Fara óhefðbundna leið í fjáröfluninni Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 15. ágúst 2015 12:00 Lost Art of Lost Art leikhópurinn með hið víðfræga verk. Mynd/Jannica honey Álfrún Gísladóttir er um þessar mundir að sýna á Edinborgarhátíðinni ásamt leikhópi sínum. Verkið heitir The Lost Art of Lost Art og hefur fengið einróma lof gagnrýnenda og meðal annars fjórar stjörnur í Broadway Baby sem er virt blað. Hópurinn fer óvenjulegar leiðir í að fjármagna sýninguna. Auk Álfrúnar kemur Sara Blöndal að verkinu, en hún hannar búninga og leikmynd. „Við erum búin að vera að sýna á hverjum degi frá því í byrjun ágúst. Seinasta sýningin verður 30. ágúst en við fáum frí 19. ágúst. Sýningin fjallar um listaverkaþjófa sem stela Ópinu eftir Munch og eru í sífellu að biðja um meiri pening fyrir það. Sýningin er mjög fyndin og skemmtileg en áhorfendur hlæja mikið.“ Álfrún tók þátt í keppni á vegum Scottish Daily Mail og Drama UK og sigraði í flokknum „new acting talents“ og fékk 6.000 pund í verðlaun. Þann pening ætlar hún að nota til að borga upp kostnaðinn af sýningunni en hún kostar í kringum 10.000 pund. Til þess að borga restina hefur hópurinn byrjað með heldur frumlega fjáröflunarleið. „Við settum svo upp okkar eigin vefsíðu í stað þess að borga 8% af ágóðanum okkar til Kickstarter. Þegar fólk styrkir okkur um 20 pund þá fær það sent persónulegt og skemmtilegt þakkarvídeó. Þegar við fáum styrk upp á 50 pund eða meira þá fær fólk að velja sér lag sem við syngjum. Við höfum líka lofað að skrifa bréf og fleira.“ Hópurinn hefur nú safnað 1.400 pundum sem getur ekki talist annað en mjög gott. Menning Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Álfrún Gísladóttir er um þessar mundir að sýna á Edinborgarhátíðinni ásamt leikhópi sínum. Verkið heitir The Lost Art of Lost Art og hefur fengið einróma lof gagnrýnenda og meðal annars fjórar stjörnur í Broadway Baby sem er virt blað. Hópurinn fer óvenjulegar leiðir í að fjármagna sýninguna. Auk Álfrúnar kemur Sara Blöndal að verkinu, en hún hannar búninga og leikmynd. „Við erum búin að vera að sýna á hverjum degi frá því í byrjun ágúst. Seinasta sýningin verður 30. ágúst en við fáum frí 19. ágúst. Sýningin fjallar um listaverkaþjófa sem stela Ópinu eftir Munch og eru í sífellu að biðja um meiri pening fyrir það. Sýningin er mjög fyndin og skemmtileg en áhorfendur hlæja mikið.“ Álfrún tók þátt í keppni á vegum Scottish Daily Mail og Drama UK og sigraði í flokknum „new acting talents“ og fékk 6.000 pund í verðlaun. Þann pening ætlar hún að nota til að borga upp kostnaðinn af sýningunni en hún kostar í kringum 10.000 pund. Til þess að borga restina hefur hópurinn byrjað með heldur frumlega fjáröflunarleið. „Við settum svo upp okkar eigin vefsíðu í stað þess að borga 8% af ágóðanum okkar til Kickstarter. Þegar fólk styrkir okkur um 20 pund þá fær það sent persónulegt og skemmtilegt þakkarvídeó. Þegar við fáum styrk upp á 50 pund eða meira þá fær fólk að velja sér lag sem við syngjum. Við höfum líka lofað að skrifa bréf og fleira.“ Hópurinn hefur nú safnað 1.400 pundum sem getur ekki talist annað en mjög gott.
Menning Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira