Lögregluforingi segir fjölmiðla fara offari Jakob Bjarnar skrifar 8. janúar 2016 10:55 Ómar Smára grunar að ástæðan fyrir mjög svo skyndilegri og æsilegri umfjöllun fjölmiðlafólks litist af minnimáttarkennd vegna skoðanakannana þar sem virðing almennings gefa lögreglunni hámarkseinkunn en þeim sjálfum falleinkunn. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá LRH og fyrrverandi yfirmaður fíkniefnadeildar LR, skrifar ádrepu á Facebook-vegg sinn. Tilefnið er umfjöllun fjölmiðla um meint misferli innan fíkniefnadeildar LRH.Minnimáttarkennd fjölmiðlaÓmar segir margt fjölmiðlafólk hafa farið, „líkt og svo oft áður, offari, að teknu tilliti til tilurðar tilefnisins. Sem áhorfandi, og fyrrverandi yfirmaður fíkniefnadeildar LR, hefur málið verið mjög svo „áhugavert“ á að horfa, en því miður virðist umfjöllunin verulega lítt spennandi „pissukeppni“ þeirra á millum,“ skrifar Ómar Smári og segir umfjöllunina hafa valdið sér verulegum vonbrigðum. Ómar Smári spyr hvort ekki sé vert, í ljósi sögunnar, að „sitja bara á fáki sínum“ og leyfa viðkomandi að „svara fyrir sig í rólegheitum“. Ómar Smára grunar að ástæðan fyrir „mjög svo skyndilegri og æsilegri umfjöllun fjölmiðlafólks hafi ekki síst litast af minnimáttarkennd þess vegna opinberra skoðanakannana þar sem virðing almennings við ákveðnar stofnanir gefa lögreglunni hámarkseinkunn en þeim sjálfum falleinkunn.“Færsla Ómars SmáraÖll færsla Ómars Smára er á þennan veg eftirfarandi, en við tengir hann frétt Unu Sighvatsdóttur á Stöð 2/Visi: „Þingmenn skoða leiðir til innra eftirlits með lögreglu“:„...talandi um nýlega umfjöllun fjölmiðla um mál tiltekins rannsóknarlögreglumanns í "einhverju tilteknu óljósu og óskilgreindu" máli þar sem "brugðist er við þrálátum orðrómi um óskilgreindan leka". Margt fjölmiðlafólkið virðist hafa farið þarna, líkt og svo oft áður, offari, að teknu tilliti til tilurðar tilefnisins. Sem áhorfandi, og fyrrverandi yfirmaður fíkniefnadeildar LR, hefur málið verið mjög svo "áhugavert" á að horfa, en því miður virðist umfjöllunin verulega lítt spennandi "pissukeppni" þeirra á millum. Niðurstaða allrar umfjöllunar fjölmiðlanna hefur hins vegar orðið mér veruleg vonbrigði. Hvernig væri nú, í ljósi sögunnar, að "sitja bara á fáki sínum"; takmarka álætin um stund, og leifa viðkomandi, þótt ekki væri nema a.m.k. einu sinni, að svara fyrir sig í rólegheitum - þegar hann fær tækifæri til. Grunur minn er sú að ástæðan fyrir allri undangenginni og mjög svo skyndilegri og æsilegri umfjöllun fjölmiðlafólks hafi ekki síst litast af minnimáttarkennd þess vegna opinberra skoðanakannana þar sem virðing almennings við ákveðnar stofnanir gefa lögreglunni hámarkseinkunn en þeim sjálfum falleinkunn. Staðan er þessi: Í fyrsta lagi hefur "Fíkniefnadeildin" hjá LRH ekki verið til um nokkurra ára skeið. Starfsemin heitir "Rannsóknir skipulegrar brotastarfsemi". Hér má til taka dæmi um enn eina hina fullkomnu vitleysu sem afleyðu hinnar óskilgreindu fjölmiðlaumræðu - frá A-Ö –“ Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Lögreglufulltrúinn sem samstarfsmenn efast um stýrði tálbeituaðgerðinni Tálbeituaðgerð lögreglu við Hótel Frón lauk á óvæntan hátt þegar sendisveinn var handtekinn þegar allt virtist vera á áætlun. 8. janúar 2016 11:00 Fullyrti að rannsókn hefði farið fram Karl Steinar Valsson tjáði starfsmönnum fíkniefnadeildar að alvarlega ásakanir á hendur lögreglumanni í deildinni hefðu verið rannsakaðar og enginn fótur reynst fyrir þeim. Málið var aldrei formlega rannsakað. 8. janúar 2016 07:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Fleiri fréttir Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sjá meira
Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá LRH og fyrrverandi yfirmaður fíkniefnadeildar LR, skrifar ádrepu á Facebook-vegg sinn. Tilefnið er umfjöllun fjölmiðla um meint misferli innan fíkniefnadeildar LRH.Minnimáttarkennd fjölmiðlaÓmar segir margt fjölmiðlafólk hafa farið, „líkt og svo oft áður, offari, að teknu tilliti til tilurðar tilefnisins. Sem áhorfandi, og fyrrverandi yfirmaður fíkniefnadeildar LR, hefur málið verið mjög svo „áhugavert“ á að horfa, en því miður virðist umfjöllunin verulega lítt spennandi „pissukeppni“ þeirra á millum,“ skrifar Ómar Smári og segir umfjöllunina hafa valdið sér verulegum vonbrigðum. Ómar Smári spyr hvort ekki sé vert, í ljósi sögunnar, að „sitja bara á fáki sínum“ og leyfa viðkomandi að „svara fyrir sig í rólegheitum“. Ómar Smára grunar að ástæðan fyrir „mjög svo skyndilegri og æsilegri umfjöllun fjölmiðlafólks hafi ekki síst litast af minnimáttarkennd þess vegna opinberra skoðanakannana þar sem virðing almennings við ákveðnar stofnanir gefa lögreglunni hámarkseinkunn en þeim sjálfum falleinkunn.“Færsla Ómars SmáraÖll færsla Ómars Smára er á þennan veg eftirfarandi, en við tengir hann frétt Unu Sighvatsdóttur á Stöð 2/Visi: „Þingmenn skoða leiðir til innra eftirlits með lögreglu“:„...talandi um nýlega umfjöllun fjölmiðla um mál tiltekins rannsóknarlögreglumanns í "einhverju tilteknu óljósu og óskilgreindu" máli þar sem "brugðist er við þrálátum orðrómi um óskilgreindan leka". Margt fjölmiðlafólkið virðist hafa farið þarna, líkt og svo oft áður, offari, að teknu tilliti til tilurðar tilefnisins. Sem áhorfandi, og fyrrverandi yfirmaður fíkniefnadeildar LR, hefur málið verið mjög svo "áhugavert" á að horfa, en því miður virðist umfjöllunin verulega lítt spennandi "pissukeppni" þeirra á millum. Niðurstaða allrar umfjöllunar fjölmiðlanna hefur hins vegar orðið mér veruleg vonbrigði. Hvernig væri nú, í ljósi sögunnar, að "sitja bara á fáki sínum"; takmarka álætin um stund, og leifa viðkomandi, þótt ekki væri nema a.m.k. einu sinni, að svara fyrir sig í rólegheitum - þegar hann fær tækifæri til. Grunur minn er sú að ástæðan fyrir allri undangenginni og mjög svo skyndilegri og æsilegri umfjöllun fjölmiðlafólks hafi ekki síst litast af minnimáttarkennd þess vegna opinberra skoðanakannana þar sem virðing almennings við ákveðnar stofnanir gefa lögreglunni hámarkseinkunn en þeim sjálfum falleinkunn. Staðan er þessi: Í fyrsta lagi hefur "Fíkniefnadeildin" hjá LRH ekki verið til um nokkurra ára skeið. Starfsemin heitir "Rannsóknir skipulegrar brotastarfsemi". Hér má til taka dæmi um enn eina hina fullkomnu vitleysu sem afleyðu hinnar óskilgreindu fjölmiðlaumræðu - frá A-Ö –“
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Lögreglufulltrúinn sem samstarfsmenn efast um stýrði tálbeituaðgerðinni Tálbeituaðgerð lögreglu við Hótel Frón lauk á óvæntan hátt þegar sendisveinn var handtekinn þegar allt virtist vera á áætlun. 8. janúar 2016 11:00 Fullyrti að rannsókn hefði farið fram Karl Steinar Valsson tjáði starfsmönnum fíkniefnadeildar að alvarlega ásakanir á hendur lögreglumanni í deildinni hefðu verið rannsakaðar og enginn fótur reynst fyrir þeim. Málið var aldrei formlega rannsakað. 8. janúar 2016 07:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Fleiri fréttir Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sjá meira
Lögreglufulltrúinn sem samstarfsmenn efast um stýrði tálbeituaðgerðinni Tálbeituaðgerð lögreglu við Hótel Frón lauk á óvæntan hátt þegar sendisveinn var handtekinn þegar allt virtist vera á áætlun. 8. janúar 2016 11:00
Fullyrti að rannsókn hefði farið fram Karl Steinar Valsson tjáði starfsmönnum fíkniefnadeildar að alvarlega ásakanir á hendur lögreglumanni í deildinni hefðu verið rannsakaðar og enginn fótur reynst fyrir þeim. Málið var aldrei formlega rannsakað. 8. janúar 2016 07:00