Mál lögreglumannsins á sér aðdraganda Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 6. janúar 2016 20:00 Fíkniefnadeild lögreglu hefur verið undir smásjánni um nokkra hríð. Ríkislögreglustjóri segir tímabært að koma á eftirliti með störfum lögreglu og formaður Landssambands lögreglu tekur undir það. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri fer með málefni lögreglu í umboði ráðherra. Starfsmenn embættis hans munu aðstoða ríkissaksóknara við rannsókn málsins samkvæmt heimildum fréttastofu. Hann hefur sjálfur ítrekað nauðsyn eftirlits með lögreglu í gegnum tíðina. „Ég hef nefnt það nokkrum sinnum í okkar hópi innan lögreglunnar. Eins opinberlega og fyrir Alþingi að það gæti verið mjög heppilegt að utanaðkomandi aðili, einhver þriðji aðili hefði það hlutverk að hafa eftirlit með störfum lögreglunnar. Það myndi auka á traust og gegnsæi. Lögreglan gæti líka upplýst viðkomandi aðila um ýmis trúnaðarmál sem hún ætti erfitt með að upplýsa á opinberum vettvangi. Þetta tíðkast víða erlendis.“Hvers vegna hefur þetta ekki verið gert hér á landi? „Ég get ekki alveg svarað því en tímarnir breytast og krafan er alltaf meiri í þá átt að hafa eftirlit með starfsemi hins opinbera.“ Er það orðið tímabært? „Mér finnst sjálfsagt að dusta rykið af þessum tillögum og skoða þetta af alvöru,“segir Haraldur. Snorri Magnússon formaður Landssambands lögreglumanna segir Íslendinga ættu að fylgja fordæmi nágrannaþjóðanna í þessum efnum og koma strax á eftirliti með lögreglu. „Við höfum svolítið fjallað um þetta. Við höfum talið farsælast að það verði farnar svipaðar leiðir og gert er í Bretlandi, Svíþjóð og Danmörku, Noregi. Þar sem eru sérstakar eftirlitsnefndir með störfum lögreglu og þær taka jafnframt við erindum einstaklinga sem telja sig eiga eitthvað sökótt við störf lögreglu. Það er augljós skortur á þessu hér á landi. þetta er mjög vel þróað kerfi í Bretlandi, það er styttra. Þar veit ég að er almenn ánægja. Við þurfum ekkert að vera að finna upp hjólið hér á landi.“ Hann segist hafa áhyggjur af því að traust almennings til lögreglu minnki vegna málsins. „Augljóslega hefur maður það, það er rétt að traust almennings á lögreglu hefur mælst mjög hátt og vonandi helst það áfram.“ Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Lögreglumaður situr í gæsluvarðhaldi Ekki er um að ræða þann lögreglumann sem grunaður er um leka í starfi. 5. janúar 2016 15:48 Maður um fertugt handtekinn Karlmaður um fertugt hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn embættis Ríkissaksóknara á alvarlegum brotum lögreglumanns er í gæsluvarðhaldi. 6. janúar 2016 18:03 Í gæsluvarðhaldi vegna samskipta við brotamenn Meint brot lögreglumannsins sem situr í gæsluvarðhaldi eru sögð vera mjög alvarleg. 5. janúar 2016 20:33 Lögreglumaðurinn ekki fengið að svara fyrir alvarlegu ásakanirnar "Ég hef óskað eftir því að sakarefnið verði borið undir hann svo að það sé hægt að leysa þetta mál,“ segir Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi mannsins. 6. janúar 2016 14:22 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Sjá meira
Fíkniefnadeild lögreglu hefur verið undir smásjánni um nokkra hríð. Ríkislögreglustjóri segir tímabært að koma á eftirliti með störfum lögreglu og formaður Landssambands lögreglu tekur undir það. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri fer með málefni lögreglu í umboði ráðherra. Starfsmenn embættis hans munu aðstoða ríkissaksóknara við rannsókn málsins samkvæmt heimildum fréttastofu. Hann hefur sjálfur ítrekað nauðsyn eftirlits með lögreglu í gegnum tíðina. „Ég hef nefnt það nokkrum sinnum í okkar hópi innan lögreglunnar. Eins opinberlega og fyrir Alþingi að það gæti verið mjög heppilegt að utanaðkomandi aðili, einhver þriðji aðili hefði það hlutverk að hafa eftirlit með störfum lögreglunnar. Það myndi auka á traust og gegnsæi. Lögreglan gæti líka upplýst viðkomandi aðila um ýmis trúnaðarmál sem hún ætti erfitt með að upplýsa á opinberum vettvangi. Þetta tíðkast víða erlendis.“Hvers vegna hefur þetta ekki verið gert hér á landi? „Ég get ekki alveg svarað því en tímarnir breytast og krafan er alltaf meiri í þá átt að hafa eftirlit með starfsemi hins opinbera.“ Er það orðið tímabært? „Mér finnst sjálfsagt að dusta rykið af þessum tillögum og skoða þetta af alvöru,“segir Haraldur. Snorri Magnússon formaður Landssambands lögreglumanna segir Íslendinga ættu að fylgja fordæmi nágrannaþjóðanna í þessum efnum og koma strax á eftirliti með lögreglu. „Við höfum svolítið fjallað um þetta. Við höfum talið farsælast að það verði farnar svipaðar leiðir og gert er í Bretlandi, Svíþjóð og Danmörku, Noregi. Þar sem eru sérstakar eftirlitsnefndir með störfum lögreglu og þær taka jafnframt við erindum einstaklinga sem telja sig eiga eitthvað sökótt við störf lögreglu. Það er augljós skortur á þessu hér á landi. þetta er mjög vel þróað kerfi í Bretlandi, það er styttra. Þar veit ég að er almenn ánægja. Við þurfum ekkert að vera að finna upp hjólið hér á landi.“ Hann segist hafa áhyggjur af því að traust almennings til lögreglu minnki vegna málsins. „Augljóslega hefur maður það, það er rétt að traust almennings á lögreglu hefur mælst mjög hátt og vonandi helst það áfram.“
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Lögreglumaður situr í gæsluvarðhaldi Ekki er um að ræða þann lögreglumann sem grunaður er um leka í starfi. 5. janúar 2016 15:48 Maður um fertugt handtekinn Karlmaður um fertugt hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn embættis Ríkissaksóknara á alvarlegum brotum lögreglumanns er í gæsluvarðhaldi. 6. janúar 2016 18:03 Í gæsluvarðhaldi vegna samskipta við brotamenn Meint brot lögreglumannsins sem situr í gæsluvarðhaldi eru sögð vera mjög alvarleg. 5. janúar 2016 20:33 Lögreglumaðurinn ekki fengið að svara fyrir alvarlegu ásakanirnar "Ég hef óskað eftir því að sakarefnið verði borið undir hann svo að það sé hægt að leysa þetta mál,“ segir Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi mannsins. 6. janúar 2016 14:22 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Sjá meira
Lögreglumaður situr í gæsluvarðhaldi Ekki er um að ræða þann lögreglumann sem grunaður er um leka í starfi. 5. janúar 2016 15:48
Maður um fertugt handtekinn Karlmaður um fertugt hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn embættis Ríkissaksóknara á alvarlegum brotum lögreglumanns er í gæsluvarðhaldi. 6. janúar 2016 18:03
Í gæsluvarðhaldi vegna samskipta við brotamenn Meint brot lögreglumannsins sem situr í gæsluvarðhaldi eru sögð vera mjög alvarleg. 5. janúar 2016 20:33
Lögreglumaðurinn ekki fengið að svara fyrir alvarlegu ásakanirnar "Ég hef óskað eftir því að sakarefnið verði borið undir hann svo að það sé hægt að leysa þetta mál,“ segir Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi mannsins. 6. janúar 2016 14:22