Steinshús byggt með elju, góðvild og gjöfum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. ágúst 2015 11:45 Þórarinn og Sigríður Austmann Jóhannsdóttir, kona hans, í Steinshúsi. „Uppbyggingarstarfið hér er búið að vera hobbý hjá fjölskyldu minni og vinum í bráðum átta ár,“ segir Þórarinn Magnússon byggingarverkfræðingur og hvatamaður þess að reisa samkomuhúsið á Nauteyri við norðanvert Ísafjarðardjúp úr rústum. Það verður vígt á laugardaginn sem safn og fræðasetur, tengt minningu Aðalsteins Kristmundssonar, sem tók sér skáldanafnið Steinn Steinarr og var fæddur á Laugabóli í Skjaldfannardal árið 1908. Húsið skiptist í 50 m² fræðimannsíbúð og 100 m² safn. Íbúðin er með öllum nauðsynlegum búnaði og í safninu er sýning sem Ólafur Jóhann Ingibergsson hjá Sögumiðlun og Björn Björnsson leikmyndahönnuður eiga mestan heiður að. Þar eru sýningarspjöld sem lýsa ævi og starfi Steins, hljóðupptökur með ljóðalestri hans og þáttum um hann, munir frá tíma skáldsins, bókahorn og myndefni á skjáum.Húsið var samkomuhús Djúpmanna áður en það brann árið 2002.Þórarinn hefur haldið utan um verkefnið frá byrjun. „Hugmyndin að Steinshúsi kviknaði í bústað okkar hjónanna hér á Nauteyri þar sem við höfðum brunarústirnar fyrir augum. Við heyrðum rætt í fjölmiðli um væntanlegt aldarafmæli Steins en hann var fæddur hér í hreppnum. Ég fékk grænt ljós hjá eigendum rústanna og hélt að ekkert mál yrði að fá fé til uppbyggingarinnar enda var árið 2007 en forsendur breyttust um það leyti sem framkvæmdir hófust í september 2008.“ Þegar fé úr brunabótum og frá menningarráði Vestfjarða var uppurið sneri Þórarinn sér til hönnuða, verktaka og iðnaðarmanna sem hann þekkti. Sagðist geta lofað þeim tvennu ef þeir tækju þátt í endurreisninni á Nauteyri, í fyrsta lagi að þeir fengju aldrei borgað og í öðru lagi að um skemmtilegt verkefni yrði að ræða. „Frá haustinu 2009 fram á síðasta haust voru farnar ótal vinnuferðir úr Reykjavík, gist í bústað fjölskyldunnar, ég eldaði og á kvöldin var farið í heita pottinn,“ lýsir hann. „Þetta varð vinsælt og menn spurðu gjarnan, hvenær verður næst farið í Djúpið?“Nú er framkvæmdum lokið, að sögn Þórarins. Allt fékkst gefins sem laut að húsinu, vinna, innréttingar, húsgögn, tæki og borðbúnaður. Vegagerðin útbjó bílastæði og setti upp skilti við vegamót þjóðvegar 1, sem vísar á staðinn. „Ef hægt væri að verða doktor í sníkjum yrði ég efnilegur nemandi, ef ekki bara kennari,“ segir Þórarinn glaðlega. „Nú erum við bara að taka til. Þegar eru farnir að koma gestir og þeir verða örugglega margir á laugardaginn á opnunarhátíðinni. En svo verður safnið lokað fram á næsta sumar en þá verða líka kaffiveitingar á boðstólum.“ Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Uppbyggingarstarfið hér er búið að vera hobbý hjá fjölskyldu minni og vinum í bráðum átta ár,“ segir Þórarinn Magnússon byggingarverkfræðingur og hvatamaður þess að reisa samkomuhúsið á Nauteyri við norðanvert Ísafjarðardjúp úr rústum. Það verður vígt á laugardaginn sem safn og fræðasetur, tengt minningu Aðalsteins Kristmundssonar, sem tók sér skáldanafnið Steinn Steinarr og var fæddur á Laugabóli í Skjaldfannardal árið 1908. Húsið skiptist í 50 m² fræðimannsíbúð og 100 m² safn. Íbúðin er með öllum nauðsynlegum búnaði og í safninu er sýning sem Ólafur Jóhann Ingibergsson hjá Sögumiðlun og Björn Björnsson leikmyndahönnuður eiga mestan heiður að. Þar eru sýningarspjöld sem lýsa ævi og starfi Steins, hljóðupptökur með ljóðalestri hans og þáttum um hann, munir frá tíma skáldsins, bókahorn og myndefni á skjáum.Húsið var samkomuhús Djúpmanna áður en það brann árið 2002.Þórarinn hefur haldið utan um verkefnið frá byrjun. „Hugmyndin að Steinshúsi kviknaði í bústað okkar hjónanna hér á Nauteyri þar sem við höfðum brunarústirnar fyrir augum. Við heyrðum rætt í fjölmiðli um væntanlegt aldarafmæli Steins en hann var fæddur hér í hreppnum. Ég fékk grænt ljós hjá eigendum rústanna og hélt að ekkert mál yrði að fá fé til uppbyggingarinnar enda var árið 2007 en forsendur breyttust um það leyti sem framkvæmdir hófust í september 2008.“ Þegar fé úr brunabótum og frá menningarráði Vestfjarða var uppurið sneri Þórarinn sér til hönnuða, verktaka og iðnaðarmanna sem hann þekkti. Sagðist geta lofað þeim tvennu ef þeir tækju þátt í endurreisninni á Nauteyri, í fyrsta lagi að þeir fengju aldrei borgað og í öðru lagi að um skemmtilegt verkefni yrði að ræða. „Frá haustinu 2009 fram á síðasta haust voru farnar ótal vinnuferðir úr Reykjavík, gist í bústað fjölskyldunnar, ég eldaði og á kvöldin var farið í heita pottinn,“ lýsir hann. „Þetta varð vinsælt og menn spurðu gjarnan, hvenær verður næst farið í Djúpið?“Nú er framkvæmdum lokið, að sögn Þórarins. Allt fékkst gefins sem laut að húsinu, vinna, innréttingar, húsgögn, tæki og borðbúnaður. Vegagerðin útbjó bílastæði og setti upp skilti við vegamót þjóðvegar 1, sem vísar á staðinn. „Ef hægt væri að verða doktor í sníkjum yrði ég efnilegur nemandi, ef ekki bara kennari,“ segir Þórarinn glaðlega. „Nú erum við bara að taka til. Þegar eru farnir að koma gestir og þeir verða örugglega margir á laugardaginn á opnunarhátíðinni. En svo verður safnið lokað fram á næsta sumar en þá verða líka kaffiveitingar á boðstólum.“
Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira