem segir að Hvíta-Rússland sé sýnd veiði en ekki gefin. „Hvít-Rússar munu spila 5-1 vörn gegn íslenska liðinu sem það leysti prýðilega í seinni leiknum gegn Þýskalandi. Króatar spila, líkt og Noregur, sterka 6-0 vörn en mér þykir þó líklegt að þeir muni spila 3-2-1 vörn á móti Íslandi. Allir andstæðingar Íslands munu velta því fyrir sér að „plúsa“ Aron Pálmarsson, taka hann úr sambandi og vonandi höfum við svörin sem til þarf,“ segir Gaupi að endingu.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira