Fá ekki peninga til fræðslu um mansal Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 10. ágúst 2015 07:00 Umfangsmikil rannsókn á mansali hefur staðið yfir að undanförnu vegna fiskvinnslufyrirtækis sem er starfandi í Bolungarvík. Upphaflega var málið rannsakað sem fjárkúgun. vísir/pjetur Fræðslufundur um mansal á Vestfjörðum varð til þess að formaður verkalýðsfélags í Bolungarvík ákvað að kalla þyrfti til mansalsteymi að sunnan vegna máls sem hafði verið rannsakað sem fjárkúgun í heilt ár. „Við höfum lært heilmikið af þessu. Ég fór fyrst á námskeið um mansal á formannafundi á Ísafirði og þetta mál kom upp í kjölfarið,“ segir Lárus Benediktsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur, um meint mansalsmál er varðar fiskvinnslu í Bolungarvík og lögreglan á Vestfjörðum rannsakar. Lárus fékk, í kjölfar fræðsluerindisins sem var haldið í september fyrir ári, erindi frá Pólverjum sem störfuðu í fiskvinnslu í Bolungarvík. Lögreglan hafði þá rannsakað meinta fjárkúgun verkstjóra í fiskvinnslunni á tuttugu Pólverjum sem þar störfuðu í nærri því eitt ár.Lárus BenediktssonLárus óskaði svo eftir því að kallað yrði til mansalsteymi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til að aðstoða við rannsóknina. Hann segir alla þá sem hafa aðkomu að verkalýðsmálum og vinnueftirliti hafi lært af málinu og segir mansalsmál falin, en þau verði að koma upp á yfirborðið. „Því miður þá virðist þetta vera voðalega falið, þetta eru hlutir sem verða að koma upp á yfirborðið og ég hvet alla sem verða varir við eitthvað svona, að gera viðvart og gera eitthvað í þessum málum því það er kominn tími til. Það er of mikið af þessu í samfélaginu, ég er sannfærður um það og þetta á ekki að líðast.“ Lárus segist trúa því að aðkoma mansalsteymisins hafi komið að gagni. „Samkvæmt skýringum í bréfum þá fannst manni svona eins og að þarna væri eitthvað gruggugt á seyði.“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnir fræðslu sem þessari í grasrótarstarfi. Fræðslunni fylgir engin fjárveiting. Íslensk stjórnvöld eru gagnrýnd fyrir slaka löggæslu þegar kemur að baráttunni gegn mansali í nýlegri skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins. Ólöf Nordal innanríkisráðherra sagðist í vetur munu leggja sitt af mörkum til að leita eftir fjármunum til framkvæmdar aðgerða sem miða að því að sporna gegn mansali. Enn bólar ekkert á því fé. Mansal í Vík Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Fræðslufundur um mansal á Vestfjörðum varð til þess að formaður verkalýðsfélags í Bolungarvík ákvað að kalla þyrfti til mansalsteymi að sunnan vegna máls sem hafði verið rannsakað sem fjárkúgun í heilt ár. „Við höfum lært heilmikið af þessu. Ég fór fyrst á námskeið um mansal á formannafundi á Ísafirði og þetta mál kom upp í kjölfarið,“ segir Lárus Benediktsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur, um meint mansalsmál er varðar fiskvinnslu í Bolungarvík og lögreglan á Vestfjörðum rannsakar. Lárus fékk, í kjölfar fræðsluerindisins sem var haldið í september fyrir ári, erindi frá Pólverjum sem störfuðu í fiskvinnslu í Bolungarvík. Lögreglan hafði þá rannsakað meinta fjárkúgun verkstjóra í fiskvinnslunni á tuttugu Pólverjum sem þar störfuðu í nærri því eitt ár.Lárus BenediktssonLárus óskaði svo eftir því að kallað yrði til mansalsteymi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til að aðstoða við rannsóknina. Hann segir alla þá sem hafa aðkomu að verkalýðsmálum og vinnueftirliti hafi lært af málinu og segir mansalsmál falin, en þau verði að koma upp á yfirborðið. „Því miður þá virðist þetta vera voðalega falið, þetta eru hlutir sem verða að koma upp á yfirborðið og ég hvet alla sem verða varir við eitthvað svona, að gera viðvart og gera eitthvað í þessum málum því það er kominn tími til. Það er of mikið af þessu í samfélaginu, ég er sannfærður um það og þetta á ekki að líðast.“ Lárus segist trúa því að aðkoma mansalsteymisins hafi komið að gagni. „Samkvæmt skýringum í bréfum þá fannst manni svona eins og að þarna væri eitthvað gruggugt á seyði.“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnir fræðslu sem þessari í grasrótarstarfi. Fræðslunni fylgir engin fjárveiting. Íslensk stjórnvöld eru gagnrýnd fyrir slaka löggæslu þegar kemur að baráttunni gegn mansali í nýlegri skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins. Ólöf Nordal innanríkisráðherra sagðist í vetur munu leggja sitt af mörkum til að leita eftir fjármunum til framkvæmdar aðgerða sem miða að því að sporna gegn mansali. Enn bólar ekkert á því fé.
Mansal í Vík Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira