Ærðir álitsgjafar Páll Magnússon skrifar 12. ágúst 2015 07:00 Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum er þeirrar skoðunar að ótímabærar upplýsingar til fjölmiðla um meint kynferðisbrot geti verið skaðlegar af tveimur ástæðum: Í fyrsta lagi geti þær aukið enn á þjáningar þolandans, m.a. í erfiðu kæruferli fyrstu dagana eftir brotið. Í öðru lagi geti þær torveldað rannsókn málsins og auðveldað gerandanum að komast undan. Hvort tveggja er stutt svo gildum og augljósum rökum að óþarfi er að fjölyrða um þau hér. Í ljósi þessara sjónarmiða beindi lögreglustjórinn þeim tilmælum til viðbragðsaðila fyrir Þjóðhátíðina í Eyjum að þeir tjáðu sig ekki á fyrstu stigum málsins um meint kynferðisbrot. Þetta voru eðlileg og rökrétt tilmæli af hálfu lögreglustjórans þótt þau hefðu vissulega getað verið betur orðuð, en þá ber reyndar að hafa í huga að þetta var minnisblað til viðbragðsaðila, sem einhver lak í fjölmiðla, en ekki fréttatilkynning. Nú tók við eitthvert sérkennilegasta sjónarspil sem ég hef orðið vitni að í opinberri umræðu – og hef ég þó marga fjöruna sopið í þeim efnum. Kannski mætti kalla þetta Íslandsmót álitsgjafa í útúrsnúningum 2015? Allt í einu byrjaði einhver að garga: Þöggun! Þöggun! Álitsgjafarnir ærðust og löptu þessa orðaleppa upp hver eftir öðrum – greinilega margir hverjir án þess að hafa sjálfir lesið tilmæli lögreglustjórans. Í þeim er nefnilega ekki að finna snefil af tilburðum til þöggunar né tilmæli um slíkt. Aðeins vel rökstudd sjónarmið um tímasetningu á upplýsingagjöf með hagsmuni fórnarlambanna að leiðarljósi. Að kalla þetta þöggun er rökleysa og misnotkun á hugtakinu. Staðreyndir málsins hindruðu þó ekki alls konar fólk í að stökkva upp á þennan útúrsnúninga- og fordæmingarvagn og óbrjálaðir menn voru jafnvel farnir að halda því fram í virðulegum útvarpsþætti að lögreglustjórinn væri sennilega að gæta einhverra vafasamra fjárhagslegra hagsmuna í Vestmannaeyjum með þessum tilmælum (sic!). Og alltaf varð ég meira og meira hissa á því hverjir tíndust upp á vagninn. Og mest hissa varð ég þegar talskona Stígamóta brást við útúrsnúningunum og ruglinu eins og um staðreyndir væri að ræða. Og enn var gefið í útúrsnúningana eftir Þjóðhátíðina. Þá sagði lögreglustjórinn í viðtali, þar sem augljóst var af samhenginu að verið var að tala um önnur brot en meint kynferðisbrot, að ekki hefðu orðið alvarlegar líkamsárásir. Þá var gargað: Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum telur nauðgun ekki alvarlega líkamsárás! (sic!). Og enn var talskona Stígamóta dregin á flot og lét sig hafa það að segja að ummæli lögreglustjórans, sem hann aldrei viðhafði, væru ekki svaraverð! Alltaf þyngdust árásirnar á persónu hins nýja lögreglustjóra í Vestmannaeyjum og enduðu í hreinni viðurstyggð í kommentakerfum og samfélagsmiðlum. Þá bar svo til að ung kona, hugrakkur þolandi tveggja nauðgana, steig fram og lýsti opinberlega heilshugar yfir stuðningi við þau sjónarmið sem fram komu í tilmælum lögreglustjórans. Ætla álitsgjafarnir og talskona Stígamóta líka að saka þessa konu um tilburði til þöggunar – eða skilningsleysi á hlutskipti þolandans? Ég kann ekki betra ráð til þess málsmetandi fólks sem kastaði olíu á þennan útúrsnúninga- og fordæmingareld, ekki síst talskonu Stígamóta, en að það taki sig til og biðji Páleyju Borgþórsdóttur, lögreglustjóra, afsökunar hver á sínum loga í þessari galdrabrennu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Magnússon Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Sjá meira
Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum er þeirrar skoðunar að ótímabærar upplýsingar til fjölmiðla um meint kynferðisbrot geti verið skaðlegar af tveimur ástæðum: Í fyrsta lagi geti þær aukið enn á þjáningar þolandans, m.a. í erfiðu kæruferli fyrstu dagana eftir brotið. Í öðru lagi geti þær torveldað rannsókn málsins og auðveldað gerandanum að komast undan. Hvort tveggja er stutt svo gildum og augljósum rökum að óþarfi er að fjölyrða um þau hér. Í ljósi þessara sjónarmiða beindi lögreglustjórinn þeim tilmælum til viðbragðsaðila fyrir Þjóðhátíðina í Eyjum að þeir tjáðu sig ekki á fyrstu stigum málsins um meint kynferðisbrot. Þetta voru eðlileg og rökrétt tilmæli af hálfu lögreglustjórans þótt þau hefðu vissulega getað verið betur orðuð, en þá ber reyndar að hafa í huga að þetta var minnisblað til viðbragðsaðila, sem einhver lak í fjölmiðla, en ekki fréttatilkynning. Nú tók við eitthvert sérkennilegasta sjónarspil sem ég hef orðið vitni að í opinberri umræðu – og hef ég þó marga fjöruna sopið í þeim efnum. Kannski mætti kalla þetta Íslandsmót álitsgjafa í útúrsnúningum 2015? Allt í einu byrjaði einhver að garga: Þöggun! Þöggun! Álitsgjafarnir ærðust og löptu þessa orðaleppa upp hver eftir öðrum – greinilega margir hverjir án þess að hafa sjálfir lesið tilmæli lögreglustjórans. Í þeim er nefnilega ekki að finna snefil af tilburðum til þöggunar né tilmæli um slíkt. Aðeins vel rökstudd sjónarmið um tímasetningu á upplýsingagjöf með hagsmuni fórnarlambanna að leiðarljósi. Að kalla þetta þöggun er rökleysa og misnotkun á hugtakinu. Staðreyndir málsins hindruðu þó ekki alls konar fólk í að stökkva upp á þennan útúrsnúninga- og fordæmingarvagn og óbrjálaðir menn voru jafnvel farnir að halda því fram í virðulegum útvarpsþætti að lögreglustjórinn væri sennilega að gæta einhverra vafasamra fjárhagslegra hagsmuna í Vestmannaeyjum með þessum tilmælum (sic!). Og alltaf varð ég meira og meira hissa á því hverjir tíndust upp á vagninn. Og mest hissa varð ég þegar talskona Stígamóta brást við útúrsnúningunum og ruglinu eins og um staðreyndir væri að ræða. Og enn var gefið í útúrsnúningana eftir Þjóðhátíðina. Þá sagði lögreglustjórinn í viðtali, þar sem augljóst var af samhenginu að verið var að tala um önnur brot en meint kynferðisbrot, að ekki hefðu orðið alvarlegar líkamsárásir. Þá var gargað: Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum telur nauðgun ekki alvarlega líkamsárás! (sic!). Og enn var talskona Stígamóta dregin á flot og lét sig hafa það að segja að ummæli lögreglustjórans, sem hann aldrei viðhafði, væru ekki svaraverð! Alltaf þyngdust árásirnar á persónu hins nýja lögreglustjóra í Vestmannaeyjum og enduðu í hreinni viðurstyggð í kommentakerfum og samfélagsmiðlum. Þá bar svo til að ung kona, hugrakkur þolandi tveggja nauðgana, steig fram og lýsti opinberlega heilshugar yfir stuðningi við þau sjónarmið sem fram komu í tilmælum lögreglustjórans. Ætla álitsgjafarnir og talskona Stígamóta líka að saka þessa konu um tilburði til þöggunar – eða skilningsleysi á hlutskipti þolandans? Ég kann ekki betra ráð til þess málsmetandi fólks sem kastaði olíu á þennan útúrsnúninga- og fordæmingareld, ekki síst talskonu Stígamóta, en að það taki sig til og biðji Páleyju Borgþórsdóttur, lögreglustjóra, afsökunar hver á sínum loga í þessari galdrabrennu.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar