Minnast merkrar en átakanlegrar sögu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. janúar 2016 15:45 Wieslaw Grabowski, sonur skipstjórans sem fórst með Wirgy og Witold Bogdanski á leið á slysstaðinn sumarið 2014 til að leggja þar blómsveig. „Við erum að minnast merkrar en átakanlegrar sögu sem fáir vita af. Um það þegar pólska flutningaskipið SS Wirgy sökk í aftakaveðri út af Mýrum í janúar 1942 og tuttugu og sjö fórust, þar af tveir Íslendingar,“ segir Witold Bogdanski um sýninguna Minning þeirra lifir sem verður opnuð í dag í Sjóminjasafninu á Grandagarði klukkan 16. „Einn þáttur hennar er þó jákvæður, afrek Braga Kristjánssonar, átján ára, sem synti og skreið til bæjar og komst af, ásamt pólska stýrimanninum Ludwik Smolski.“ Witold Bogdanski lýsir atburðinum nánar. „Skipið var eitt af mörgum í stórri skipalest á leið til New York þegar það sökk. Meirihluti skipverja komst við illan leik í björgunarbát en honum hvolfdi og aðeins nokkrir komust á kjöl. Undir morgun reyndu þeir fjórir sem eftir voru að synda til lands. Braga og Smolski tókst það, hinir drukknuðu í flæðarmálinu. Bragi skreið aðframkominn 1,2 km leið að Syðra-Skógarnesi og bóndinn þar, Kristján Kristjánsson, náði að bjarga Smolski sem lá meðvitundarlaus í fjöruborðinu.“ Witold Bogdanski er sýningarstjóri sýningarinnar í Sjóminjasafninu. Hann hefur rannsakað söguna, safnað myndum og heimildum, meðal annars rætt við dóttur Kristjáns bónda í Syðra-Skógarnesi, sem var átta ára þegar sjóslysið átti sér stað, og man vel komu skipbrotsmannanna tveggja. „En það var ekki mikið skrifað um þennan atburð,“ segir Witold Bogdanski. „Bæði var stríð og ritskoðun, svo var verkfall prentara og lítið um blöð svo þjóðin frétti ekki mikið af slysinu.“ Samtök Pólverja á Íslandi (SPI), Iceland News Polska ásamt Sendiráði Póllands standa fyrir sýningunni í samstarfi við Borgarsögusafn Reykjavíkur. Sýningin stendur til 7. febrúar 2016. Menning Mest lesið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Við erum að minnast merkrar en átakanlegrar sögu sem fáir vita af. Um það þegar pólska flutningaskipið SS Wirgy sökk í aftakaveðri út af Mýrum í janúar 1942 og tuttugu og sjö fórust, þar af tveir Íslendingar,“ segir Witold Bogdanski um sýninguna Minning þeirra lifir sem verður opnuð í dag í Sjóminjasafninu á Grandagarði klukkan 16. „Einn þáttur hennar er þó jákvæður, afrek Braga Kristjánssonar, átján ára, sem synti og skreið til bæjar og komst af, ásamt pólska stýrimanninum Ludwik Smolski.“ Witold Bogdanski lýsir atburðinum nánar. „Skipið var eitt af mörgum í stórri skipalest á leið til New York þegar það sökk. Meirihluti skipverja komst við illan leik í björgunarbát en honum hvolfdi og aðeins nokkrir komust á kjöl. Undir morgun reyndu þeir fjórir sem eftir voru að synda til lands. Braga og Smolski tókst það, hinir drukknuðu í flæðarmálinu. Bragi skreið aðframkominn 1,2 km leið að Syðra-Skógarnesi og bóndinn þar, Kristján Kristjánsson, náði að bjarga Smolski sem lá meðvitundarlaus í fjöruborðinu.“ Witold Bogdanski er sýningarstjóri sýningarinnar í Sjóminjasafninu. Hann hefur rannsakað söguna, safnað myndum og heimildum, meðal annars rætt við dóttur Kristjáns bónda í Syðra-Skógarnesi, sem var átta ára þegar sjóslysið átti sér stað, og man vel komu skipbrotsmannanna tveggja. „En það var ekki mikið skrifað um þennan atburð,“ segir Witold Bogdanski. „Bæði var stríð og ritskoðun, svo var verkfall prentara og lítið um blöð svo þjóðin frétti ekki mikið af slysinu.“ Samtök Pólverja á Íslandi (SPI), Iceland News Polska ásamt Sendiráði Póllands standa fyrir sýningunni í samstarfi við Borgarsögusafn Reykjavíkur. Sýningin stendur til 7. febrúar 2016.
Menning Mest lesið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira