Landsmenn eiga von á leikhús- og dansveislu bráðlega Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. ágúst 2015 10:45 Alexander Róbertsson, Ásgerður G. Gunnarsdóttir, Bjarni Jónsson og Ragnheiður Skúladóttir halda utan um hátíðirnar tvær. Vísir/Vilhelm „Ef ég hefði verið að fylgjast með þessum hátíðum úr fjarlægð hefði ég sagt: „Vá, hvað dagskráin er metnaðarfull og fjölbreytt í ár,“ segir Ragnheiður Skúladóttir um leiklistarhátíðina LÓKAL og Reykjavík Dance Festival. Sjálf er hún listrænn stjórnandi LÓKALS ásamt Bjarna Jónssyni og segir um ákaflega frjótt og spennandi samstarf að ræða milli þeirra og aðstandenda danshátíðarinnar þetta árið með innflutningi samtals sjö erlendra sýninga. Hátíðirnar standa frá 25. til 30. ágúst og þar eru 24 sýningar samanlagt. „Það er ótrúlegt en satt að okkur hefur tekist að setja dagskrána upp þannig að sé einhver mjög áhugasamur leikhús- og dansaðdáandi þá getur hann séð allar sýningarnar,“ segir Ragnheiður stolt og segir íslensku verkin verða frumsýnd á hátíðunum og öðlast svo framhaldslíf, annaðhvort fljótlega eftir hátíðina eða síðar á leikárinu. „Það sem er líka markvert við hátíðirnar í ár og mun marka þær næstu árin er að við sækjumst eftir þátttöku almennings. Erum í stóru evrópsku tengslaneti sem sótti um fjögurra ára verkefni sem er kallað Urban Heat. Fókus þess er á samfélög innan samfélaga sem eru kannski ekki augljós, geta verið trúarhópar, ungt fólk eða hvaða hópar sem er. Við munum kanna á ýmsan hátt hverfi Reykjavíkurborgar á næstu árum og listamenn á okkar vegum fara inn í hverfin að ná í yrkisefni og virkja íbúana í listsköpun,“ lýsir Ragnheiður. Dæmi um hina nýju stefnu er sýningin Atlas á stóra sviði Borgarleikhússins þar sem hundrað einstaklingum er boðið að taka þátt. „Ég hef líkt þessari sýningu við þjóðfund. Fólk sem er áhugasamt má endilega hafa samband við okkur,“ segir Ragnheiður og segir dansverk Ásrúnar Magnúsdóttur GGGGRRRLLLSS af sama toga, þar komi á fjórða tug unglingsstúlkna fram. Sem dæmi um nýtt leikverk á LÓKAL nefnir Ragnheiður Nazanin sem Marta Nordal hefur gert um ævi írönsku flóttakonunnar Nazanin sem kom hingað til lands 2009 og verður með á sviðinu. Sýningar verða í Tjarnarbíói en líka í Borgarleikhúsinu, Gamla bíói, Hafnarhúsi og Listaháskólanum. „Þessi tími hentar ágætlega leikhúsunum,“ segir Ragnheiður. „Hátíðirnar eru upptaktur að leikárinu en auðvitað líka vettvangur sjálfstæðu senunnar.“ Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Ef ég hefði verið að fylgjast með þessum hátíðum úr fjarlægð hefði ég sagt: „Vá, hvað dagskráin er metnaðarfull og fjölbreytt í ár,“ segir Ragnheiður Skúladóttir um leiklistarhátíðina LÓKAL og Reykjavík Dance Festival. Sjálf er hún listrænn stjórnandi LÓKALS ásamt Bjarna Jónssyni og segir um ákaflega frjótt og spennandi samstarf að ræða milli þeirra og aðstandenda danshátíðarinnar þetta árið með innflutningi samtals sjö erlendra sýninga. Hátíðirnar standa frá 25. til 30. ágúst og þar eru 24 sýningar samanlagt. „Það er ótrúlegt en satt að okkur hefur tekist að setja dagskrána upp þannig að sé einhver mjög áhugasamur leikhús- og dansaðdáandi þá getur hann séð allar sýningarnar,“ segir Ragnheiður stolt og segir íslensku verkin verða frumsýnd á hátíðunum og öðlast svo framhaldslíf, annaðhvort fljótlega eftir hátíðina eða síðar á leikárinu. „Það sem er líka markvert við hátíðirnar í ár og mun marka þær næstu árin er að við sækjumst eftir þátttöku almennings. Erum í stóru evrópsku tengslaneti sem sótti um fjögurra ára verkefni sem er kallað Urban Heat. Fókus þess er á samfélög innan samfélaga sem eru kannski ekki augljós, geta verið trúarhópar, ungt fólk eða hvaða hópar sem er. Við munum kanna á ýmsan hátt hverfi Reykjavíkurborgar á næstu árum og listamenn á okkar vegum fara inn í hverfin að ná í yrkisefni og virkja íbúana í listsköpun,“ lýsir Ragnheiður. Dæmi um hina nýju stefnu er sýningin Atlas á stóra sviði Borgarleikhússins þar sem hundrað einstaklingum er boðið að taka þátt. „Ég hef líkt þessari sýningu við þjóðfund. Fólk sem er áhugasamt má endilega hafa samband við okkur,“ segir Ragnheiður og segir dansverk Ásrúnar Magnúsdóttur GGGGRRRLLLSS af sama toga, þar komi á fjórða tug unglingsstúlkna fram. Sem dæmi um nýtt leikverk á LÓKAL nefnir Ragnheiður Nazanin sem Marta Nordal hefur gert um ævi írönsku flóttakonunnar Nazanin sem kom hingað til lands 2009 og verður með á sviðinu. Sýningar verða í Tjarnarbíói en líka í Borgarleikhúsinu, Gamla bíói, Hafnarhúsi og Listaháskólanum. „Þessi tími hentar ágætlega leikhúsunum,“ segir Ragnheiður. „Hátíðirnar eru upptaktur að leikárinu en auðvitað líka vettvangur sjálfstæðu senunnar.“
Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira