Hver verður skilinn eftir heima? Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. janúar 2016 07:00 Kári Kristjánsson. Vísir/Anton Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari tók 18 leikmenn með sér til Þýskalands. Aðeins 17 munu síðan fara með á EM í Póllandi og 16 þeirra verða í hópnum. Á fimmtudag skar Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari leikmannahóp sinn niður í átján leikmenn. Lokahnykkurinn á undirbúningi strákanna okkar fer fram í Þýskalandi um helgina þar sem liðið spilar tvo æfingaleiki við Þjóðverja sem eru undir stjórn Dags Sigurðssonar. Eftir þá leiki mun Aron skera hópinn niður um einn leikmann og halda af stað til Póllands með sautján leikmenn. Einn þeirra mun þurfa að hefja keppnina upp í stúku þar sem aðeins sextán leikmenn mega vera í hópnum.Fjórtán leikmenn með öruggt sæti Það er mitt mat að fjórtán leikmenn séu komnir með öruggt sæti í EM-hópnum. Tandri Már Konráðsson spilaði mikið gegn Portúgal og hefur verið að fá tækifæri í síðustu verkefnum. Því teljum við það ljóst vera að Aron ætlar sér að nota hann. Ég er einnig á því að Arnór Þór Gunnarsson muni fara til Póllands enda ómögulegt annað en að vera með hreinræktaðan hornamann hægra megin. Ásgeir Örn mun spila mikið fyrir utan þar sem Alexander er ekki heill heilsu.Heilsa Bjarka Más Heilsa Bjarka Más Gunnarssonar ræður miklu um hvernig lokahópurinn verður. Hann er ekki alveg heill heilsu og hefur lítið spilað. Ef hann verður ekki klár í slaginn þá verður hann maðurinn sem dettur út og Guðmundur Hólmar Helgason færi þá með. Komi Bjarki aftur á móti vel út úr helginni þá spái ég því að Guðmundur Hólmar verði sendur heim. Aron gæti vissulega farið þá leið að taka þá báða með og ef svo verður yrði það á kostnað Ólafs.Kári eða Ólafur upp í stúku Fari aðeins annað hvort Bjarki Már eða Guðmundur Hólmar þá standa eftir Kári Kristján Kristjánsson og Ólafur Andrés Guðmundsson. Annar þeirra þyrfti að byrja í stúkunni. Mín spá er sú að Kári Kristján verði tekinn í hópinn ef sú staða kemur upp. Ég byggi það mat á því að aðallínumaður liðsins, Róbert Gunnarsson, hefur varla spilað handbolta í vetur og svo mun mikið mæða á Vigni Svavarssyni í vörninni. Því sé meiri þörf á þriðja línumanninum en annarri skyttu í upphafi móts. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Sport Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira
Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari tók 18 leikmenn með sér til Þýskalands. Aðeins 17 munu síðan fara með á EM í Póllandi og 16 þeirra verða í hópnum. Á fimmtudag skar Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari leikmannahóp sinn niður í átján leikmenn. Lokahnykkurinn á undirbúningi strákanna okkar fer fram í Þýskalandi um helgina þar sem liðið spilar tvo æfingaleiki við Þjóðverja sem eru undir stjórn Dags Sigurðssonar. Eftir þá leiki mun Aron skera hópinn niður um einn leikmann og halda af stað til Póllands með sautján leikmenn. Einn þeirra mun þurfa að hefja keppnina upp í stúku þar sem aðeins sextán leikmenn mega vera í hópnum.Fjórtán leikmenn með öruggt sæti Það er mitt mat að fjórtán leikmenn séu komnir með öruggt sæti í EM-hópnum. Tandri Már Konráðsson spilaði mikið gegn Portúgal og hefur verið að fá tækifæri í síðustu verkefnum. Því teljum við það ljóst vera að Aron ætlar sér að nota hann. Ég er einnig á því að Arnór Þór Gunnarsson muni fara til Póllands enda ómögulegt annað en að vera með hreinræktaðan hornamann hægra megin. Ásgeir Örn mun spila mikið fyrir utan þar sem Alexander er ekki heill heilsu.Heilsa Bjarka Más Heilsa Bjarka Más Gunnarssonar ræður miklu um hvernig lokahópurinn verður. Hann er ekki alveg heill heilsu og hefur lítið spilað. Ef hann verður ekki klár í slaginn þá verður hann maðurinn sem dettur út og Guðmundur Hólmar Helgason færi þá með. Komi Bjarki aftur á móti vel út úr helginni þá spái ég því að Guðmundur Hólmar verði sendur heim. Aron gæti vissulega farið þá leið að taka þá báða með og ef svo verður yrði það á kostnað Ólafs.Kári eða Ólafur upp í stúku Fari aðeins annað hvort Bjarki Már eða Guðmundur Hólmar þá standa eftir Kári Kristján Kristjánsson og Ólafur Andrés Guðmundsson. Annar þeirra þyrfti að byrja í stúkunni. Mín spá er sú að Kári Kristján verði tekinn í hópinn ef sú staða kemur upp. Ég byggi það mat á því að aðallínumaður liðsins, Róbert Gunnarsson, hefur varla spilað handbolta í vetur og svo mun mikið mæða á Vigni Svavarssyni í vörninni. Því sé meiri þörf á þriðja línumanninum en annarri skyttu í upphafi móts.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Sport Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira