Myndaði dívuna okkar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. ágúst 2015 11:30 Egill Ólafs og Diddú í Reykholtskirkju að finna út hver eigi heiðurinn af málverkinu. Mynd/Gunnar Karl „Ég hef myndað Diddú í alls konar aðstæðum, á tónleikum, æfingum, dansleikjum og heima við í Mosfellsdalnum,“ segir Gunnar Karl Gunnlaugsson sem stendur fyrir sýningunni Dásemdardagar með Diddú í Listasal Mosfellsbæjar að Þverholti 2. Þar eru 43 ljósmyndir auk 14 mínútna vídeóverks. „Dásemdardagarnir voru 1.245 talsins,“ segir Gunnar Karl sem kveðst hafa byrjað myndatökurnar af Diddú árið 2012. En hvað kom til að hann fór að elta söngkonuna á röndum? „Ég sá fyrir nokkrum árum þátt um Kristin Sigmundsson söngvara, þá höfðu einhverjir ljósmyndarar elt hann og tekið vídeó líka. Ég hugsaði, af hverju fylgir enginn Diddú, dívunni okkar, með myndavél? "Við hjónin þekkjum hana ágætlega og ég fór þess á leit að fá að mynda hana þegar hún væri í einhverjum giggjum hér á landi. Upphaflega var ég ekkert að hugsa um sýningu en af því Diddú á merkisafmæli á árinu fór ég að kanna möguleikana og komst þá að því að Listasalur Mosfellsbæjar var laus akkúrat í afmælisvikunni svo þetta small saman,“ segir Gunnar Karl sem á rúmlega 4.000 ljósmyndir af söngkonunni vinsælu og vídeóskot líka. Í vídeómyndinni Diddú örstutt spor, sem Gunnar Karl kveðst hafa fengið vin sinn að hjálpa sér að klippa saman, er meðal annars rætt við samstarfsfólk söngkonunnar, Egil Ólafs, Pál Óskar, Önnu Guðnýju, Magga Kjartans, Valgeir Guðjóns og Kristin Sigmunds. Sýningin er opin fram á föstudag 7. ágúst, milli klukkan 12 og 18. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Ég hef myndað Diddú í alls konar aðstæðum, á tónleikum, æfingum, dansleikjum og heima við í Mosfellsdalnum,“ segir Gunnar Karl Gunnlaugsson sem stendur fyrir sýningunni Dásemdardagar með Diddú í Listasal Mosfellsbæjar að Þverholti 2. Þar eru 43 ljósmyndir auk 14 mínútna vídeóverks. „Dásemdardagarnir voru 1.245 talsins,“ segir Gunnar Karl sem kveðst hafa byrjað myndatökurnar af Diddú árið 2012. En hvað kom til að hann fór að elta söngkonuna á röndum? „Ég sá fyrir nokkrum árum þátt um Kristin Sigmundsson söngvara, þá höfðu einhverjir ljósmyndarar elt hann og tekið vídeó líka. Ég hugsaði, af hverju fylgir enginn Diddú, dívunni okkar, með myndavél? "Við hjónin þekkjum hana ágætlega og ég fór þess á leit að fá að mynda hana þegar hún væri í einhverjum giggjum hér á landi. Upphaflega var ég ekkert að hugsa um sýningu en af því Diddú á merkisafmæli á árinu fór ég að kanna möguleikana og komst þá að því að Listasalur Mosfellsbæjar var laus akkúrat í afmælisvikunni svo þetta small saman,“ segir Gunnar Karl sem á rúmlega 4.000 ljósmyndir af söngkonunni vinsælu og vídeóskot líka. Í vídeómyndinni Diddú örstutt spor, sem Gunnar Karl kveðst hafa fengið vin sinn að hjálpa sér að klippa saman, er meðal annars rætt við samstarfsfólk söngkonunnar, Egil Ólafs, Pál Óskar, Önnu Guðnýju, Magga Kjartans, Valgeir Guðjóns og Kristin Sigmunds. Sýningin er opin fram á föstudag 7. ágúst, milli klukkan 12 og 18. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.
Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira