Enn gríðarlegt álag hjá sýslumanninum Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 7. ágúst 2015 07:00 Verkfallið hefur haft áhrif á líf fjölda fólks. Á 12. þúsund þinglýsingamál söfnuðust upp, mikill fjöldi beiðna um fjárnám og nauðungarsölur og hvorki var hægt að gifta sig hjá sýslumanni né skilja. vísir/andri marinó „Við erum að vinna okkur út úr þessu, en það er mjög mismunandi eftir málaflokkum hvernig hægt er að vinna málin,“ segir Þórólfur Halldórsson, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu. Rúmlega tíu vikna verkfall lögfræðinga hjá sýslumanni, sem eru félagar í BHM, varð til þess að gríðarlegur fjöldi mála safnaðist upp hjá embættinu. Í eðlilegu árferði er stefnt að því að afgreiðsluhraði hjá embættinu sé innan við ein vika. Í dag er hann fjórar til fimm vikur, en þegar verkfalli lauk höfðu sum mál beðið í tæpar ellefu vikur. Þórólfur segir að einhverjar vikur taki að koma málum í eðlilegt horf, enda hafi mikill fjöldi mála safnast upp.Þórólfur Halldórsson„Bara þinglýsingarskjöl voru á milli 11 og 12 þúsund og það þarf að velta hverju skjali og skoða það gaumgæfilega, það eru ekki afgreiðslumál, það þarf að fara í gegnum skjölin, undirritanir og annað því um líkt. Síðan var aragrúi af málum á fullnustusviði, aðfararmál svokölluð, fjárnámskröfur, nauðungarsölur. Það eru aftur mál sem þarf að boða í sérstaklega með ákveðnum fyrirvara þannig að þegar verkfalli lauk var ekki bara hægt að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið, heldur þurfti að auglýsa upp á nýtt eða senda boðanir með nokkurra vikna fyrirvara, eftir því á hvaða stigi málin voru, og síðan dreifa þeim með eðlilegum hætti. Þetta er því ekki þannig að það sé hægt að byrja eins og ekkert hafi í skorist.“ Í verkfallinu gat fólk ekki látið gefa sig saman hjá sýslumanni og ekki var hægt að afgreiða skilnaði. Sumir gáfust upp á biðinni. „Það eru meira að segja dæmi um að fólk hafi hætt við að skilja í verkfallinu af því að það stóð svo lengi.“ Verkfall BHM hófst 7. apríl og lauk 13. júlí þegar Alþingi samþykkti lög sem bönnuðu það. Þá tóku við sumarfrí. „Sumarorlofstími er ákveðinn samkvæmt lögum og þá þarf fólk að taka sitt orlof. Það er því ákveðið flækjustig í þessu.“ Alþingi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
„Við erum að vinna okkur út úr þessu, en það er mjög mismunandi eftir málaflokkum hvernig hægt er að vinna málin,“ segir Þórólfur Halldórsson, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu. Rúmlega tíu vikna verkfall lögfræðinga hjá sýslumanni, sem eru félagar í BHM, varð til þess að gríðarlegur fjöldi mála safnaðist upp hjá embættinu. Í eðlilegu árferði er stefnt að því að afgreiðsluhraði hjá embættinu sé innan við ein vika. Í dag er hann fjórar til fimm vikur, en þegar verkfalli lauk höfðu sum mál beðið í tæpar ellefu vikur. Þórólfur segir að einhverjar vikur taki að koma málum í eðlilegt horf, enda hafi mikill fjöldi mála safnast upp.Þórólfur Halldórsson„Bara þinglýsingarskjöl voru á milli 11 og 12 þúsund og það þarf að velta hverju skjali og skoða það gaumgæfilega, það eru ekki afgreiðslumál, það þarf að fara í gegnum skjölin, undirritanir og annað því um líkt. Síðan var aragrúi af málum á fullnustusviði, aðfararmál svokölluð, fjárnámskröfur, nauðungarsölur. Það eru aftur mál sem þarf að boða í sérstaklega með ákveðnum fyrirvara þannig að þegar verkfalli lauk var ekki bara hægt að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið, heldur þurfti að auglýsa upp á nýtt eða senda boðanir með nokkurra vikna fyrirvara, eftir því á hvaða stigi málin voru, og síðan dreifa þeim með eðlilegum hætti. Þetta er því ekki þannig að það sé hægt að byrja eins og ekkert hafi í skorist.“ Í verkfallinu gat fólk ekki látið gefa sig saman hjá sýslumanni og ekki var hægt að afgreiða skilnaði. Sumir gáfust upp á biðinni. „Það eru meira að segja dæmi um að fólk hafi hætt við að skilja í verkfallinu af því að það stóð svo lengi.“ Verkfall BHM hófst 7. apríl og lauk 13. júlí þegar Alþingi samþykkti lög sem bönnuðu það. Þá tóku við sumarfrí. „Sumarorlofstími er ákveðinn samkvæmt lögum og þá þarf fólk að taka sitt orlof. Það er því ákveðið flækjustig í þessu.“
Alþingi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira